Lífið

Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ástin er allsráðandi í Stjörnulífinu þessa vikuna.
Ástin er allsráðandi í Stjörnulífinu þessa vikuna.

Ástin var allsráðandi í liðinni viku þar brúðkaup og brúðkaupsafmæli voru á hverju strái. Þar á meðal má nefna brúðkaup athafnamannsins Skúla Mogensen og Grímu Bjargar Thorarensen innanhússhönnuðar sem giftu sig við glæsilega athöfn í Hvammsvík í Hvalfirði á laugardag.

Athöfnin fór fram á yfirbyggðu útisvæði sem var fagurlega skreytt villtum blómum. Strengjasveit lék ljúfa tóna fyrir brúðkaupsgesti og skapaði hátíðlega stemningu. Veislan var síðan haldin í hlöðunni í Hvammsvík þar sem tónlistarmenn á borð við Unnstein Manúel, Matthildi og Daníel Ágúst tóku nokkur lög og héldu uppi fjörinu fram eftir kvöldi. DJ Margeir hélt öllum á tánum á dansgólfinu.

Einhverjir gestir gistu á svæðinu og beið þeirra fallegur gjafapoki inni á herberginu við komuna. Í honum var að finna ýmislegt nytsamlegt og skemmtilegt, ásamt kveðju frá brúðhjónunum: „Elsku vinir, hjartanlega velkomin í brúðkaupshelgina okkar. Mikið erum við þakklát að fá að njóta hennar með ykkur. Hér eru bæði nauðsynjar og ónauðsynjar sem við vonum að komi að góðum notum á meðan dvölinni stendur. Ástarkveðjur, Skúli og Gríma.“

Gríma og Skúli giftu sig í Hvammsvík.

Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.


Pappírsbrúðkaup

Rakel Orradóttir, áhrifavaldur og markþjálfi, og eiginmaður hennar, Rannver Sigurjónsson, kírópraktor, fögnuðu eins árs brúðkaupsafmæli sínu um helgina.

Hjónin Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markaðssérfræðingur hjá Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum, fögnuðu einnig eins árs brúðkaupsafmæli og gerðu vel við sig með því að fara út á land og gista á Hótel Geysi.

„Og allt í einu er liðið heilt ár frá besta degi í heimi,“ skrifaði Fanney við færslu á Instagram.

Afmælispartý!

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir fagnaði 35 ára afmæli sínu með glæsilegri veislu í Sjálandi í Garðabæ. 

Það var bæði fjölmennt og góðmennt. Þar á meðal var Camilla Rut Rúnarsdóttir áhrifavaldur, Vala Kristín Eiriksdóttir leikkona og Níels Thibaud leikari. Þá tóku Friðrik Ómar Hjörleifsson og Erpur Eyvindarson lagið fyrir gesti.

Pallíettur og suðrænir drykkir

Áhrifavaldurinn Sunneva Einars fagnaði 29 ára afmæli sínu með glæsilegri veislu um helgina þar sem bleikar pallíettur og suðrænir drykkir voru í aðalhlutverki.

Vinkonurnar og áhrifavaldarnir Birta Líf Ólafsdóttir, Jóhanna Helga Jensdóttir og Eva Einarsdóttir létu sig ekki vanta og fögnuðu deginum með henni, hver annarri glæsilegri í pallíettukjólum.

Flutningar erlendis

Tískudrottningin Elísabet Gunnars og fjölskylda hafa komið sér vel fyrir í fallegu hús í úthverfi Stokkhólms.

Þjálfarinn og áhrifavaldurinn Arnfríður Helgadóttir er flutt til New York í Bandaríkjunum þar sem hún mun stunda nám í arkitektúr.

Padel-mót

Áhrifavaldurinn Guðrún Svava Egilsdóttir, eða Gugga í gúmmímót, tók þátt í padel-móti um helgina.

Systkini í Chicago

Birgitta Líf Björnsdóttir fór með bróður sínum, Birni Boða Björnssyni flugþjóni, í stutt stopp til Chicago í Bandaríkjunum.

Telur niður dagana

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir telur niður dagana fyrir útgáfu nýju plötunnar sinnar, A Matter of Time, með skemmtilegri myndasyrpu af klukkuturnum víðsvegar um heiminn – þar á meðal Hallgrímskirkjuturni.

Glæsileg!

Leikkonan Unnur Birna Backman var glæsileg þegar hún fór út á lífið í vikunni.

Miðjubarn í brúðkaupi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir birti myndir af sér ásamt systkinum sínum í brúðkaupum í sumar og lýsti því að hún hefði ekki viljað vera neitt annað en miðjubarn milli þessara einstöku systkina sinna.

Flottur í bleiku

Tónlistarmaðurinn Jóhann Kristófer, jafnan þekktur sem Joey Christ, segist vera búinn að jafna sig eftir að hafa þurft að taka sér pásu til að hlúa að andlegu hliðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.