Lífið

Upp­skrift að hinu full­komna vinkonukvöldi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Það jafnast fátt á við notalega kvöldstund að rifja upp gamla tíma með góðum vinkonum.
Það jafnast fátt á við notalega kvöldstund að rifja upp gamla tíma með góðum vinkonum. Getty

Það er fátt sem jafnast á við notalega kvöldstund með góðum vinkonum þar sem hægt er að slaka á, kúpla sig frá hversdagsleikanum og hlaða batteríin. Lífið á Vísi setti saman hugmyndir að ógleymanlegu vinkonukvöldi heima fyrir. 

Kósýgallinn algjört lykilatriði! 

Fatnaðurinn er algjört grunnatriði þegar það kemur að notalegri kvöldstund. Skelltu þér í uppáhalds kósýgallann þinn eða mýkstu náttfötin svo það fari sem best um þig.

Heimadekur

Dekrið við húðina og dragið fram ykkar uppáhalds andlitsmaska og lakkið á ykkur neglurnar á meðan þið spjallið um lífið og tilveruna.

Getty

Bíókvöld og nostalgía

Horfið saman á rómantíska gamanmynd sem þið hafið alltaf elskað, kannski eina sem var uppáhaldi á menntaskólaárunum.

Skellið poppi og nammi í skál og hjúfrið ykkur saman undir teppinu í sófanum.

Hér eru nokkrar klassískar 90' „chick flick“ kvikmyndir:

Notting Hill

The Notebook

How to Lose a Guy in 10 Days

27 Dresses

10 Things I hate About You

The Proposal

Letters to Juliet

Rifjið upp gamla tíma

Takið ykkur tíma til að rifja upp gamlar sögur, hlæja saman og tala um það sem þið mynduð kannski ekki ræða við neinn annan. Þetta er stundin til að styrkja vináttuna og skapa nýjar minningar saman með dass af nostalgíu.

Getty






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.