Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar 9. ágúst 2025 09:03 Árlega gefur ILGA-Europe, félag hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu, út sérstakt Regnbogakort sem birtir yfirlit og samanburð um lagaleg réttindi hinsegin fólks í heimshlutanum. Með kortinu, sem nær til 49 landa, er hægt að bera saman lagalega stöðu hinsegin fólks á milli landa. Ísland hefur verið á mikilli uppleið á undanförnum árum og fór á skömmum tíma úr 17. sæti, með 47% þáverandi viðmiða uppfyllt, og upp í það næstfyrsta árið 2024, með 83% viðmiða uppfyllt. Í dag eru lagaleg réttindi hinsegin fólks á Íslandi með þeim bestu í heimi. Þótt lagaleg réttindi og félagslegur veruleiki fari ekki alltaf saman eru þau grundvöllur þeirra breytinga sem orðið hafa hér á landi á síðustu árum. Meginástæður þessara framfara eru lög um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019 og lög um bann við bælingarmeðferðum sem tóku gildi árið 2024 auk breytinga á hegningarlögum, sem styrkt hafa vernd gegn hatursglæpum og hatursáróðri gegn hinsegin fólki. Þá samþykktu stjórnvöld fyrstu aðgerðaráætlunina í málefnum hinsegin fólks árið 2022 og nú er unnið að endurnýjun hennar með það fyrir augum að ný áætlun verði samþykkt á Alþingi í haust. Nýtt regnbogakort: Ísland fellur um eitt sæti Regnbogakort ársins 2025 var birt í maí. Þar kemur í ljós að Ísland bætir eilítið við sig frá fyrra ári og uppfyllir nú 84,06% matsþátta en fellur engu að síður niður um eitt sæti og hafnar í því þriðja. Ástæða hækkunarinnar er nýr matsþáttur um hatursorðræðu vegna kyneinkenna, atriði sem Ísland uppfyllti einnig áður en því var bætt í viðmið kortsins. Á sama tíma bætir Belgía stöðu sína á milli ára, og tekur annað sætið af Íslandi. Árangur Belgíu er fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Sá árangur sem náðst hefur á Íslandi átti sér sannarlega ekki stað í tómarúmi heldur er hann afrakstur markvissrar vinnu fjölda aðila. Þar má nefna forvera minn í starfi, Daníel E. Arnarsson, en ekki síður annað starfsfólk, stjórnarfólk, sjálfboðaliða, Trans Ísland og Intersex Ísland. Ekki má heldur gleyma framlagi stjórnvalda sjálfra, stjórnmálafólks og embættismanna, sem hafa unnið að framgangi hinsegin málefna á undanförnum árum. Öflugt alþjóðastarf Áhugi á alþjóðlegu samstarfi við Samtökin ‘78 hefur aukist samhliða þeim árangri sem Ísland hefur náð á Regnbogakorti ILGA-Europe. Ísland er í dag eitt af þeim löndum sem litið er hvað helst til. Við erum afar meðvituð um hlutverk okkar og tökum þátt í alþjóðasamstarfi eftir fremsta megni, enda vitum við sem er,að við verðum ekki frjáls fyrr en öll eru frjáls. Hver eru næstu skref? Þótt mikið hafi áunnist er björninn ekki unninn. Ísland á enn nokkuð í land til að uppfylla öll skilyrði Regnbogakortsins og þangað skal áfram stefnt. Mikilvægt er að ráðist verði í lagasetningu sem bætir líkamlega friðhelgi intersex fólks og frekari aðgerðir gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Þá þarf að tryggja rétt homma og annarra hinsegin karla til blóðgjafa og öflugri umgjörð fyrir hinsegin fólk á flótta. Allt eru þetta atriði sem ILGA-Europe horfir til. Til viðbótar eru ýmis atriði sem ekki eru hluti af viðmiðum Regnbogakortsins en eru engu að síður mikilvæg, til dæmis bætt lagaleg réttindi barna sem eiga frá fyrstu tíð fleiri en tvo foreldra. Samtökin ‘78 eiga í virku samtali við stjórnvöld þar sem meðal annars er þrýst á ofangreinda þætti. Þessu hlutverki okkar munum við áfram sinna með öflugum hætti. Við erum í algjöru dauðafæri að koma Íslandi í allra fremstu röð í heiminum hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks. Það er því sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að Ísland styrki áfram stöðu sína sem fyrirmynd á heimsvísu og nái fyrsta sæti Regnbogakortsins innan fárra ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Kári Garðarsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega gefur ILGA-Europe, félag hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu, út sérstakt Regnbogakort sem birtir yfirlit og samanburð um lagaleg réttindi hinsegin fólks í heimshlutanum. Með kortinu, sem nær til 49 landa, er hægt að bera saman lagalega stöðu hinsegin fólks á milli landa. Ísland hefur verið á mikilli uppleið á undanförnum árum og fór á skömmum tíma úr 17. sæti, með 47% þáverandi viðmiða uppfyllt, og upp í það næstfyrsta árið 2024, með 83% viðmiða uppfyllt. Í dag eru lagaleg réttindi hinsegin fólks á Íslandi með þeim bestu í heimi. Þótt lagaleg réttindi og félagslegur veruleiki fari ekki alltaf saman eru þau grundvöllur þeirra breytinga sem orðið hafa hér á landi á síðustu árum. Meginástæður þessara framfara eru lög um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019 og lög um bann við bælingarmeðferðum sem tóku gildi árið 2024 auk breytinga á hegningarlögum, sem styrkt hafa vernd gegn hatursglæpum og hatursáróðri gegn hinsegin fólki. Þá samþykktu stjórnvöld fyrstu aðgerðaráætlunina í málefnum hinsegin fólks árið 2022 og nú er unnið að endurnýjun hennar með það fyrir augum að ný áætlun verði samþykkt á Alþingi í haust. Nýtt regnbogakort: Ísland fellur um eitt sæti Regnbogakort ársins 2025 var birt í maí. Þar kemur í ljós að Ísland bætir eilítið við sig frá fyrra ári og uppfyllir nú 84,06% matsþátta en fellur engu að síður niður um eitt sæti og hafnar í því þriðja. Ástæða hækkunarinnar er nýr matsþáttur um hatursorðræðu vegna kyneinkenna, atriði sem Ísland uppfyllti einnig áður en því var bætt í viðmið kortsins. Á sama tíma bætir Belgía stöðu sína á milli ára, og tekur annað sætið af Íslandi. Árangur Belgíu er fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Sá árangur sem náðst hefur á Íslandi átti sér sannarlega ekki stað í tómarúmi heldur er hann afrakstur markvissrar vinnu fjölda aðila. Þar má nefna forvera minn í starfi, Daníel E. Arnarsson, en ekki síður annað starfsfólk, stjórnarfólk, sjálfboðaliða, Trans Ísland og Intersex Ísland. Ekki má heldur gleyma framlagi stjórnvalda sjálfra, stjórnmálafólks og embættismanna, sem hafa unnið að framgangi hinsegin málefna á undanförnum árum. Öflugt alþjóðastarf Áhugi á alþjóðlegu samstarfi við Samtökin ‘78 hefur aukist samhliða þeim árangri sem Ísland hefur náð á Regnbogakorti ILGA-Europe. Ísland er í dag eitt af þeim löndum sem litið er hvað helst til. Við erum afar meðvituð um hlutverk okkar og tökum þátt í alþjóðasamstarfi eftir fremsta megni, enda vitum við sem er,að við verðum ekki frjáls fyrr en öll eru frjáls. Hver eru næstu skref? Þótt mikið hafi áunnist er björninn ekki unninn. Ísland á enn nokkuð í land til að uppfylla öll skilyrði Regnbogakortsins og þangað skal áfram stefnt. Mikilvægt er að ráðist verði í lagasetningu sem bætir líkamlega friðhelgi intersex fólks og frekari aðgerðir gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Þá þarf að tryggja rétt homma og annarra hinsegin karla til blóðgjafa og öflugri umgjörð fyrir hinsegin fólk á flótta. Allt eru þetta atriði sem ILGA-Europe horfir til. Til viðbótar eru ýmis atriði sem ekki eru hluti af viðmiðum Regnbogakortsins en eru engu að síður mikilvæg, til dæmis bætt lagaleg réttindi barna sem eiga frá fyrstu tíð fleiri en tvo foreldra. Samtökin ‘78 eiga í virku samtali við stjórnvöld þar sem meðal annars er þrýst á ofangreinda þætti. Þessu hlutverki okkar munum við áfram sinna með öflugum hætti. Við erum í algjöru dauðafæri að koma Íslandi í allra fremstu röð í heiminum hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks. Það er því sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að Ísland styrki áfram stöðu sína sem fyrirmynd á heimsvísu og nái fyrsta sæti Regnbogakortsins innan fárra ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun