Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2025 22:04 Patrick Pedersen augnabliki áður en markametið var slegið. Vísir / Diego Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður í efstu deild á Íslandi, gat verið stoltur af því að hafa slegið metið í kvöld en að sama skapi svekktur með úrslit leiksins. Patrick skoraði bæði mörk Vals í 2-2 jafntefli við ÍA í 17. umferð Bestu deildar karla. Patrick mætti í viðtal við Val Pál Eiríksson hjá Sýn Sport og var spurður fyrst og fremst hvernig tilfinningin væri að vera sá markahæsti í sögu efstu deildar á Íslandi. „Það hljómar mjög vel að heyra þetta sagt. Eitthvað sem ég get verið mjög stoltur af en ég hafði sett mér þetta markmið fyrir tímabilið og er mjög ánægður að hafa náð í því í kvöld.“ Hvernig var tilfinningin að sjá fyrsta markið rata í netið? „Það var léttir. Mjög góð tilfinnining. Ég hafði það á tilfinningunni að ég myndi ná þessu í dag og það var gott að sjá boltann í netinu.“ Var það meira léttir en ánægja að sjá boltann fara yfir línuna? „Já ég er mjög svekktur með úrslitin í dag og hefði frekar viljað ná í öll stigin í dag en að slá metið. Ég myndi þá bara slá það seinna.“ Varðandi leikinn og úrslit hans þá voru ekki mörg teikn á lofti að ÍA myndi ná að koma til baka eftir að hafa verið 0-2 undir í hálfleik eftir góðan fyrri hálfleik Valsmanna. Hvernig endaði þessi leikur í jafntefli? „Ég veit það ekki. Við gjörsamlega stjórnuðum fyrri hálfleiknum og sköpuðum urmul færa. Við þurfum að vera skarpari fyrir framan markið en við vorum í dag og klára þennan leik bara af. Þetta hefði aldrei farið svona ef við hefðum klárað fleiri færi.“ Valur var á miklu skriði og voru búnir að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan leik. Er það ekki líka svekkjandi að ná ekki að halda því skriði áfram? „Jú auðvitað. Við vildum taka þrjú stig í kvöld en náðum því ekki. Við verðum bara að halda áfram og fara að hugsa um næsta leik.“ Hvernig var andrúmsloftið í klefanum eftir leik? „Þögn. Við sögðum ekki mikið. Allir svekktir en við verðum að halda áfram. Við förum í næsta leik á sunnudaginn og vonandi náum við í þrjú stig þar.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Patrick mætti í viðtal við Val Pál Eiríksson hjá Sýn Sport og var spurður fyrst og fremst hvernig tilfinningin væri að vera sá markahæsti í sögu efstu deildar á Íslandi. „Það hljómar mjög vel að heyra þetta sagt. Eitthvað sem ég get verið mjög stoltur af en ég hafði sett mér þetta markmið fyrir tímabilið og er mjög ánægður að hafa náð í því í kvöld.“ Hvernig var tilfinningin að sjá fyrsta markið rata í netið? „Það var léttir. Mjög góð tilfinnining. Ég hafði það á tilfinningunni að ég myndi ná þessu í dag og það var gott að sjá boltann í netinu.“ Var það meira léttir en ánægja að sjá boltann fara yfir línuna? „Já ég er mjög svekktur með úrslitin í dag og hefði frekar viljað ná í öll stigin í dag en að slá metið. Ég myndi þá bara slá það seinna.“ Varðandi leikinn og úrslit hans þá voru ekki mörg teikn á lofti að ÍA myndi ná að koma til baka eftir að hafa verið 0-2 undir í hálfleik eftir góðan fyrri hálfleik Valsmanna. Hvernig endaði þessi leikur í jafntefli? „Ég veit það ekki. Við gjörsamlega stjórnuðum fyrri hálfleiknum og sköpuðum urmul færa. Við þurfum að vera skarpari fyrir framan markið en við vorum í dag og klára þennan leik bara af. Þetta hefði aldrei farið svona ef við hefðum klárað fleiri færi.“ Valur var á miklu skriði og voru búnir að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan leik. Er það ekki líka svekkjandi að ná ekki að halda því skriði áfram? „Jú auðvitað. Við vildum taka þrjú stig í kvöld en náðum því ekki. Við verðum bara að halda áfram og fara að hugsa um næsta leik.“ Hvernig var andrúmsloftið í klefanum eftir leik? „Þögn. Við sögðum ekki mikið. Allir svekktir en við verðum að halda áfram. Við förum í næsta leik á sunnudaginn og vonandi náum við í þrjú stig þar.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira