Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2025 15:00 Kjartan Henry var hugsað til van Persie þegar hann skoraði frægt mark í Vestmannaeyjum sumarið 2014. Samsett/Vísir/Getty Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. Það gladdi stuðningsmenn Manchester United álíka mikið og það syrgði Arsenal-menn þegar Robin van Persie, þáverandi fyrirliði Arsenal, gekk í raðir United sumarið 2012 eftir átta ára veru í Lundúnum. Óhætt er að segja að hann hafi stimplað sig inn í Manchester. Klippa: Enska augnablikið: Ótrúlegt mark van Persie gegn Aston Villa Van Persie skoraði 26 mörk á sinni fyrstu leiktíð og vann í leiðinni sinn fyrsta og eina enska úrvalsdeildartitil. Þrjú af mörkum hans komu í 3-0 sigri á Aston Villa í 34. umferð í sigri tryggði United titilinn. Eitt þeirra marka er sérlega eftirminnilegt þar sem van Persie svoleiðis smellhitti boltann viðstöðulaust á lofti. „Þetta van Persie mark eftir sendinguna frá Rooney var rosalega. Svo man ég að ég skoraði á móti ÍBV á Tuborg-leiknum gott volley mark. Gary Martin gaf geðveika sendingu og ég tók hann í fyrsta,“ segir Kjartan Henry, sem skoraði tvö marka KR í 4-1 sigri á ÍBV í undanúrslitum í bikarkeppninni sumarið 2014, um ári eftir mark Hollendingsins. Klippa: Magnað mark Kjartans Henry gegn ÍBV Hann hugsaði til hans eftir markið í Eyjum. „Ég man að ég hugsaði að þetta var líkt, að hitta boltann svona vel á lofti. Þetta minnti mig á þetta van Persie mark og mikilvægi leiksins. Mig minnir að þetta hafi komið okkur í bikarúrslit,“ segir Kjartan Henry sem var mikið fyrir að sparka fast í boltann. „Mér fannst svolítið gaman að taka boltann í fyrsta og negla á lofti. Allir sem hafa spilað með mér vita að ég tók hann aldrei innanfótar heldur bombaði alltaf. Ég var svo hrifinn af þessu marki hjá van Persie, þetta krefst svo mikillar tækni. Þegar maður sér þetta frá mismunandi vinklum sér maður hollenska tækni, gæða skólann, hvernig hann beitir líkamanum og allt það. Ég tengdi svolítið við þetta.“ Ótrúlegt mark van Persie má sjá í efri spilaranum, í þeim neðri má sjá ekki síður fallegt mark Kjartans Henrys sem var skorað ári síðar. Kjartan Henry mun lýsa leikjum og sinn umfjöllun í þáttum Sýnar Sport um enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina. 13. ágúst 2025 08:03 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Það gladdi stuðningsmenn Manchester United álíka mikið og það syrgði Arsenal-menn þegar Robin van Persie, þáverandi fyrirliði Arsenal, gekk í raðir United sumarið 2012 eftir átta ára veru í Lundúnum. Óhætt er að segja að hann hafi stimplað sig inn í Manchester. Klippa: Enska augnablikið: Ótrúlegt mark van Persie gegn Aston Villa Van Persie skoraði 26 mörk á sinni fyrstu leiktíð og vann í leiðinni sinn fyrsta og eina enska úrvalsdeildartitil. Þrjú af mörkum hans komu í 3-0 sigri á Aston Villa í 34. umferð í sigri tryggði United titilinn. Eitt þeirra marka er sérlega eftirminnilegt þar sem van Persie svoleiðis smellhitti boltann viðstöðulaust á lofti. „Þetta van Persie mark eftir sendinguna frá Rooney var rosalega. Svo man ég að ég skoraði á móti ÍBV á Tuborg-leiknum gott volley mark. Gary Martin gaf geðveika sendingu og ég tók hann í fyrsta,“ segir Kjartan Henry, sem skoraði tvö marka KR í 4-1 sigri á ÍBV í undanúrslitum í bikarkeppninni sumarið 2014, um ári eftir mark Hollendingsins. Klippa: Magnað mark Kjartans Henry gegn ÍBV Hann hugsaði til hans eftir markið í Eyjum. „Ég man að ég hugsaði að þetta var líkt, að hitta boltann svona vel á lofti. Þetta minnti mig á þetta van Persie mark og mikilvægi leiksins. Mig minnir að þetta hafi komið okkur í bikarúrslit,“ segir Kjartan Henry sem var mikið fyrir að sparka fast í boltann. „Mér fannst svolítið gaman að taka boltann í fyrsta og negla á lofti. Allir sem hafa spilað með mér vita að ég tók hann aldrei innanfótar heldur bombaði alltaf. Ég var svo hrifinn af þessu marki hjá van Persie, þetta krefst svo mikillar tækni. Þegar maður sér þetta frá mismunandi vinklum sér maður hollenska tækni, gæða skólann, hvernig hann beitir líkamanum og allt það. Ég tengdi svolítið við þetta.“ Ótrúlegt mark van Persie má sjá í efri spilaranum, í þeim neðri má sjá ekki síður fallegt mark Kjartans Henrys sem var skorað ári síðar. Kjartan Henry mun lýsa leikjum og sinn umfjöllun í þáttum Sýnar Sport um enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina. 13. ágúst 2025 08:03 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina. 13. ágúst 2025 08:03