„Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 20:00 Trektarbók verður til sýnis í Eddu næstu þrjá mánuði. Vísir/Sigurjón Ómetanlegur fjársjóður norrænna miðaldabókmennta er nú til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn. Gripurinn, sem rekur uppruna til Íslands, hefur verið varveittur á meginlandi Evrópu í nokkrar aldir en almenningi gefst nú kostur á að berja gripinn augum. Um er að ræða svokallaða Trektarbók Snorra Eddu. Hún hefur verið í Hollandi í tæp fjögur hundruð ár og er núna í heimsókn á Íslandi. „Trektarbók er eitt af fjórum meginhandritum Eddu Snorra Sturlusonar og er mjög mikilvægt til þess að varðveita textann og sýna okkur hann þegar hann var í sem upphaflegastri gerð þegar Edda var skrifuð á þrettándu öld. Trektarbók er nefnilega afrit af handriti sem hefur verið mjög gamalt, sennilega frá miðri þrettándu öld, og sýnir Eddu í mjög svipuðu formi og hún hefur litið út hjá Snorra Sturlusyni sjálfum þegar hann var að störfum,“ segir Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar. Áhugi fyrir íslensku handritunum í Evrópu Haukur segir handritið til marks um þann mikla áhuga á norrænum fræðum sem hafi verið kominn til í Evrópu á sautjándu öld, og þeim fjársjóði sem íslensk handrit varðveiti um miðaldir og um fjarlægri fortíð. Árið 1626 hafi bókin verið komin til Kaupmannahafnar þar sem fræðimenn í Danmörku, og í Hollandi, hafi sýnt henni áhuga. „Það sem við vitum síðan er að 1643 er hún komin til Hollands, til Utrecht þar sem hún hefur verið síðan og hefur verið lyftistöng fyrir norræn fræði í Hollandi og þar hafa birst athyglisverðar rannsóknir á Trektarbók og á Snorra-Eddu,“ útskýrir Haukur. Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, flutti vel sóttan fyrirlestur um Trektarbók í Eddu í dag í tilefni af handritaskiptunum.Vísir/Sigurjón Handritið kom til landsins um helgina og er nú til sýnis í Eddu, húsi íslenskunnar, á sýningunni Heimur í orðum. „Við erum svo lánsöm hérna á Árnastofnun að eiga í góðu samstarfi við erlend söfn. Og nú þegar við höfum svona góða aðstöðu til sýningahalds þá höfum við getað fengið handritin heim, í heimsókn, til þess að sýna hér á sýningunni okkar. Og nú er Trektarbók komin til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn,“ segir Haukur. Hann hvetur alla áhugasama til að heimsækja Eddu og sjá handritið með eigin augum, en þar verður Trektarbók til sýnis í þrjá mánuði. Hver er þessi Trekt? Haukur segir handritið merkilegt fyrir margar sakir, en ólíkt öðrum meginhandritum Snorra-Eddu er Trektarbók ekki skráð á skinn. „Trektarbók er skráð á pappír og er þannig kannski ekki við fyrstu sýn eitthvað sem maður gæti haldið að væri ómetanlegur fjársjóður miðaldabókmennta. En textinn sjálfur er svo forn og svo merkilegur að það er hún,“ segir Haukur. En hvaðan er nafnið Trektarbók tilkomið? Ólíkt því sem kannski mætti ætla þá hefur nafngiftin ekkert með áhaldið trekt að gera. „Þetta er Utrecht. Það er sú trekt, Utrecht í Hollandi, sem handritið ber nafn sitt af. Og efnið er sem sagt Edda Snorra Sturlusonar, Gylfaginning, Skáldskaparmál, Háttatal. Þetta er sem sagt það skipulag Snorra Eddu sem er talið upphaflegast,“ útskýrir Haukur. Bókmenntir Menning Háskólar Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk tunga Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Um er að ræða svokallaða Trektarbók Snorra Eddu. Hún hefur verið í Hollandi í tæp fjögur hundruð ár og er núna í heimsókn á Íslandi. „Trektarbók er eitt af fjórum meginhandritum Eddu Snorra Sturlusonar og er mjög mikilvægt til þess að varðveita textann og sýna okkur hann þegar hann var í sem upphaflegastri gerð þegar Edda var skrifuð á þrettándu öld. Trektarbók er nefnilega afrit af handriti sem hefur verið mjög gamalt, sennilega frá miðri þrettándu öld, og sýnir Eddu í mjög svipuðu formi og hún hefur litið út hjá Snorra Sturlusyni sjálfum þegar hann var að störfum,“ segir Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar. Áhugi fyrir íslensku handritunum í Evrópu Haukur segir handritið til marks um þann mikla áhuga á norrænum fræðum sem hafi verið kominn til í Evrópu á sautjándu öld, og þeim fjársjóði sem íslensk handrit varðveiti um miðaldir og um fjarlægri fortíð. Árið 1626 hafi bókin verið komin til Kaupmannahafnar þar sem fræðimenn í Danmörku, og í Hollandi, hafi sýnt henni áhuga. „Það sem við vitum síðan er að 1643 er hún komin til Hollands, til Utrecht þar sem hún hefur verið síðan og hefur verið lyftistöng fyrir norræn fræði í Hollandi og þar hafa birst athyglisverðar rannsóknir á Trektarbók og á Snorra-Eddu,“ útskýrir Haukur. Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, flutti vel sóttan fyrirlestur um Trektarbók í Eddu í dag í tilefni af handritaskiptunum.Vísir/Sigurjón Handritið kom til landsins um helgina og er nú til sýnis í Eddu, húsi íslenskunnar, á sýningunni Heimur í orðum. „Við erum svo lánsöm hérna á Árnastofnun að eiga í góðu samstarfi við erlend söfn. Og nú þegar við höfum svona góða aðstöðu til sýningahalds þá höfum við getað fengið handritin heim, í heimsókn, til þess að sýna hér á sýningunni okkar. Og nú er Trektarbók komin til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn,“ segir Haukur. Hann hvetur alla áhugasama til að heimsækja Eddu og sjá handritið með eigin augum, en þar verður Trektarbók til sýnis í þrjá mánuði. Hver er þessi Trekt? Haukur segir handritið merkilegt fyrir margar sakir, en ólíkt öðrum meginhandritum Snorra-Eddu er Trektarbók ekki skráð á skinn. „Trektarbók er skráð á pappír og er þannig kannski ekki við fyrstu sýn eitthvað sem maður gæti haldið að væri ómetanlegur fjársjóður miðaldabókmennta. En textinn sjálfur er svo forn og svo merkilegur að það er hún,“ segir Haukur. En hvaðan er nafnið Trektarbók tilkomið? Ólíkt því sem kannski mætti ætla þá hefur nafngiftin ekkert með áhaldið trekt að gera. „Þetta er Utrecht. Það er sú trekt, Utrecht í Hollandi, sem handritið ber nafn sitt af. Og efnið er sem sagt Edda Snorra Sturlusonar, Gylfaginning, Skáldskaparmál, Háttatal. Þetta er sem sagt það skipulag Snorra Eddu sem er talið upphaflegast,“ útskýrir Haukur.
Bókmenntir Menning Háskólar Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk tunga Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira