Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2025 07:01 Ari Gísli Bragason og DJ Margeir, sameinaðir og sáttir í listinni. Gjáin milli mismunandi menningarheima verður brúuð með óhefðbundnum listgjörningi ljóðskálds og plötusnúðar við Klapparstíg á Menningarnótt. Söguleg sátt hefur náðst og óvæntur viðburður opnar MOMENT, Menningarnæturtónleika DJ Margeirs og Icelandair í ár. Í fyrra var loftið þungt í aðdraganda Menningarnætur. Ari Gísli Bragason, eigandi Bókarinnar og ljóðskáld að upplagi, gagnrýndi hátíðarhöldin, þar sem ekki hefði verið tekið nægilegt tillit til verslunarinnar við uppsetningu viðburðarins. Tónleikarnir hafa verið árlegur viðburður Menningarnætur í mörg þar sem tónlistin hefur hljómað og dansinn dunað, með tilheyrandi stemmningu og látum. Óhætt er að segja að menningarelítan hafi tekið undir með Ara Gísla og samfélagsmiðlar logað, þar sem hneykslast var á meintum yfirgangi DJ Margeirs. Plötusnúðurinn svaraði með innilegri afsökunarbeiðni, þar sem hann tók undir sjónarmið Ara Gísla og lofaði að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Nú, ári síðar, er sviðsmyndin önnur. Traust sáttahönd hefur verið rétt fram og Ari Gísli tekur henni fagnandi. „Ég er nýr maður í dag, er byrjaður að reykja og búinn að missa 30 kíló,“ segir hann hlæjandi. „Ég hlakka mikið til og er er viss um að þetta gefi mér kraft til að sinna listagyðjunni betur á nýjan leik, eftir að hafa verið fangi hversdagslífsins um tíma.“ DJ Margeir fagnar því að Ari Gísli ætli sér að sinna listagyðjunni af meiri krafti en áður og hvetur hann aðra til þess að gera slíkt hið sama ásamt því að leggja leið sína í fornbókaverslunina til að styðja við rekstur hennar. „Máttur bókarinnar er mikill. Hún getur kveikt ljós þar sem áður var myrkur og látið ólíkar raddir finna sameiginlegan hljóm. Að sama skapi getur tónlistin, þó frumstæð sé, snert sálina á hátt sem orð ná aldrei til,“ segir Margeir. Gjörningurinn sjálfur Á sviðinu í upphafi viðburðarins í ár mun Ari Gísli lesa úr ljóðabókum sínum „Orð þagnarinnar“, „Í stjörnumyrkvi“ og „Hvítur himinn úr glugga“, með taktföstu undirspili frá DJ Margeiri. Og hver veit nema brot úr „New York“ fái einnig að hljóma, en síðastnefnda ljóðabókin er í uppáhaldi hjá mörgum enda hefur hún verið ófaánleg um lengri tíma. „Þegar bókmenntir og bassi mætast af virðingu, þá dansar menningin í takt,“ segir DJ Margeir um þennan óvænta sáttargjörning. Þrátt fyrir smá sviðsskrekk er Ari bjartsýnn. „Við æfum þetta saman, tökum rennsli. Ég held að ég verði bara spenntur þegar þar að kemur.“ Frítt er inn á viðburðinn í boði Icelandair. Um leið og ljóðalestri lýkur hefst Yoga Moves tími undir handleiðslu Tómasar Odds Eiríkssonar, sem hefur verið fastur liður viðburðarins frá upphafi. Metnaðarfullt eftirpartí Í ár verður einnig haldið sérstakt eftirpartí í Austurbæjarbíói þar sem guðfaðir house tónlistarinnar, Lil’ Louis kemur fram ásamt DJ Margeiri og fleiri góðum gestum. Lil’ Louis, sem kemur frá Chicago borg í Bandaríkjunum, er hvað þekktastur fyrir að hafa náð öðru sæti breska vinsældarlistans með laginu French Kiss, þrátt fyrir að lagið hafi verið sett á bannlista breska ríkisútvarpsins BBC. Forsalan í eftirpartíið er hafin þar sem menningin mun blómstra eitthvað fram eftir morgni. Salan gengur glimrandi vel að sögn tónleikahaldara. Menningarnótt Reykjavík Tónlist Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Í fyrra var loftið þungt í aðdraganda Menningarnætur. Ari Gísli Bragason, eigandi Bókarinnar og ljóðskáld að upplagi, gagnrýndi hátíðarhöldin, þar sem ekki hefði verið tekið nægilegt tillit til verslunarinnar við uppsetningu viðburðarins. Tónleikarnir hafa verið árlegur viðburður Menningarnætur í mörg þar sem tónlistin hefur hljómað og dansinn dunað, með tilheyrandi stemmningu og látum. Óhætt er að segja að menningarelítan hafi tekið undir með Ara Gísla og samfélagsmiðlar logað, þar sem hneykslast var á meintum yfirgangi DJ Margeirs. Plötusnúðurinn svaraði með innilegri afsökunarbeiðni, þar sem hann tók undir sjónarmið Ara Gísla og lofaði að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Nú, ári síðar, er sviðsmyndin önnur. Traust sáttahönd hefur verið rétt fram og Ari Gísli tekur henni fagnandi. „Ég er nýr maður í dag, er byrjaður að reykja og búinn að missa 30 kíló,“ segir hann hlæjandi. „Ég hlakka mikið til og er er viss um að þetta gefi mér kraft til að sinna listagyðjunni betur á nýjan leik, eftir að hafa verið fangi hversdagslífsins um tíma.“ DJ Margeir fagnar því að Ari Gísli ætli sér að sinna listagyðjunni af meiri krafti en áður og hvetur hann aðra til þess að gera slíkt hið sama ásamt því að leggja leið sína í fornbókaverslunina til að styðja við rekstur hennar. „Máttur bókarinnar er mikill. Hún getur kveikt ljós þar sem áður var myrkur og látið ólíkar raddir finna sameiginlegan hljóm. Að sama skapi getur tónlistin, þó frumstæð sé, snert sálina á hátt sem orð ná aldrei til,“ segir Margeir. Gjörningurinn sjálfur Á sviðinu í upphafi viðburðarins í ár mun Ari Gísli lesa úr ljóðabókum sínum „Orð þagnarinnar“, „Í stjörnumyrkvi“ og „Hvítur himinn úr glugga“, með taktföstu undirspili frá DJ Margeiri. Og hver veit nema brot úr „New York“ fái einnig að hljóma, en síðastnefnda ljóðabókin er í uppáhaldi hjá mörgum enda hefur hún verið ófaánleg um lengri tíma. „Þegar bókmenntir og bassi mætast af virðingu, þá dansar menningin í takt,“ segir DJ Margeir um þennan óvænta sáttargjörning. Þrátt fyrir smá sviðsskrekk er Ari bjartsýnn. „Við æfum þetta saman, tökum rennsli. Ég held að ég verði bara spenntur þegar þar að kemur.“ Frítt er inn á viðburðinn í boði Icelandair. Um leið og ljóðalestri lýkur hefst Yoga Moves tími undir handleiðslu Tómasar Odds Eiríkssonar, sem hefur verið fastur liður viðburðarins frá upphafi. Metnaðarfullt eftirpartí Í ár verður einnig haldið sérstakt eftirpartí í Austurbæjarbíói þar sem guðfaðir house tónlistarinnar, Lil’ Louis kemur fram ásamt DJ Margeiri og fleiri góðum gestum. Lil’ Louis, sem kemur frá Chicago borg í Bandaríkjunum, er hvað þekktastur fyrir að hafa náð öðru sæti breska vinsældarlistans með laginu French Kiss, þrátt fyrir að lagið hafi verið sett á bannlista breska ríkisútvarpsins BBC. Forsalan í eftirpartíið er hafin þar sem menningin mun blómstra eitthvað fram eftir morgni. Salan gengur glimrandi vel að sögn tónleikahaldara.
Menningarnótt Reykjavík Tónlist Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira