Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. ágúst 2025 15:13 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Vallarstarfsmaður Golfklúbbs Þorlákshafnar varð fyrir golfbolta í gær. Höggið mun hafa verið þungt, og lent örskammt frá höfði starfsmannsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu klúbbsins, en Edwin Roald vallarstjóri er skrifaður fyrir henni. Hann segir að atvikið hafi átt sér stað þegar kylfingunum sem sló boltann hefði átt að vera ljóst að hann væri að setja tvo vallarstarfsmenn í hættu. Þar kemur fram að golfklúbburinn hafi ákveðið að móta stefnu um það hvernig tekið verði á svona málum. „Það hlaut að koma að því. Í gær gerðist nokkuð sem við höfum óttast undanfarið, eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun of margra kylfinga,“ segir Edwin. „Varla hefði þurft að bíða lengur en í um fimm sekúndur til að gæta viðunandi öryggis.“ Fram kemur í færslunni að svo virðist sem boltinn hafi hafnað í manninum áður en hann hafði viðkomu í jörðu. Þar af leiðandi hafi höggið líklega verið þungt. „Aðeins munaði fáeinum sentimetrum að boltinn hafnaði á höfði viðkomandi,“ segir Edwin. Hann tekur fram að ekkert viðvörunarhróp hafi heyrst frá kylfingnum, og að engin tilraun hafi verið gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins. Edwin segir að enginn vallarstarfsmanna, að honum undanskildum, séu eldri en sautján ára. Þeim sé ítrekað sýnd mikil vanvirðing á golfvellinum. Þá minnist hann á nokkur atvik þar sem boltar enduðu skammt frá starfsmönnum við vinnu. Í eitt skipti hafi starfsmaður þurft að beygja sig á bakvið vinnutæki til að verða ekki fyrir höggum. „Með framangreint í huga, en fyrst og fremst með öryggi og velferð starfsfólks í huga, hefur Golfklúbbur Þorlákshafnar ákveðið að hefja vinnu við mótun málsmeðferðar og viðurlaga við háskaleik sem þessum.“ Golf Ölfus Golfvellir Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu klúbbsins, en Edwin Roald vallarstjóri er skrifaður fyrir henni. Hann segir að atvikið hafi átt sér stað þegar kylfingunum sem sló boltann hefði átt að vera ljóst að hann væri að setja tvo vallarstarfsmenn í hættu. Þar kemur fram að golfklúbburinn hafi ákveðið að móta stefnu um það hvernig tekið verði á svona málum. „Það hlaut að koma að því. Í gær gerðist nokkuð sem við höfum óttast undanfarið, eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun of margra kylfinga,“ segir Edwin. „Varla hefði þurft að bíða lengur en í um fimm sekúndur til að gæta viðunandi öryggis.“ Fram kemur í færslunni að svo virðist sem boltinn hafi hafnað í manninum áður en hann hafði viðkomu í jörðu. Þar af leiðandi hafi höggið líklega verið þungt. „Aðeins munaði fáeinum sentimetrum að boltinn hafnaði á höfði viðkomandi,“ segir Edwin. Hann tekur fram að ekkert viðvörunarhróp hafi heyrst frá kylfingnum, og að engin tilraun hafi verið gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins. Edwin segir að enginn vallarstarfsmanna, að honum undanskildum, séu eldri en sautján ára. Þeim sé ítrekað sýnd mikil vanvirðing á golfvellinum. Þá minnist hann á nokkur atvik þar sem boltar enduðu skammt frá starfsmönnum við vinnu. Í eitt skipti hafi starfsmaður þurft að beygja sig á bakvið vinnutæki til að verða ekki fyrir höggum. „Með framangreint í huga, en fyrst og fremst með öryggi og velferð starfsfólks í huga, hefur Golfklúbbur Þorlákshafnar ákveðið að hefja vinnu við mótun málsmeðferðar og viðurlaga við háskaleik sem þessum.“
Golf Ölfus Golfvellir Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira