Veður

Gular við­varanir í þremur lands­hlutum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Kort Veðurstofunnar.
Kort Veðurstofunnar.

Gular viðvaranir munu taka gildi í þremur landshlutum um helgina. Það er í Breiðafirði, á Vestfjörðum, og á Ströndum og Norðurlandi vestra.

Allar viðvaranirnar munu taka gildi klukkan þrjú um miðjan dag á föstudag, og ljúka ellefu að kvöldi til á laugardag.

Fyrirhuguðu óveðri er lýst með þessum hætti á vef Veðurstofunnar:

„Suðvestan 8-13 m/s, með 13-18 m/s í vindstrengjum á Snæfellsnesi og vindhviður að 30 m/s. Varasamt ökutækjum, sem taka á sig vind.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×