Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar 12. ágúst 2025 11:00 Í skoðanagrein á Vísi 11. ágúst leggur hæstaréttarlögmaður Einar Hugi Bjarnason til harðari refsingu fyrir svokallaðar „umgengnistálmanir“. Hann málar einhliða mynd af því að forsjárforeldri – í langflestum tilvikum móðirin – misnoti vald sitt til að hindra að hitt foreldrið umgangist barnið. Greinin gefur lítið sem ekkert rými fyrir þá staðreynd að í fjölda tilfella byggjast takmarkanir á umgengni á því að verja barn og móður þess gegn ofbeldi, vanrækslu eða andlegum skaða af hálfu hins foreldrisins. Þetta er orðræða sem hefur lengi verið notuð til að veikja stöðu þeirra sem standa í fremstu víglínu til að vernda börnin sín – oftast mæðra. Með því að fjarlægja af vettvangi umfjöllunar mikilvægustu spurninguna – hvers vegna ákveður foreldri að skilja við hitt og takmarka umgengni? – stuðlar höfundur að pólitískri og lagalegri frásögn sem útilokar helming sögunnar. Eitt af því sem vantar sárlega í umræðu af þessu tagi er að hlusta á sögur þeirra barna – nú fullorðinna einstaklinga – sem hafa upplifað að verða hollustuneytt af feðrum (og stundum mæðrum) sínum og bandamönnum þeirra innan kerfisins. Þar má nefna fagfólk eins og lögmenn, ráðgjafa og jafnvel starfsmenn opinberra stofnana sem hafa tekið þátt í að þóknast valdinu og endurtaka gaslýsingu og áróður gegn mæðrum. Þessar reynslusögur sýna hvernig kerfið getur orðið samsekt í andlegu og kerfisbundnu ofbeldi gagnvart börnum, með þeim afleiðingum að þau missa raunverulegt valfrelsi og tengsl við það foreldri sem verndaði þau. Saga sem endurtekur sig aftur og aftur – líka árið 2025 – er hvernig börn eru notuð sem vopn til að halda konum á “sínum stað” . Þau eru gerð að tæki til að lama mæður, kúga þær, gera þær -örvilnaðar og hræddar um örlög afkvæma sinna. Með þessu eru þau mótuð í samræmi við vilja feðra sem hafa oftast yfirburðastöðu innan valdakerfisins. Börn sækja eðlilega í það hlutverk að bjarga og styðja – og þá oft það foreldri sem virkar út á við hafa yfirburði í félagslegri gaslýsingu í kerfinu. Þannig er traust barnsins nýtt sem áróðursstólpar í baráttu sem ætti aldrei að eiga sér stað á kostnað öryggis þess. Fagleg ábyrgð og siðareglur Samkvæmt 2. gr. siðareglna Lögmannafélags Íslands ber lögmönnum að gæta þess að framkoma þeirra og tjáning í opinberri umræðu skaði ekki traust almennings á réttarkerfinu eða lögmannastéttinni. Þeir skulu sýna sanngirni, hlutleysi og virðingu fyrir mannréttindum. Þegar lögmaður með hæstaréttarréttindi – sem nýtur trausts og aðgangs að æðsta dómsstigi landsins – notar fjölmiðlavettvang til að leggja til harðari viðurlög án þess að setja öryggi barna í forgrunn, vakna alvarlegar spurningar um hlutleysi hans í dómsmáli af þessu tagi. Það er erfitt að sjá hvernig slík opinber afstaða gæti samrýmst kröfum um óvilhallan dómara eða lögmann í málum þar sem konur og börn hafa orðið fyrir ofbeldi. Kerfisbundið vandamál í litlu samfélagi Ísland er lítið samfélag þar sem valdatengsl og persónuleg tengslanet geta haft endanleg áhrif á úrslit mála. Í slíkum aðstæðum er tvöfalt mikilvægara að þeir sem starfa innan réttarkerfisins fylgi lögum, siðareglum og alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum af fyllstu nákvæmni. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem hefur lagagildi á Íslandi, kveður á um að í öllum ákvörðunum sem varða börn skuli það sem barni er fyrir bestu vera í fyrirrúmi . Barnalög nr. 76/2003 staðfesta þetta. Þegar frásögn um „tálmanir“ er sett fram án þess að meta hvort þær hafi verið nauðsynlegar til að vernda barnið, er, brotið gegn þessum grundvallarviðmiðum. Litið samfélagi eins og Íslandi býðst einstakt tækifæri til að vera í fararbroddi réttlætis og mannréttinda. Smæðin þýðir að breytingar geta átt sér stað hratt og að lögmenn, dómarar og stjórnvöld geta haft bein áhrif á menningu réttarkerfisins. Ef farið væri eftir þeim lögum og siðareglum sem þegar eru til staðar – og ef valdsækni og kerfiseinelti væri fyrirlitið í stað þess að viðgangast – gæti Ísland verið fyrirmyndarland í vernd barna og sanngirni í fjölskyldumálum. Valdaveiki og kerfisofbeldi sem kerfisvandamál „Kerfisofbeldi“ birtist þegar stofnanir og fagfólk nota vald sitt til að þrýsta á eða brjóta niður einstaklinga sem storka ríkjandi frásögn. Í forsjár- og umgengnismálum getur þetta þýtt að móðir sem ver barnið sitt gegn föður með sögu um ofbeldi og kúgun, er stimpluð sem „tálmari“ og sett undir aukinn lagalegan þrýsting. Þegar áhrifamiklir lögmenn endurtaka þessa frásögn í fjölmiðlum án gagnrýnnar greiningar, styrkja þeir kerfiseineltið og senda skýr skilaboð um að valdakerfið stendur með þeim sem beita ofbeldi – ekki þeim sem vernda börn fyrir ofbeldi Hvað þarf að gerast? Dómsmálaráðuneytið ætti að skoða hvort opinber ummæli hæstaréttarlögmannsins í þessu máli samrýmist siðareglum og ábyrgðarstöðu hans. Lögmannafélag Íslands ætti að kanna hvort þessi ummæli dragi úr trausti til stéttarinnar. Almenningur þarf að krefjast þess að lagaleg umræða um umgengnisrétt taki mið af heildarmynd – þar á meðal ástæðum takmarkana – áður en kallað er eftir harðari refsingum. Réttlæti felst ekki í því að verja kerfið fyrir gagnrýni, heldur í því að tryggja að hvert barn fái að alast upp í öruggu, kærleiksríku og virðingarríku umhverfi. Ef Ísland ætlar að vera fyrirmynd í réttlæti, þá þarf það að hefjast á því að þeir sem hafa mestu völdin innan réttarkerfisins beiti þeim af sanngirni, hlutleysi og mannúð – ekki með því að kynda undir hatri og mismunun. https://www.lmfi.is/um-lmfi/log-og-reglur-um-logmenn/sidareglur-logmanna https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Lögmennska Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í skoðanagrein á Vísi 11. ágúst leggur hæstaréttarlögmaður Einar Hugi Bjarnason til harðari refsingu fyrir svokallaðar „umgengnistálmanir“. Hann málar einhliða mynd af því að forsjárforeldri – í langflestum tilvikum móðirin – misnoti vald sitt til að hindra að hitt foreldrið umgangist barnið. Greinin gefur lítið sem ekkert rými fyrir þá staðreynd að í fjölda tilfella byggjast takmarkanir á umgengni á því að verja barn og móður þess gegn ofbeldi, vanrækslu eða andlegum skaða af hálfu hins foreldrisins. Þetta er orðræða sem hefur lengi verið notuð til að veikja stöðu þeirra sem standa í fremstu víglínu til að vernda börnin sín – oftast mæðra. Með því að fjarlægja af vettvangi umfjöllunar mikilvægustu spurninguna – hvers vegna ákveður foreldri að skilja við hitt og takmarka umgengni? – stuðlar höfundur að pólitískri og lagalegri frásögn sem útilokar helming sögunnar. Eitt af því sem vantar sárlega í umræðu af þessu tagi er að hlusta á sögur þeirra barna – nú fullorðinna einstaklinga – sem hafa upplifað að verða hollustuneytt af feðrum (og stundum mæðrum) sínum og bandamönnum þeirra innan kerfisins. Þar má nefna fagfólk eins og lögmenn, ráðgjafa og jafnvel starfsmenn opinberra stofnana sem hafa tekið þátt í að þóknast valdinu og endurtaka gaslýsingu og áróður gegn mæðrum. Þessar reynslusögur sýna hvernig kerfið getur orðið samsekt í andlegu og kerfisbundnu ofbeldi gagnvart börnum, með þeim afleiðingum að þau missa raunverulegt valfrelsi og tengsl við það foreldri sem verndaði þau. Saga sem endurtekur sig aftur og aftur – líka árið 2025 – er hvernig börn eru notuð sem vopn til að halda konum á “sínum stað” . Þau eru gerð að tæki til að lama mæður, kúga þær, gera þær -örvilnaðar og hræddar um örlög afkvæma sinna. Með þessu eru þau mótuð í samræmi við vilja feðra sem hafa oftast yfirburðastöðu innan valdakerfisins. Börn sækja eðlilega í það hlutverk að bjarga og styðja – og þá oft það foreldri sem virkar út á við hafa yfirburði í félagslegri gaslýsingu í kerfinu. Þannig er traust barnsins nýtt sem áróðursstólpar í baráttu sem ætti aldrei að eiga sér stað á kostnað öryggis þess. Fagleg ábyrgð og siðareglur Samkvæmt 2. gr. siðareglna Lögmannafélags Íslands ber lögmönnum að gæta þess að framkoma þeirra og tjáning í opinberri umræðu skaði ekki traust almennings á réttarkerfinu eða lögmannastéttinni. Þeir skulu sýna sanngirni, hlutleysi og virðingu fyrir mannréttindum. Þegar lögmaður með hæstaréttarréttindi – sem nýtur trausts og aðgangs að æðsta dómsstigi landsins – notar fjölmiðlavettvang til að leggja til harðari viðurlög án þess að setja öryggi barna í forgrunn, vakna alvarlegar spurningar um hlutleysi hans í dómsmáli af þessu tagi. Það er erfitt að sjá hvernig slík opinber afstaða gæti samrýmst kröfum um óvilhallan dómara eða lögmann í málum þar sem konur og börn hafa orðið fyrir ofbeldi. Kerfisbundið vandamál í litlu samfélagi Ísland er lítið samfélag þar sem valdatengsl og persónuleg tengslanet geta haft endanleg áhrif á úrslit mála. Í slíkum aðstæðum er tvöfalt mikilvægara að þeir sem starfa innan réttarkerfisins fylgi lögum, siðareglum og alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum af fyllstu nákvæmni. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem hefur lagagildi á Íslandi, kveður á um að í öllum ákvörðunum sem varða börn skuli það sem barni er fyrir bestu vera í fyrirrúmi . Barnalög nr. 76/2003 staðfesta þetta. Þegar frásögn um „tálmanir“ er sett fram án þess að meta hvort þær hafi verið nauðsynlegar til að vernda barnið, er, brotið gegn þessum grundvallarviðmiðum. Litið samfélagi eins og Íslandi býðst einstakt tækifæri til að vera í fararbroddi réttlætis og mannréttinda. Smæðin þýðir að breytingar geta átt sér stað hratt og að lögmenn, dómarar og stjórnvöld geta haft bein áhrif á menningu réttarkerfisins. Ef farið væri eftir þeim lögum og siðareglum sem þegar eru til staðar – og ef valdsækni og kerfiseinelti væri fyrirlitið í stað þess að viðgangast – gæti Ísland verið fyrirmyndarland í vernd barna og sanngirni í fjölskyldumálum. Valdaveiki og kerfisofbeldi sem kerfisvandamál „Kerfisofbeldi“ birtist þegar stofnanir og fagfólk nota vald sitt til að þrýsta á eða brjóta niður einstaklinga sem storka ríkjandi frásögn. Í forsjár- og umgengnismálum getur þetta þýtt að móðir sem ver barnið sitt gegn föður með sögu um ofbeldi og kúgun, er stimpluð sem „tálmari“ og sett undir aukinn lagalegan þrýsting. Þegar áhrifamiklir lögmenn endurtaka þessa frásögn í fjölmiðlum án gagnrýnnar greiningar, styrkja þeir kerfiseineltið og senda skýr skilaboð um að valdakerfið stendur með þeim sem beita ofbeldi – ekki þeim sem vernda börn fyrir ofbeldi Hvað þarf að gerast? Dómsmálaráðuneytið ætti að skoða hvort opinber ummæli hæstaréttarlögmannsins í þessu máli samrýmist siðareglum og ábyrgðarstöðu hans. Lögmannafélag Íslands ætti að kanna hvort þessi ummæli dragi úr trausti til stéttarinnar. Almenningur þarf að krefjast þess að lagaleg umræða um umgengnisrétt taki mið af heildarmynd – þar á meðal ástæðum takmarkana – áður en kallað er eftir harðari refsingum. Réttlæti felst ekki í því að verja kerfið fyrir gagnrýni, heldur í því að tryggja að hvert barn fái að alast upp í öruggu, kærleiksríku og virðingarríku umhverfi. Ef Ísland ætlar að vera fyrirmynd í réttlæti, þá þarf það að hefjast á því að þeir sem hafa mestu völdin innan réttarkerfisins beiti þeim af sanngirni, hlutleysi og mannúð – ekki með því að kynda undir hatri og mismunun. https://www.lmfi.is/um-lmfi/log-og-reglur-um-logmenn/sidareglur-logmanna https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar