Innlent

Skugga­hliðar þyngdarstjórnunarlyfja og út­skúfun vegna BDSM

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Sjónskerðing, brisbólga og sjálfsvígshugsanir eru meðal sjaldgæfra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við forstjóra Lyfjastofnunar sem brýnir fyrir fólki að tilkynna um aukaverkanir. Nærri tuttugu þúsund Íslendingar eru á lyfjunum.

Við förum einnig í Reynisfjöru og skoðum aðstæður í fjöruni þar sem gripið hefur verið til ýmissa aðgerða eftir banaslysið á dögunum. Landeigandi í vonar að nýtt hlið sem verður lokað við varasamar aðstæður verði til þess að ferðamenn átti sig betur á hættunni sem getur verið til staðar.

Þá sjáum við myndband frá búðarþjófnaði um hábjartan dag og rýnum í nýjar tölur um stórfjölgun þjófnaðarmála. Auk þess hittum við formann BDSM-samtakanna á Íslandi sem segir dæmi um að fólki sé útskúfað af vinum og fjölskyldu eftir að opna sig um hneigðina og ítrekar að sýnileiki sé mikilvægur.

Við verðum einnig í beinni frá fjáröflun mótorhjólafólks fyrir endurhæfingardeild Grensás, hittum upp fyrir stórleik Víkinga gegn Bröndby og í Íslandi í dag hittum Snæfríði Humadóttur sem greindist með beinkrabbamein aðeins fimmtán ára gömul og tekst nú á við lífið með eina hendi og bros á vör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×