„Ég er mjög þreyttur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2025 21:42 Steven Caulker, leikmaður Stjörnunnar. Mynd/Stjarnan Steven Caulker kveðst þreyttur eftir að hafa spilað allar 90 mínúturnar í 1-1 jafntefli Stjörnunnar við Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Úrslitin eru svekkjandi. Stjarnan átti í miklum vandræðum í fyrri hálfleik leiks kvöldsins en óx ásmegin eftir því sem leið á þann síðari. „Mér fannst þeir betra liðið í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik vorum við sterkari. Sérstaklega eftir að við fengum á okkur markið, þá fundum við rytmann. Því miður náðum við ekki í annað markið til að klára þetta. Mér fannst við eiga betri færi í lok leiks en það gekk ekki upp í dag,“ segir Caulker í samtali við Ágúst Orra Arnarson á Sýn Sport. En hvað var það þá sem þurfti að laga í hléinu? „Bilið á milli öftustu fjögurra og þeirra fremstu var of mikið. Það var starfið mitt og varnarlínunnar að ýta liðinu ofar á völlinn. Mér fannst við gera það en eins og ég segi, við sköpuðum helling af færum en boltinn vildi bara ekki inn. Við skutum í stöng og slá, hefðum getað fengið tvö víti. Mér fannst við gera nóg til að vinna en við vitum að það þarf að gera betur en í fyrri hálfleiknum,“ segir Caulker. Um var að ræða fyrsta leik enska Síerra Leóne-mannsins hér á landi eftir skiptin til Stjörnunnar í síðasta mánuði. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í vor og lagðist niður vegna stífleika undir lok leiks. „Ég er mjög þreyttur, ef ég á að vera hreinskilinn. Það erfiða við að koma á miðju tímabili er að ég fæ enga æfingaleiki. Ég var ekki viss um hvort ég myndi endast í 60, 70 eða 80 mínútur. Ég kláraði 90, það er gott að koma því í tankinn en ég þarf að hvíla mig fyrir sunnudaginn kemur,“ segir Caulker. Stjarnan Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Fram Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Stjarnan átti í miklum vandræðum í fyrri hálfleik leiks kvöldsins en óx ásmegin eftir því sem leið á þann síðari. „Mér fannst þeir betra liðið í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik vorum við sterkari. Sérstaklega eftir að við fengum á okkur markið, þá fundum við rytmann. Því miður náðum við ekki í annað markið til að klára þetta. Mér fannst við eiga betri færi í lok leiks en það gekk ekki upp í dag,“ segir Caulker í samtali við Ágúst Orra Arnarson á Sýn Sport. En hvað var það þá sem þurfti að laga í hléinu? „Bilið á milli öftustu fjögurra og þeirra fremstu var of mikið. Það var starfið mitt og varnarlínunnar að ýta liðinu ofar á völlinn. Mér fannst við gera það en eins og ég segi, við sköpuðum helling af færum en boltinn vildi bara ekki inn. Við skutum í stöng og slá, hefðum getað fengið tvö víti. Mér fannst við gera nóg til að vinna en við vitum að það þarf að gera betur en í fyrri hálfleiknum,“ segir Caulker. Um var að ræða fyrsta leik enska Síerra Leóne-mannsins hér á landi eftir skiptin til Stjörnunnar í síðasta mánuði. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í vor og lagðist niður vegna stífleika undir lok leiks. „Ég er mjög þreyttur, ef ég á að vera hreinskilinn. Það erfiða við að koma á miðju tímabili er að ég fæ enga æfingaleiki. Ég var ekki viss um hvort ég myndi endast í 60, 70 eða 80 mínútur. Ég kláraði 90, það er gott að koma því í tankinn en ég þarf að hvíla mig fyrir sunnudaginn kemur,“ segir Caulker.
Stjarnan Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Fram Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki