Íslenski boltinn

ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
ÍBV er á leið aftur upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið þaðan árið 2023.
ÍBV er á leið aftur upp í Bestu deildina eftir að hafa fallið þaðan árið 2023. ÍBV

ÍBV tryggði sér sæti í Bestu deild kvenna á næsta ári með 2-0 sigri á útivelli gegn Keflavík í fimmtándu umferð Lengjudeildarinnar. Þrátt fyrir að eiga þrjá leiki eftir getur ÍBV ekki endað neðar en í öðru sætinu.

Allison Grace Lowry hélt áfram að raða inn og skoraði bæði mörk ÍBV í leiknum.

Hún er markahæst í deildinni, nú með átján mörk og hefur skorað sex fleiri mörk en liðsfélaginn og nafnan Allison Patricia Clark.

Með sigrinum tryggði ÍBV sér að minnsta kosti annað sætið og fór langt með að tryggja efsta sætið, sem liðið hefur vermt í nánast allt sumar.

ÍBV á þrjá leiki eftir og er níu stigum á undan HK, sem á leik til góða, fjóra leiki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×