„Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. ágúst 2025 13:04 Hér má sjá mynd af sjókvíaeldislaxi sem Jóhannes veiddi í Haukadalsá. Trosnaður endi á sporðinum er eitt helsta einkenni slíkra laxa. Vísir/Jóhannes Sturlaugsson Fiskistofa greindi frá því í gær að hluti þeirra laxa úr Haukadalsá sem áður voru taldir eldislaxar væru svokallaðir hnúðlaxar. Fiskifræðingur segist 100% viss um að lax sem fundist hefur í ánni sé sjókvíaeldislax og segir stöðuna áfram óljósa og alvarlega. Enn er unnið að því að skera úr um uppruna laxa sem fundust í Haukadalsá aðfaranótt fimmtudags. Fiskistofa greindi frá því í gær að fiskar, sem eftir drónaskoðun við ána voru taldir eldislaxar, reyndust vera hnúðlaxar. Fiskifræðingur segir þessi mistök Fiskistofu ekki breyta því að staðan sé alvarleg. „Eldislaxar úr sjókvíkum hér við land eru í Haukadalsá og eru þá væntanlega, miðað við það sem við þekkjum, í öðrum ám landsins. En við vitum hvorki hve margir þeir eru í Haukadalsá eða á landsvísu. Staðan er sem sagt alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er,“ segir Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur í samtali við fréttastofu Sýnar. Ekki algilt að eldislaxar séu særðir Þá segir Jóhannes að í gær hafi sjálfboðaliðar á vegum verndarstofna villtra laxastofna [North Atlantic Salmon Fund] farið að ánni og unnið fram á nótt á tveimur stöðum. Þar hafi fleiri laxar veiðst sem grunur leiki á að séu eldislaxar. Hann segir mistök Fiskistofu í raun ekki óeðlileg. Yfirleitt sé eldislax særðir og því sé leitað að fiskum í slíku ástandi en það sé þó ekki algilt. „Það má benda á það, að annar laxinn sem ég staðfesti að það var ekkert sár á honum og þú þurftir að skoða uggana mjög nákvæmt til að átta þig á því hvaðan hann kom.“ Hnúðlax sé væntanlega og vonandi ekki vandamál Hnúðlax í ám landsins er ekki nýr af nálinni og skiptar skoðanir um ágæti hans. Jóhannes segir hnúðlax fyrst hafa komið hingað á 7. áratugnum en hann hafi verið fluttur úr Kyrrahafinu og í Hvíta hafið þar sem Rússar nýttu hann. Hnúðlaxinn gangi meira á sum svæði en önnur og flóðbylgja hnúðlaxa sé í Noregi. „Þeir ganga annað hvert ár þó það sjáist einstaka fiskar inn á milli. Núna eru þeir að hrygna í ánum okkar en laxinn okkar hrygnir ekki fyrr en í haust eða byrjun vetrar. Jákvætt við þetta er að seiðin fara nánast snarhendis til sjávar, þau eru fyrsta vorið í ánum en síðan ganga þau beint til hafs. Þessi vandi sem gæti komið upp þegar fiskar keppa um lítið æti í ánum er ekki til staðar.“ Hnúðlax úr Stöðvará.Vísir/Jóhannes Sturlaugsson Hann segir enga heildstæða niðurstöðu vera komna úr rannsóknum um hnúðlaxinn í ferskvatnsám. „Væntanlega og vonandi er þetta ekki eiginlegt vandamál. Það sem þeir skilja eftir sig það eykur lífrænt efni og þó þetta sé ekki það sem menn vilja þá ráðum við ekkert við hvernig hlutir æxlast í náttúrunni. Einstaka ár hafa val um það og menn nota sér það ef þeir vilja að geta lokað ám eða dregið og fjarlægt þessa fiska.“ „Ég óska eftir þeim upplýsingum hér með“ Jóhannes vonast til að niðurstöðum úr erfðafræðirannsóknum verði lokið í lok næstu viku. Þá verði hægt að skera úr um hvaðan fiskarnir úr Haukadalsá koma. „Ég er búinn að fá Matvís í hendur gögn til að vinna fyrir mig og ég mun afhenda Hafró gögn sömuleiðis. Í þessu samhengi þá leiðir maður hugann að því sem manni fyndist að ætti að vera sjálfkrafa, sem ætti að vera hluti af því sem gerist þegar svona slys eiga sér stað. Hvort sem menn sjá sjókvíaeldislax í ánum eða uppgötva gat á kví,“ bætir Jóhannes við og vill að viðbrögðin verði betri. „Þá ætti að fara strax í loftið og fá hverju einasta veiðifélagi upplýsingar um það hvaða stærðir er að ræða og þar með talið ef það eru einhverjar upplýsingar um það hvernig ástandið er í kvínni. Er grunsamlega lítið í kvínni? Ef það er ekki búið að slátra úr kvínni þá er hægt að nota skanna til að leggja mat á það og hvort líklegt sé að eitthvað hafi sloppið úr. Einnig hvaða stærðir eru á ferðinni, þegar það er í ánum þá er auðveldara ef maður nær þeim.“ Hann skorar á eldisfyrirtækin að veita þessar upplýsingar. „Af hverju eru ekki komnar upplýsingar frá eldisaðilum hvaða stærðir af laxi voru í þeirri kví [sem var gat á] og um fjölda þeirra laxa sem vantaði upp á það sem átti að vera í götóttri sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Ég óska eftir þeim upplýsingum hér með,“ segir Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur að lokum. Lax Stangveiði Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Enn er unnið að því að skera úr um uppruna laxa sem fundust í Haukadalsá aðfaranótt fimmtudags. Fiskistofa greindi frá því í gær að fiskar, sem eftir drónaskoðun við ána voru taldir eldislaxar, reyndust vera hnúðlaxar. Fiskifræðingur segir þessi mistök Fiskistofu ekki breyta því að staðan sé alvarleg. „Eldislaxar úr sjókvíkum hér við land eru í Haukadalsá og eru þá væntanlega, miðað við það sem við þekkjum, í öðrum ám landsins. En við vitum hvorki hve margir þeir eru í Haukadalsá eða á landsvísu. Staðan er sem sagt alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er,“ segir Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur í samtali við fréttastofu Sýnar. Ekki algilt að eldislaxar séu særðir Þá segir Jóhannes að í gær hafi sjálfboðaliðar á vegum verndarstofna villtra laxastofna [North Atlantic Salmon Fund] farið að ánni og unnið fram á nótt á tveimur stöðum. Þar hafi fleiri laxar veiðst sem grunur leiki á að séu eldislaxar. Hann segir mistök Fiskistofu í raun ekki óeðlileg. Yfirleitt sé eldislax særðir og því sé leitað að fiskum í slíku ástandi en það sé þó ekki algilt. „Það má benda á það, að annar laxinn sem ég staðfesti að það var ekkert sár á honum og þú þurftir að skoða uggana mjög nákvæmt til að átta þig á því hvaðan hann kom.“ Hnúðlax sé væntanlega og vonandi ekki vandamál Hnúðlax í ám landsins er ekki nýr af nálinni og skiptar skoðanir um ágæti hans. Jóhannes segir hnúðlax fyrst hafa komið hingað á 7. áratugnum en hann hafi verið fluttur úr Kyrrahafinu og í Hvíta hafið þar sem Rússar nýttu hann. Hnúðlaxinn gangi meira á sum svæði en önnur og flóðbylgja hnúðlaxa sé í Noregi. „Þeir ganga annað hvert ár þó það sjáist einstaka fiskar inn á milli. Núna eru þeir að hrygna í ánum okkar en laxinn okkar hrygnir ekki fyrr en í haust eða byrjun vetrar. Jákvætt við þetta er að seiðin fara nánast snarhendis til sjávar, þau eru fyrsta vorið í ánum en síðan ganga þau beint til hafs. Þessi vandi sem gæti komið upp þegar fiskar keppa um lítið æti í ánum er ekki til staðar.“ Hnúðlax úr Stöðvará.Vísir/Jóhannes Sturlaugsson Hann segir enga heildstæða niðurstöðu vera komna úr rannsóknum um hnúðlaxinn í ferskvatnsám. „Væntanlega og vonandi er þetta ekki eiginlegt vandamál. Það sem þeir skilja eftir sig það eykur lífrænt efni og þó þetta sé ekki það sem menn vilja þá ráðum við ekkert við hvernig hlutir æxlast í náttúrunni. Einstaka ár hafa val um það og menn nota sér það ef þeir vilja að geta lokað ám eða dregið og fjarlægt þessa fiska.“ „Ég óska eftir þeim upplýsingum hér með“ Jóhannes vonast til að niðurstöðum úr erfðafræðirannsóknum verði lokið í lok næstu viku. Þá verði hægt að skera úr um hvaðan fiskarnir úr Haukadalsá koma. „Ég er búinn að fá Matvís í hendur gögn til að vinna fyrir mig og ég mun afhenda Hafró gögn sömuleiðis. Í þessu samhengi þá leiðir maður hugann að því sem manni fyndist að ætti að vera sjálfkrafa, sem ætti að vera hluti af því sem gerist þegar svona slys eiga sér stað. Hvort sem menn sjá sjókvíaeldislax í ánum eða uppgötva gat á kví,“ bætir Jóhannes við og vill að viðbrögðin verði betri. „Þá ætti að fara strax í loftið og fá hverju einasta veiðifélagi upplýsingar um það hvaða stærðir er að ræða og þar með talið ef það eru einhverjar upplýsingar um það hvernig ástandið er í kvínni. Er grunsamlega lítið í kvínni? Ef það er ekki búið að slátra úr kvínni þá er hægt að nota skanna til að leggja mat á það og hvort líklegt sé að eitthvað hafi sloppið úr. Einnig hvaða stærðir eru á ferðinni, þegar það er í ánum þá er auðveldara ef maður nær þeim.“ Hann skorar á eldisfyrirtækin að veita þessar upplýsingar. „Af hverju eru ekki komnar upplýsingar frá eldisaðilum hvaða stærðir af laxi voru í þeirri kví [sem var gat á] og um fjölda þeirra laxa sem vantaði upp á það sem átti að vera í götóttri sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Ég óska eftir þeim upplýsingum hér með,“ segir Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur að lokum.
Lax Stangveiði Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira