„Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. ágúst 2025 11:59 Ole Palma og stjórnarmenn Bröndby vinna í því að bera kennsl á sökudólgana. Hæstráðendur hjá Bröndby eru að vinna í því að bera kennsl á slagsmálahundana sem sóttu leik Víkings og Bröndby í gærkvöldi. Stuðningsmenn Bröndby létu öllum illum látum eftir leikinn í gær, veltu kamri og lentu í slagsmálum sem lögreglan þurfti að leysa úr með piparúða. Þeir létu sér það ekki nægja og leituðu uppi slagsmál á Ölveri, þar sem stuðningsmenn Víkings voru. Í skriflegu svari til danska miðilsins Bold segir framkvæmdastjóri Bröndby að félagið sé að vinna í málinu og stuðningsmennirnir sem efndu til slagsmála verða settir í bann. „Í tengslum við leikinn í Reykjavík í gærkvöldi voru skemmdarverk unnin og ólæti brutust hjá nokkrum stuðningsmönnum. Þetta er að sjálfsögðu algjörlega óásættanlegt. Við áttum okkur á því að tapi fylgja tilfinningar, en þær eiga ekki að stigmagnast með slíkum hætti. Við erum að vinna í því að fá heildarmynd af atburðarásinni í tengslum við leikinn. Við erum með myndbönd til skoðunar og munum reyna að bera kennsl á sökudólgana, sem verða síðan settir í bann“ segir Ole Palma, framkvæmdastjóri Bröndby, í skriflegu svari til Bold. Hann minnist ekki á hvernig öryggismálum verður háttað í seinni leik liðanna í næstu viku en forsvarsmenn Víkinga staðfestu í samtali við fréttastofu að öryggisgæslan yrði aukin. Danski boltinn Tengdar fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Víkingur og Breiðablik voru bæði í eldlínunni í Evrópukeppnunum í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 8. ágúst 2025 08:21 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Stuðningsmenn Bröndby létu öllum illum látum eftir leikinn í gær, veltu kamri og lentu í slagsmálum sem lögreglan þurfti að leysa úr með piparúða. Þeir létu sér það ekki nægja og leituðu uppi slagsmál á Ölveri, þar sem stuðningsmenn Víkings voru. Í skriflegu svari til danska miðilsins Bold segir framkvæmdastjóri Bröndby að félagið sé að vinna í málinu og stuðningsmennirnir sem efndu til slagsmála verða settir í bann. „Í tengslum við leikinn í Reykjavík í gærkvöldi voru skemmdarverk unnin og ólæti brutust hjá nokkrum stuðningsmönnum. Þetta er að sjálfsögðu algjörlega óásættanlegt. Við áttum okkur á því að tapi fylgja tilfinningar, en þær eiga ekki að stigmagnast með slíkum hætti. Við erum að vinna í því að fá heildarmynd af atburðarásinni í tengslum við leikinn. Við erum með myndbönd til skoðunar og munum reyna að bera kennsl á sökudólgana, sem verða síðan settir í bann“ segir Ole Palma, framkvæmdastjóri Bröndby, í skriflegu svari til Bold. Hann minnist ekki á hvernig öryggismálum verður háttað í seinni leik liðanna í næstu viku en forsvarsmenn Víkinga staðfestu í samtali við fréttastofu að öryggisgæslan yrði aukin.
Danski boltinn Tengdar fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Víkingur og Breiðablik voru bæði í eldlínunni í Evrópukeppnunum í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 8. ágúst 2025 08:21 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47
Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Víkingur og Breiðablik voru bæði í eldlínunni í Evrópukeppnunum í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 8. ágúst 2025 08:21