Erlent

Skot­á­rás á Times Square

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Torgið er eitt það fjölfarnasta í New York ríki.
Torgið er eitt það fjölfarnasta í New York ríki. EPA

Þrír eru særðir eftir að maður hóf að skjóta á hóp fólk á Times Square, fjölfarnasta torgi New york borgar, í nótt. Sautján ára piltur hefur verið handtekinn í tengslum við málið

Independant hefur þetta eftir lögreglunni í New York. Fram kemur að deilur lögreglu við vegfaranda hafi stigmagnast og vegfarandinn hafið að skjóta á fólk á torginu. 

Byssumaðurinn er sagður sautján ára gamall og var handtekinn á vettvangi. 

Hinir særðu eru á sjötugsaldri, átján og nítján ára, og voru flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Ástand þeirra er sagt stöðugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×