Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir, Sigríður Kristín Helgadóttir og Þorvaldur Víðisson skrifa 13. ágúst 2025 13:30 Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi. Um leið og við nýtum okkur þau mannréttindi með því að tjá okkur, gefum við í raun öðrum færi og heimild til að gera slíkt hið sama. Skoðanirnar geta síðan verið skiptar, ég hef þessa skoðun, þú hefur hina skoðunina. Þetta er eitt af því sem grundvallar lýðræðislegt samfélag, fólk skiptist á skoðunum og allir eiga rödd. Þrátt fyrir hið grundvallandi tjáningarfrelsi skal það frelsi ekki leiða okkur í þær ógöngur að meiða annað fólk eða skemma hluti. Tjáningarfrelsinu eru því takmörk sett. Í Fossvogsprestakalli var regnbogafánanum flaggað í síðustu viku. Kristin kirkja hefur á öllum öldum haft það hlutverk að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist, hinn upprisna, frelsara heimsins. Leiðirnar sem kirkjan fer í þessu verkefni sínu eru óteljandi. Kirkjan sinnir til dæmis gríðarlega öflugu hjálparstarfi, innanlands og erlendis. Svo er það sístætt verkefni þjóna og starfsfólks kirkjunnar að skíra og fræða, hugga og styðja, biðja og blessa. Allt er það unnið á grundvelli þess fagnaðarerindis sem heilög ritning boðar. Að flagga regnbogafánanum við kirkjur landsins er ein af þessum óteljandi leiðum við boðun fagnaðarerindisins sem kirkjan hefur farið og tekur þannig sýnilegan þátt í mannréttindabaráttu. Í fréttum heyrum við um að bakslag hafi orðið í þeirri baráttu. Ekki héldum við að bakslagið myndi birtast í því að regnbogafáninn yrði skorinn niður úr fánastönginni við Grensáskirkju í Reykjavík núna um helgina. Það kom okkur verulega á óvart. Slíkt er vitanlega skemmdarverk, en vissulega einnig tjáning einhvers sem ekki er sammála því að kirkjan flaggi regnbogafánanum. Er það ekki hálfgert örþrifaráð einhvers sem finnst ekki á sig hlustað að viðkomandi sker niður fallegan regnbogafána við kirkjuna í hverfinu sínu? Þarf kirkjan kannski að veita fólki víðari vettvang til að tjá sig, stærri faðm og fleiri eyru til að hlusta? Við prestarnir í Fossvogsprestakalli viljum bjóða þau öll velkomin til okkar, sem vilja tjá sig um mannréttindi og þátttöku kirkjunnar í slíkri réttindabaráttu. Verið þið hjartanlega velkomin til samtals við okkur. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja. Höfundar eru prestar í Fossvogsprestakalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Reykjavík Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi. Um leið og við nýtum okkur þau mannréttindi með því að tjá okkur, gefum við í raun öðrum færi og heimild til að gera slíkt hið sama. Skoðanirnar geta síðan verið skiptar, ég hef þessa skoðun, þú hefur hina skoðunina. Þetta er eitt af því sem grundvallar lýðræðislegt samfélag, fólk skiptist á skoðunum og allir eiga rödd. Þrátt fyrir hið grundvallandi tjáningarfrelsi skal það frelsi ekki leiða okkur í þær ógöngur að meiða annað fólk eða skemma hluti. Tjáningarfrelsinu eru því takmörk sett. Í Fossvogsprestakalli var regnbogafánanum flaggað í síðustu viku. Kristin kirkja hefur á öllum öldum haft það hlutverk að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist, hinn upprisna, frelsara heimsins. Leiðirnar sem kirkjan fer í þessu verkefni sínu eru óteljandi. Kirkjan sinnir til dæmis gríðarlega öflugu hjálparstarfi, innanlands og erlendis. Svo er það sístætt verkefni þjóna og starfsfólks kirkjunnar að skíra og fræða, hugga og styðja, biðja og blessa. Allt er það unnið á grundvelli þess fagnaðarerindis sem heilög ritning boðar. Að flagga regnbogafánanum við kirkjur landsins er ein af þessum óteljandi leiðum við boðun fagnaðarerindisins sem kirkjan hefur farið og tekur þannig sýnilegan þátt í mannréttindabaráttu. Í fréttum heyrum við um að bakslag hafi orðið í þeirri baráttu. Ekki héldum við að bakslagið myndi birtast í því að regnbogafáninn yrði skorinn niður úr fánastönginni við Grensáskirkju í Reykjavík núna um helgina. Það kom okkur verulega á óvart. Slíkt er vitanlega skemmdarverk, en vissulega einnig tjáning einhvers sem ekki er sammála því að kirkjan flaggi regnbogafánanum. Er það ekki hálfgert örþrifaráð einhvers sem finnst ekki á sig hlustað að viðkomandi sker niður fallegan regnbogafána við kirkjuna í hverfinu sínu? Þarf kirkjan kannski að veita fólki víðari vettvang til að tjá sig, stærri faðm og fleiri eyru til að hlusta? Við prestarnir í Fossvogsprestakalli viljum bjóða þau öll velkomin til okkar, sem vilja tjá sig um mannréttindi og þátttöku kirkjunnar í slíkri réttindabaráttu. Verið þið hjartanlega velkomin til samtals við okkur. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja. Höfundar eru prestar í Fossvogsprestakalli.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun