Veður

Borgar­búar fá annan góð­viðris­dag

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hvað fáum við marga sólardaga til viðbótar?
Hvað fáum við marga sólardaga til viðbótar? Vísir/Anton Brink

Grunn lægð gengur til norðausturs fyrir suðaustan land í dag, áttin verður því norðlæg eða breytileg og vindur fremur hægur. Dálítil væta norðaustan- og austanlands, og samfelld rigning allra syðst, en þurrt að mestu í öðrum landshlutum.

Þetta eru hugleiðingar veðurfræðings Veðurstofu Ísland fyrir veðurfar dagsins í dag. Samkvæmt spákortinu verður bjart á suðvesturhorninu í dag. Eftir hádegi verður bjart að mestu á Vesturlandi og þá dregur úr vætu við suðurströndina. Hiti 8 til 17 stig yfir daginn, hlýjast suðvestantil.

Á morgun nálgast næsta lægð úr suðvestri. Það snýst því í vaxandi suðaustanátt og þykknar upp sunnan- og vestantil, 8-15 m/s þar síðdegis og rigning með köflum, en hægari vindur og lengst af bjart um landið norðaustanvert. Hiti víða 10 til 17 stig.

Á þriðjudag gengur lægðarmiðjan svo austur yfir landið með breytilegri átt og vætu í flestum landshlutum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp sunnan- og vestantil, 8-15 m/s síðdegis og rigning með köflum. Hægari vindur og lengst af bjart um landið norðaustanvert. Hiti víða 10 til 17 stig.

Á þriðjudag:

Breytileg átt 5-13 og rigning með köflum, en samfelld úrkoma á Suðurlandi fram á kvöld. Hiti 9 til 15 stig.

Á miðvikudag:

Norðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og skúrir á víð og dreif, en þurrt á Vesturlandi. Hiti 7 til 16 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag:

Hægt vaxandi suðvestanátt og bjart með köflum, en dálítil væta vestanlands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast austantil.

Á föstudag:

Suðvestanátt og rigning með köflum, en úrkomuminna um landið austanvert. Milt í veðri.

Á laugardag:

Suðvestlæg átt og dálítil væta, en þurrt norðaustanlands.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×