Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. ágúst 2025 21:01 Linda Björk Gunnlaugsdóttir er framkvæmdastjóri sölu og flutninga hjá Arnarlaxi. Vísir/Stefán Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. Fimmtán prósenta tollur á íslenskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna tóku gildi á fimmtudag. Í vor var tilkynnt að tollar á íslenskar vörur yrðu tíu prósent. Samkeppni við lönd í betri stöðu Framkvæmdastjóri hjá Arnarlaxi segir að strax og tíu prósenta tollar hafi verið boðaðir, hafa salan til Bandaríkjanna dregist saman. „Hún jókst aðeins til Kanada. Kanada er ekki með neina tolla. Við tökum það í transit í gegnum Bandaríkin með skipunum hjá Eimskip. Það hefur veitt okkur samkeppnisforskot að geta sent með skipi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Arnarlaxi. Fimmtán prósent tollar veiki samkeppnisstöðuna við önnur lönd. „Núna er Kanada ennþá með núll [prósent tolla]. Síle er með tíu prósent, Færeyjar eru með tíu prósent, við erum auðvitað í mikilli samkeppni við Færeyjar. Noregur er með fimmtán prósent. Verðmæti sem fáist ekki hvar sem er Yfirleitt fáist betra verð fyrir laxinn í Bandaríkjunum heldur en í Evrópu. Með innflutningstollunum muni verðið til neytenda þar hins vegar hækka, og eftirspurnin dragast saman. „Þetta eru þrjú til fimm þúsund tonn sem við höfum verið að selja, eftir því hvað við höfum verið að slátra mikið. Stærsta árið er fimm þúsund tonn. Fimm þúsund tonn af laxi á góðum verðmætum, maður hirðir þann markað ekki upp hvar sem er.“ Mikil óvissa ríki um framhaldið, þar sem hringlað hafi verið með tímasetningar og hlutfall tolla fram að þessu. „En við bindum vonir við að þessum málum verði fast tekið af yfirvöldum. Við erum til skrafs reiðubúin ef þau þurfa einhvern stuðning frá okkur.“ Ráðherrar leita leiða Utanríkisráðherra segir stjórnvöld í miklum samskiptum við íslenskt atvinnulíf vegna málsins. „Og einfaldlega erum að skoða hvað hægt er að setja í púkkið til þess að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Fjármálaráðherra segir tollasetningu Bandaríkjanna á íslenskan innflutning þar í landi sannarlega áhyggjuefni. „Utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hafa staðið sig mjög vel í að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld, og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórnvöld telji að enn sé mögulegt að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld. „Sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir Daði Már. Skattar og tollar Fiskeldi Efnahagsmál Bandaríkin Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Fimmtán prósenta tollur á íslenskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna tóku gildi á fimmtudag. Í vor var tilkynnt að tollar á íslenskar vörur yrðu tíu prósent. Samkeppni við lönd í betri stöðu Framkvæmdastjóri hjá Arnarlaxi segir að strax og tíu prósenta tollar hafi verið boðaðir, hafa salan til Bandaríkjanna dregist saman. „Hún jókst aðeins til Kanada. Kanada er ekki með neina tolla. Við tökum það í transit í gegnum Bandaríkin með skipunum hjá Eimskip. Það hefur veitt okkur samkeppnisforskot að geta sent með skipi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Arnarlaxi. Fimmtán prósent tollar veiki samkeppnisstöðuna við önnur lönd. „Núna er Kanada ennþá með núll [prósent tolla]. Síle er með tíu prósent, Færeyjar eru með tíu prósent, við erum auðvitað í mikilli samkeppni við Færeyjar. Noregur er með fimmtán prósent. Verðmæti sem fáist ekki hvar sem er Yfirleitt fáist betra verð fyrir laxinn í Bandaríkjunum heldur en í Evrópu. Með innflutningstollunum muni verðið til neytenda þar hins vegar hækka, og eftirspurnin dragast saman. „Þetta eru þrjú til fimm þúsund tonn sem við höfum verið að selja, eftir því hvað við höfum verið að slátra mikið. Stærsta árið er fimm þúsund tonn. Fimm þúsund tonn af laxi á góðum verðmætum, maður hirðir þann markað ekki upp hvar sem er.“ Mikil óvissa ríki um framhaldið, þar sem hringlað hafi verið með tímasetningar og hlutfall tolla fram að þessu. „En við bindum vonir við að þessum málum verði fast tekið af yfirvöldum. Við erum til skrafs reiðubúin ef þau þurfa einhvern stuðning frá okkur.“ Ráðherrar leita leiða Utanríkisráðherra segir stjórnvöld í miklum samskiptum við íslenskt atvinnulíf vegna málsins. „Og einfaldlega erum að skoða hvað hægt er að setja í púkkið til þess að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Fjármálaráðherra segir tollasetningu Bandaríkjanna á íslenskan innflutning þar í landi sannarlega áhyggjuefni. „Utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hafa staðið sig mjög vel í að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld, og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórnvöld telji að enn sé mögulegt að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld. „Sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir Daði Már.
Skattar og tollar Fiskeldi Efnahagsmál Bandaríkin Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira