27 daga frostlausum kafla lokið Atli Ísleifsson skrifar 11. ágúst 2025 07:47 Á Þingvöllum kólnaði í nótt og fór í 1,3 gráðu frost. Vísir/Arnar Nú í morgunsárið er hægur vindur á landinu og víða bjart og fallegt veður. Það kólnaði niður fyrir frostmark á Þingvöllum í nótt, fór niður í 1,3 gráðu frost, en þetta var í fyrsta sinn sem mældist frost á landinu síðan 13. júlí. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Hann varð því 27 daga langur kaflinn yfir mitt sumarið þar sem hvergi varð vart við næturfrost. Síðast 13. júlí þegar veðurstöðin í Þykkvabæ fór lægst í -0,1°C. Sumarið 2021 stóð frostlausi kaflinn á landinu frá 1. júlí til 6. september, eða í 67 daga,“ segir í færslu Einars. Á vef Veðurstofunnar segir að lægð úr suðvestri nálgist nú landið og fylgi henni hægt vaxandi suðaustanátt og mun þykkna upp sunnan- og vestantil á landinu. Þar má reikna með átta til fimmtán metrum á sekúndu síðdegis og rigningu með köflum. Á norðaustanverðu landinu verður hins vegar vindur hægari og lengst af þurrt. Gera má ráð fyrir að hiti verði á bilinu níu til átján stig að deginum og svalast við norðurströndina. Á morgun fer lægðarmiðjan austur yfir landið. Áttin verður því breytileg, víða gola eða kaldi og rigning eða súld með köflum í flestum landshlustum. Hiti 8 til 15 stig, mildast á Vesturlandi. Annað kvöld styttir upp sunnanlands. Á miðvikudag er svo útlit fyrir að veður verði með rólegasta móti, hægur vindur og einhverjar skúrir á stangli. Spákort fyrir klukkan 15.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Breytileg átt 5-10 m/s og rigning með köflum. Hiti 9 til 16 stig, mildast á Vesturlandi. Úrkomulítið sunnanlands undir kvöld Á miðvikudag: Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif, en þurrt suðvestantil. Hiti 8 til 15 stig, svalast við norðurströndina. Á fimmtudag: Vestan 8-13 og skúrir, en léttskýjað um landið suðaustanvert. Hiti 8 til 14 stig, mildast suðaustantil. Á föstudag: Suðvestanátt og fer að rigna, en lengst af þurrt um landið austanvert. Hlýnandi veður. Á laugardag og sunnudag: Suðvestan- og vestanátt og rigning með köflum, en þurrt og hlýtt suðaustanlands. Veður Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Hann varð því 27 daga langur kaflinn yfir mitt sumarið þar sem hvergi varð vart við næturfrost. Síðast 13. júlí þegar veðurstöðin í Þykkvabæ fór lægst í -0,1°C. Sumarið 2021 stóð frostlausi kaflinn á landinu frá 1. júlí til 6. september, eða í 67 daga,“ segir í færslu Einars. Á vef Veðurstofunnar segir að lægð úr suðvestri nálgist nú landið og fylgi henni hægt vaxandi suðaustanátt og mun þykkna upp sunnan- og vestantil á landinu. Þar má reikna með átta til fimmtán metrum á sekúndu síðdegis og rigningu með köflum. Á norðaustanverðu landinu verður hins vegar vindur hægari og lengst af þurrt. Gera má ráð fyrir að hiti verði á bilinu níu til átján stig að deginum og svalast við norðurströndina. Á morgun fer lægðarmiðjan austur yfir landið. Áttin verður því breytileg, víða gola eða kaldi og rigning eða súld með köflum í flestum landshlustum. Hiti 8 til 15 stig, mildast á Vesturlandi. Annað kvöld styttir upp sunnanlands. Á miðvikudag er svo útlit fyrir að veður verði með rólegasta móti, hægur vindur og einhverjar skúrir á stangli. Spákort fyrir klukkan 15.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Breytileg átt 5-10 m/s og rigning með köflum. Hiti 9 til 16 stig, mildast á Vesturlandi. Úrkomulítið sunnanlands undir kvöld Á miðvikudag: Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif, en þurrt suðvestantil. Hiti 8 til 15 stig, svalast við norðurströndina. Á fimmtudag: Vestan 8-13 og skúrir, en léttskýjað um landið suðaustanvert. Hiti 8 til 14 stig, mildast suðaustantil. Á föstudag: Suðvestanátt og fer að rigna, en lengst af þurrt um landið austanvert. Hlýnandi veður. Á laugardag og sunnudag: Suðvestan- og vestanátt og rigning með köflum, en þurrt og hlýtt suðaustanlands.
Veður Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Sjá meira