Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2025 14:48 Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður KR. Vísir/Ívar Orri Hrafn Kjartansson skipti nýverið frá toppliði Vals yfir til KR sem situr í fallsæti í Bestu deild karla. Liðin eru Reykjavíkurstórveldi og erkifjendur en það truflar Orra lítið, sem fékk þó einhver skilaboð frá Völsurum eftir skiptin. Hann kveðst viss um að KR geti snúið blaðinu við. Aðdragandinn að skiptum Orra var ekki langur en KR fékk hann til að fylla í skarð Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem hélt til Danmerkur. „Ég get ekki sagt það. Ég frétti að Valur hefði samþykkt tilboð og heyrði frá Óskari og hann kynnti fyrir mér verkefnið. Ég varð strax spenntur fyrir þessu,“ segir Orri Hrafn en hlutverk hans hafði farið minnkandi hjá Val. Hann var þó ekki að leita að leið út. „Ég var í fínasta hlutverki í byrjun tímabils en svo fór mínútunum að fækka en liðið spilaði vel. Þó það hafi tekið á er erfitt að mótmæla því. Svo gerist þetta.“ Hvað er spennandi við þetta verkefni? „Eins og flestir hafi séð í sumar, þá spilar KR skemmtilega, það er hátt tempo og ég held það henti leikstíl mínum. Það vantar bara lítil fínatriði upp á að allt fari að smella, held ég,“ segir Orri. En er ekki sérkennilegt að fara frá liði sem er efst í deildinni til liðs sem er í fallsæti? „Ég horfði aldrei á það þannig. Þetta er risastór klúbbur líka, einn stærsti klúbbur í sögu Íslands, það gengur smá illa í stigasöfnun en það vantar lítið upp á að við séum í flottri baráttu,“ segir Orri Hrafn. En hvað þá með að skipta frá einu Reykjavíkurstórveldi til annars? Rígur er á milli liðanna - truflar það ekki? „Ég hef reyndar fengið bara mjög jákvæð skilaboð. Fólk heldur bara með manni og maður er Fylkismaður í grunninn svo það er kannski aðeins leyfilegra,“ segir Orri en hafa Valsarar ekkert skotið á hann? „Eitthvað aðeins, en ekkert af viti,“ segir Orri og hlær. Staðan á KR er ekki góð. Liðið situr í fallsæti og hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum, nú síðast tap fyrir ÍBV. Orri Hrafn segir þó liðið jákvætt á framhaldið, þrátt fyrir allt. „Við erum meðvitaðir um það. Óskar hefur imprað á því að vera ekki að ofhugsa það en vera meðvitaðir um það. Við þurfum að halda fókus. Liðsandinn er mjög góður, ég fann það frá fyrstu sekúndu. Menn eru alveg tilbúnir í þetta verkefni og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ekki stórmál að skipta úr Val í KR KR Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Aðdragandinn að skiptum Orra var ekki langur en KR fékk hann til að fylla í skarð Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem hélt til Danmerkur. „Ég get ekki sagt það. Ég frétti að Valur hefði samþykkt tilboð og heyrði frá Óskari og hann kynnti fyrir mér verkefnið. Ég varð strax spenntur fyrir þessu,“ segir Orri Hrafn en hlutverk hans hafði farið minnkandi hjá Val. Hann var þó ekki að leita að leið út. „Ég var í fínasta hlutverki í byrjun tímabils en svo fór mínútunum að fækka en liðið spilaði vel. Þó það hafi tekið á er erfitt að mótmæla því. Svo gerist þetta.“ Hvað er spennandi við þetta verkefni? „Eins og flestir hafi séð í sumar, þá spilar KR skemmtilega, það er hátt tempo og ég held það henti leikstíl mínum. Það vantar bara lítil fínatriði upp á að allt fari að smella, held ég,“ segir Orri. En er ekki sérkennilegt að fara frá liði sem er efst í deildinni til liðs sem er í fallsæti? „Ég horfði aldrei á það þannig. Þetta er risastór klúbbur líka, einn stærsti klúbbur í sögu Íslands, það gengur smá illa í stigasöfnun en það vantar lítið upp á að við séum í flottri baráttu,“ segir Orri Hrafn. En hvað þá með að skipta frá einu Reykjavíkurstórveldi til annars? Rígur er á milli liðanna - truflar það ekki? „Ég hef reyndar fengið bara mjög jákvæð skilaboð. Fólk heldur bara með manni og maður er Fylkismaður í grunninn svo það er kannski aðeins leyfilegra,“ segir Orri en hafa Valsarar ekkert skotið á hann? „Eitthvað aðeins, en ekkert af viti,“ segir Orri og hlær. Staðan á KR er ekki góð. Liðið situr í fallsæti og hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum, nú síðast tap fyrir ÍBV. Orri Hrafn segir þó liðið jákvætt á framhaldið, þrátt fyrir allt. „Við erum meðvitaðir um það. Óskar hefur imprað á því að vera ekki að ofhugsa það en vera meðvitaðir um það. Við þurfum að halda fókus. Liðsandinn er mjög góður, ég fann það frá fyrstu sekúndu. Menn eru alveg tilbúnir í þetta verkefni og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ekki stórmál að skipta úr Val í KR
KR Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira