„Ég var í smá sjokki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2025 10:01 Amin Cosic, leikmaður KR. Vísir/Ívar „Þetta er bara mjög flott og hópurinn er jákvæður þó við séum ekki í bestu stöðunni í deildinni,“ segir Amin Cosic, nýr leikmaður KR í Bestu deild karla í fótbolta. Amin Cosic kom frá Lengjudeildarliði Njarðvíkur og hafði verið meðal betri leikmanna deildarinnar. Hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar tækifærið bauðst. „Ég var í smá sjokki að þetta kom svona fljótt. Það var bara eftir einhverjar þrjár umferðir í Lengjudeildinni en ég heyrði að þeir hafi skoðað mig aðeins lengur en það. Ég var í smá sjokki í byrjun en svo meikaði þetta smá sens,“ segir Amin sem segist hafa verið spenntur þegar KR hafði samband. „Já, Besta deildin. Þetta er levels. Mikið betra heldur en Lengjudeildin. Maður var strax spenntur þegar maður heyrði þetta.“ Hann finnur mikinn mun á gæðunum við stigið upp í Bestu deildina og kann vel við sig á æfingum í Vesturbænum. „Við erum með 24 topp, topp leikmenn. Það eru allir að berjast og reyna að komast í byrjunarliðið. Þetta er geggjað, maður getur lært svo mikið af öllum, tekið eitthvað frá öllum og reynt að bæta því inn í þinn leik.“ Honum dylst þó ekki alvarlega staða sem KR er í. Félagið situr í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 17 stig eftir jafnmarga leiki. KR hefur spilað fjóra leiki í röð án þess að vinna, tapað þremur af þeim, þar á meðal 2-1 tap fyrir ÍBV í sex stiga leik á laugardaginn var. „Við höldum áfram að vera jákvæðir. Við vitum að þetta er högg, en höldum í jákvæðnina því þetta er sterkur hópur og við munum gefa okkur alla í þetta,“ segir Amin sem skoraði mark KR í leiknum og hefur sýnt gæði sín í fyrstu tveimur leikjunum fyrir liðið. Gat kíkt í dalinn þegar KR-ingar sátu fastir En KR-ingar sátu fastir í Eyjum eftir tap laugardagsins. Það var ekki til að bæta líðan manna að fá þau skilaboð beint eftir erfitt tap en Amin gat þó aðeins kíkt í Herjólfsdalinn á laugardagskvöldið áður en Herjólfur sigldi aftur á meginlandið morguninn eftir. „Það var smá svekkjandi í byrjun. Dalurinn bjargaði þessu smá og Þjóðhátíðin. Maður var svekktur fyrst, sérstaklega eftir að hafa tapað þessum leik. En svo var þetta bara fínt.“ Klippa: Var í sjokki þegar KR hafði samband KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Amin Cosic kom frá Lengjudeildarliði Njarðvíkur og hafði verið meðal betri leikmanna deildarinnar. Hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar tækifærið bauðst. „Ég var í smá sjokki að þetta kom svona fljótt. Það var bara eftir einhverjar þrjár umferðir í Lengjudeildinni en ég heyrði að þeir hafi skoðað mig aðeins lengur en það. Ég var í smá sjokki í byrjun en svo meikaði þetta smá sens,“ segir Amin sem segist hafa verið spenntur þegar KR hafði samband. „Já, Besta deildin. Þetta er levels. Mikið betra heldur en Lengjudeildin. Maður var strax spenntur þegar maður heyrði þetta.“ Hann finnur mikinn mun á gæðunum við stigið upp í Bestu deildina og kann vel við sig á æfingum í Vesturbænum. „Við erum með 24 topp, topp leikmenn. Það eru allir að berjast og reyna að komast í byrjunarliðið. Þetta er geggjað, maður getur lært svo mikið af öllum, tekið eitthvað frá öllum og reynt að bæta því inn í þinn leik.“ Honum dylst þó ekki alvarlega staða sem KR er í. Félagið situr í fallsæti, því ellefta í deildinni, með 17 stig eftir jafnmarga leiki. KR hefur spilað fjóra leiki í röð án þess að vinna, tapað þremur af þeim, þar á meðal 2-1 tap fyrir ÍBV í sex stiga leik á laugardaginn var. „Við höldum áfram að vera jákvæðir. Við vitum að þetta er högg, en höldum í jákvæðnina því þetta er sterkur hópur og við munum gefa okkur alla í þetta,“ segir Amin sem skoraði mark KR í leiknum og hefur sýnt gæði sín í fyrstu tveimur leikjunum fyrir liðið. Gat kíkt í dalinn þegar KR-ingar sátu fastir En KR-ingar sátu fastir í Eyjum eftir tap laugardagsins. Það var ekki til að bæta líðan manna að fá þau skilaboð beint eftir erfitt tap en Amin gat þó aðeins kíkt í Herjólfsdalinn á laugardagskvöldið áður en Herjólfur sigldi aftur á meginlandið morguninn eftir. „Það var smá svekkjandi í byrjun. Dalurinn bjargaði þessu smá og Þjóðhátíðin. Maður var svekktur fyrst, sérstaklega eftir að hafa tapað þessum leik. En svo var þetta bara fínt.“ Klippa: Var í sjokki þegar KR hafði samband
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira