Körfubolti

Kefla­vík fær banda­rískan fram­herja

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Dejah Terrell er nýjasti liðsmaður Keflavíkur í Bónus deild kvenna.
Dejah Terrell er nýjasti liðsmaður Keflavíkur í Bónus deild kvenna.

Keflavík hefur samið við bandarískan framherja að nafni Dejah Terrell, hún kemur til liðsins úr tyrkneska boltanum og mun leika með liðinu í Bónus deild kvenna á næsta tímabili. 

Terell er 25 ára og 185 sentímetra hár framherji. Hún er annar erlendi leikmaðurinn sem Keflavík semur við í sumar, á eftir belgíska leikstjórnandanum Marjorie Carpréaux, og fjórir íslenskir leikmenn hafa framlengt samninga sína.

Keflavík endaði í fjórða sæti deildarinnar á síðasta tímabili og datt út í undanúrslitum gegn Njarðvík, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari árið áður.

„Hún á að baki glæsilegan háskólaferil í NCAA Division II og III, þar sem hún hlaut margvísleg verðlaun meðal annars WBCA All-American og PSAC West leikmaður ársins.

Terrell er leikmaður sem getur bæði skorað og varið körfuna og það verður gaman að sjá hana á parketinu í vetur“ segir í tilkynningu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×