Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2025 16:36 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fundi með Sergei Shoigu, fyrrverandi varnarmálaráðherra og núverandi forseti öryggisráðs Rússlands, í Pyongyang í sumar. EPA/KCNA Þúsundir Norður-Kóreumanna hafa verið sendir til Rússlands, þar sem þeir segja komið fram við þá eins og þræla. Þar eru þeir látnir vinna við húsasmíðar og í verksmiðjum, svo eitthvað sé nefnt, og eru þeir látnir vinna gífurlega langa daga og nánast án frídaga. Þó nokkrir þeirra hafa flúið frá Rússlandi vegna aðstæðna þar. Blaðamenn BBC ræddu við sex þeirra sem hafa flúið, auk þess sem rætt var við starfsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu, rannsakendur of fólk sem hefur aðstoðað mennina. Mennirnir lýstu hræðilegum aðstæðum og segja embættismenn frá Norður-Kóreu vera að herða ólarnar á farandverkamönnum eins og þeim, til að koma í veg fyrir að þeir geti flúið. Umheiminum lýst sem óvini Einn mannanna sem ræddi við BBC sagði að þegar hann hafi upprunalega stigið út úr flugvélinni í austurhluta Rússlands hafi norðurkóreskur embættismaður tekið hann til hliðar, tilkynnt honum að umheimurinn væri óvinur fólks frá Norður-Kóreu og farið með hann til vinnu við byggingu fjölbýlishúss. Þar var hann látinn vinna rúmlega átján tíma á dag en allir mennirnir sex sem rætt var við lýstu sambærilegum aðstæðum og sambærilega löngum vinnudögum. Þeir hafi verið látnir vinna við byggingarstörf í einhverjum tilfellum frá sex á morgnanna til tvö að nóttu til og einungis fengið tvo frídaga á ári. Þeir fengu einnig ekki að fara af framkvæmdasvæðinu og þurftu að sofa þar í skítugum og þröngum gámum, eða á gólfinu í húsunum sem þeir voru að reisa. Einn mannanna sagðist hafa fallið fjóra metra og slasað sig mikið á andliti. Hann fékk ekki að fara á sjúkrahús eftir slysið. Allt að fimmtíu þúsund væntanlegir Eins og fram kemur í grein BBC unnu tugir þúsundir farandverkamanna frá Norður-Kóreu í Rússlandi á árum áður. Þar öfluðu þeir verðmætra gjaldeyristekna fyrir ríkisstjórn Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Spornað var gegn því árið 2018, þegar Sameinuðu þjóðirnar bönnuðu ríkjum að ráða farandverkamenn frá Norður-Kóreu með því markmiði að draga úr aðgengi Kims að peningum sem hann gæti notað til þróun kjarnorkuvopna. Starfsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu segja að rúmlega tíu þúsund verkamenn hafi verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands í fyrra og þeir séu enn fleiri á þessu ári. Búist sé við því að í heildina muni fjöldinn á endanum fara yfir fimmtíu þúsund. Sergei Shoigu, fyrrverandi varnarmálaráðherra og núverandi forseti öryggisráðs Rússlands, sagði í sumar að Norður-Kóreumenn myndu líklega koma að enduruppbyggingu í Kúrskhéraði og embættismenn í Suður-Kóreu segja líklegt að á endanum verði þeir einnig sendir til hernuminna svæða í Úkraínu. Prófessor frá Suður-Kóreu, sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu og Rússlands, segir verkamenn frá Norður-Kóreu vera fullkomna lausn við skort Rússa á fólki. Þeir séu ódýrir, vinni af miklum krafti og valdi litlum vandamálum. Laununum haldið í Norður-Kóreu Margir vilja komast frá Norður-Kóreu til að vinna í öðrum ríkjum, þar sem þeir geta aflað mun meiri peninga en heima. BBC segir þá vonast til að geta keypt betra heimili fyrir fjölskyldur þeirra eða farið í rekstur sjálfir með tekjunum. Margir sækja um að komast úr landi en fáir eru valdir og þeim er gert að skilja fjölskyldur sínar eftir. Þá fer bróðurpartur teknanna sem þeir afla beint í buddu Kims en restinn er sett til hliðar og mennirnir fá peningana ekki fyrr en þeir koma aftur heim. Er það til að sporna gegn því að þeir flýi. Mennirnir sögðu það hafa reynst erfitt þegar þeir komust að því að farandverkamenn frá Mið-Asíu fengu í einhverjum tilfellum fimm sinnum hærri laun en þeir fyrir mun styttri vinnudag. Þá kölluðu aðrir verkamenn þá oft þræla og sögðu þá ekki raunverulega manneskjur, heldur vélar sem gætu talað. Fólk sem reynt hefur að aðstoða mennina við að flýja segir embættismenn frá Norður-Kóreu og Rússlandi hafa dregið enn frekar úr því takmarkaða frelsi sem mennirnir fá í Rússlandi. Norður-Kórea Rússland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Þó nokkrir þeirra hafa flúið frá Rússlandi vegna aðstæðna þar. Blaðamenn BBC ræddu við sex þeirra sem hafa flúið, auk þess sem rætt var við starfsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu, rannsakendur of fólk sem hefur aðstoðað mennina. Mennirnir lýstu hræðilegum aðstæðum og segja embættismenn frá Norður-Kóreu vera að herða ólarnar á farandverkamönnum eins og þeim, til að koma í veg fyrir að þeir geti flúið. Umheiminum lýst sem óvini Einn mannanna sem ræddi við BBC sagði að þegar hann hafi upprunalega stigið út úr flugvélinni í austurhluta Rússlands hafi norðurkóreskur embættismaður tekið hann til hliðar, tilkynnt honum að umheimurinn væri óvinur fólks frá Norður-Kóreu og farið með hann til vinnu við byggingu fjölbýlishúss. Þar var hann látinn vinna rúmlega átján tíma á dag en allir mennirnir sex sem rætt var við lýstu sambærilegum aðstæðum og sambærilega löngum vinnudögum. Þeir hafi verið látnir vinna við byggingarstörf í einhverjum tilfellum frá sex á morgnanna til tvö að nóttu til og einungis fengið tvo frídaga á ári. Þeir fengu einnig ekki að fara af framkvæmdasvæðinu og þurftu að sofa þar í skítugum og þröngum gámum, eða á gólfinu í húsunum sem þeir voru að reisa. Einn mannanna sagðist hafa fallið fjóra metra og slasað sig mikið á andliti. Hann fékk ekki að fara á sjúkrahús eftir slysið. Allt að fimmtíu þúsund væntanlegir Eins og fram kemur í grein BBC unnu tugir þúsundir farandverkamanna frá Norður-Kóreu í Rússlandi á árum áður. Þar öfluðu þeir verðmætra gjaldeyristekna fyrir ríkisstjórn Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Spornað var gegn því árið 2018, þegar Sameinuðu þjóðirnar bönnuðu ríkjum að ráða farandverkamenn frá Norður-Kóreu með því markmiði að draga úr aðgengi Kims að peningum sem hann gæti notað til þróun kjarnorkuvopna. Starfsmenn leyniþjónustu Suður-Kóreu segja að rúmlega tíu þúsund verkamenn hafi verið sendir frá Norður-Kóreu til Rússlands í fyrra og þeir séu enn fleiri á þessu ári. Búist sé við því að í heildina muni fjöldinn á endanum fara yfir fimmtíu þúsund. Sergei Shoigu, fyrrverandi varnarmálaráðherra og núverandi forseti öryggisráðs Rússlands, sagði í sumar að Norður-Kóreumenn myndu líklega koma að enduruppbyggingu í Kúrskhéraði og embættismenn í Suður-Kóreu segja líklegt að á endanum verði þeir einnig sendir til hernuminna svæða í Úkraínu. Prófessor frá Suður-Kóreu, sem sérhæfir sig í málefnum Norður-Kóreu og Rússlands, segir verkamenn frá Norður-Kóreu vera fullkomna lausn við skort Rússa á fólki. Þeir séu ódýrir, vinni af miklum krafti og valdi litlum vandamálum. Laununum haldið í Norður-Kóreu Margir vilja komast frá Norður-Kóreu til að vinna í öðrum ríkjum, þar sem þeir geta aflað mun meiri peninga en heima. BBC segir þá vonast til að geta keypt betra heimili fyrir fjölskyldur þeirra eða farið í rekstur sjálfir með tekjunum. Margir sækja um að komast úr landi en fáir eru valdir og þeim er gert að skilja fjölskyldur sínar eftir. Þá fer bróðurpartur teknanna sem þeir afla beint í buddu Kims en restinn er sett til hliðar og mennirnir fá peningana ekki fyrr en þeir koma aftur heim. Er það til að sporna gegn því að þeir flýi. Mennirnir sögðu það hafa reynst erfitt þegar þeir komust að því að farandverkamenn frá Mið-Asíu fengu í einhverjum tilfellum fimm sinnum hærri laun en þeir fyrir mun styttri vinnudag. Þá kölluðu aðrir verkamenn þá oft þræla og sögðu þá ekki raunverulega manneskjur, heldur vélar sem gætu talað. Fólk sem reynt hefur að aðstoða mennina við að flýja segir embættismenn frá Norður-Kóreu og Rússlandi hafa dregið enn frekar úr því takmarkaða frelsi sem mennirnir fá í Rússlandi.
Norður-Kórea Rússland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira