Sport

Dag­skráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fót­bolti og fleira

Árni Jóhannsson skrifar
FH fer í ferðalag austur og mæti FHL.
FH fer í ferðalag austur og mæti FHL. Vísir/ÓskarÓ

Fótboltinn tekur mikið pláss á sjónvarpsstöðvum Sýnar í dag en fleiri íþróttir fá þó sinn sess.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 13:50 hefst útsending úr Fjarðarbyggðarhöllinni þar sem FHL og FH ljúka umferðinni í Bestu deild kvenna.

Klukkan 16:00 mun Helena Ólafsdóttir og félagar gera upp líðandi umferð í Bestu deild kvenna í Bestu mörkunum.

SÝN Sport 4

Klukkan 11:30 hefst útsending frá skoska meistaramótinu í golfi á DP World Tour.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 11:25 taka Southampton á móti Wrexham í Championship deildinni.

Klukkan 14:55 taka Newcastle á móti Atlético Madrid í vináttuleik.

Klukkan 18:55 er Mission 200 kappaksturinn í Nascar kappakstrinum.

Klukkan 23:00 mætast Mets og Brewers í MLB deildinni í hafnabolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×