„Ég var í smá sjokki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2025 10:01 Amin Cosic, leikmaður KR. Vísir/Ívar „Þetta er bara mjög flott og hópurinn er jákvæður þó við séum ekki í bestu stöðunni í deildinni,“ segir Amin Cosic, nýr leikmaður KR í Bestu deild karla í fótbolta. Amin Cosic kom frá Lengjudeildarliði Njarðvíkur og hafði verið meðal betri leikmanna deildarinnar. Hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar tækifærið bauðst. „Ég var í smá sjokki að þetta kom svona fljótt. Það var bara eftir einhverjar þrjár umferðir í Lengjudeildinni en ég heyrði að þeir hafi skoðað mig aðeins lengur en það. Ég var í smá sjokki í byrjun en svo meikaði þetta smá sens,“ segir Amin sem segist hafa verið spenntur þegar KR hafði samband. „Já, Besta deildin. Þetta er levels. Mikið betra heldur en Lengjudeildin. Maður var strax spenntur þegar maður heyrði þetta.“ Hann finnur mikinn mun á gæðunum við stigið upp í Bestu deildina og kann vel við sig á æfingum í Vesturbænum. „Við erum með 24 topp, topp leikmenn. Það eru allir að berjast og reyna að komast í byrjunarliðið. Þetta er geggjað, maður getur lært svo mikið af öllum, tekið eitthvað frá öllum og reynt að bæta því inn í þinn leik.“ Honum dylst þó ekki alvarlega staða sem KR er í. Félagið situr í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 17 stig eftir jafnmarga leiki. KR hefur spilað fjóra leiki í röð án þess að vinna, tapað þremur af þeim, þar á meðal 2-1 tap fyrir ÍBV í sex stiga leik á laugardaginn var. „Við höldum áfram að vera jákvæðir. Við vitum að þetta er högg, en höldum í jákvæðnina því þetta er sterkur hópur og við munum gefa okkur alla í þetta,“ segir Amin sem skoraði mark KR í leiknum og hefur sýnt gæði sín í fyrstu tveimur leikjunum fyrir liðið. Gat kíkt í dalinn þegar KR-ingar sátu fastir En KR-ingar sátu fastir í Eyjum eftir tap laugardagsins. Það var ekki til að bæta líðan manna að fá þau skilaboð beint eftir erfitt tap en Amin gat þó aðeins kíkt í Herjólfsdalinn á laugardagskvöldið áður en Herjólfur sigldi aftur á meginlandið morguninn eftir. „Það var smá svekkjandi í byrjun. Dalurinn bjargaði þessu smá og Þjóðhátíðin. Maður var svekktur fyrst, sérstaklega eftir að hafa tapað þessum leik. En svo var þetta bara fínt.“ Klippa: Var í sjokki þegar KR hafði samband KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Amin Cosic kom frá Lengjudeildarliði Njarðvíkur og hafði verið meðal betri leikmanna deildarinnar. Hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar tækifærið bauðst. „Ég var í smá sjokki að þetta kom svona fljótt. Það var bara eftir einhverjar þrjár umferðir í Lengjudeildinni en ég heyrði að þeir hafi skoðað mig aðeins lengur en það. Ég var í smá sjokki í byrjun en svo meikaði þetta smá sens,“ segir Amin sem segist hafa verið spenntur þegar KR hafði samband. „Já, Besta deildin. Þetta er levels. Mikið betra heldur en Lengjudeildin. Maður var strax spenntur þegar maður heyrði þetta.“ Hann finnur mikinn mun á gæðunum við stigið upp í Bestu deildina og kann vel við sig á æfingum í Vesturbænum. „Við erum með 24 topp, topp leikmenn. Það eru allir að berjast og reyna að komast í byrjunarliðið. Þetta er geggjað, maður getur lært svo mikið af öllum, tekið eitthvað frá öllum og reynt að bæta því inn í þinn leik.“ Honum dylst þó ekki alvarlega staða sem KR er í. Félagið situr í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 17 stig eftir jafnmarga leiki. KR hefur spilað fjóra leiki í röð án þess að vinna, tapað þremur af þeim, þar á meðal 2-1 tap fyrir ÍBV í sex stiga leik á laugardaginn var. „Við höldum áfram að vera jákvæðir. Við vitum að þetta er högg, en höldum í jákvæðnina því þetta er sterkur hópur og við munum gefa okkur alla í þetta,“ segir Amin sem skoraði mark KR í leiknum og hefur sýnt gæði sín í fyrstu tveimur leikjunum fyrir liðið. Gat kíkt í dalinn þegar KR-ingar sátu fastir En KR-ingar sátu fastir í Eyjum eftir tap laugardagsins. Það var ekki til að bæta líðan manna að fá þau skilaboð beint eftir erfitt tap en Amin gat þó aðeins kíkt í Herjólfsdalinn á laugardagskvöldið áður en Herjólfur sigldi aftur á meginlandið morguninn eftir. „Það var smá svekkjandi í byrjun. Dalurinn bjargaði þessu smá og Þjóðhátíðin. Maður var svekktur fyrst, sérstaklega eftir að hafa tapað þessum leik. En svo var þetta bara fínt.“ Klippa: Var í sjokki þegar KR hafði samband
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira