Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Kristján Már Unnarsson skrifar 17. ágúst 2025 09:39 Fyrsta Airbus-þota Icelandair, Esja, kom til landsins í byrjun desember. Hér er verið að draga hana inn í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli þar sem komu hennar var fagnað. KMU Þrjár nýjar Airbus-þotur bætast í flota Icelandair í vetur. Þær koma til viðbótar þeim fjórum þotum sem félagið er þegar búið að fá afhentar frá evrópska flugvélaframleiðandum. Þar með verða alls sjö Airbus A321LR-þotur komnar í rekstur félagsins fyrir næsta vor. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir framleiðsluferli flugvélanna þriggja, sem væntanlegar eru, þegar hafið og þær fari í samsetningu í haust í verksmiðjunum í Hamborg. „Við reiknum með að taka þær í rekstur, hverja af annarri, öðru hvoru megin við áramótin,“ segir Guðni. Tvær vélanna eiga að koma á síðasta fjórðungi þessa árs og sú þriðja á fyrsta fjórðungi þess næsta. Hér má sjá kafla úr þættinum Flugþjóðin um Airbus-kaupin: Icelandair skoðar jafnframt að fá fleiri A321LR-þotur áður en fyrstu XLR-vélarnar eiga að koma árið 2029. LR stendur fyrir „long range“ og XLR fyrir „extra long range“ en þær eru með lengsta flugdrægi mjórra farþegaflugvéla í heiminum. „Airbus A321LR vélarnar eru að koma mjög vel út í rekstri hjá okkur og félagið er að skoða möguleika á að bæta við fleiri slíkum vélum,“ segir upplýsingafulltrúinn. Tvö ár eru frá því Icelandair skrifaði undir samning um kaup á þrettán Airbus A321XLR-þotum og um kauprétt á tólf slíkum þotum til viðbótar. Jafnframt gerði félagið leigusamning A321LR-vélarnar, sem allar koma nýsmíðaðar. Airbus-þota Icelandair númer tvö. Hún fékk heitið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB.Icelandair Fyrstu Airbus-þotuna, TF-IAA, fékk Icelandair í byrjun desember síðastliðinn og hlaut hún nafnið Esja. Önnur þotan, TF-IAB, kom í lok febrúar og hlaut nafnið Lómagnúpur. Sú þriðja, TF-IAC, Dynjandi, var afhent í apríl. Fjórða þotan, TF-IAD, var afhent í maí og hlaut nafnið Ásbyrgi. Samhliða fjölgun Airbus-véla er þessa dagana verið að setja upp nýjan Airbus-flughermi í þjálfunarsetri Icelandair í höfuðstöðvunum á Flugvöllum í Hafnarfirði. Að sögn Guðna er búist við að hann verði tekinn í notkun í kringum næstu mánaðamót; í lok ágúst eða í byrjun september. Icelandair er enn með tíu Boeing 757-þotur í rekstri en Airbus-þoturnar leysa þær af hólmi jafnt og þétt. „Við höfum verið að miða við að síðustu 757-vélarnar fari úr rekstri í leiðarkerfinu á síðari hluta árs 2027, það hefur ekki breyst,“ segir Guðni. Hér má sjá kafla úr þætti Flugþjóðarinnar um 757-þotuna: Icelandair Airbus Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Flugþjóðin Tengdar fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum. 10. maí 2025 22:11 Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir framleiðsluferli flugvélanna þriggja, sem væntanlegar eru, þegar hafið og þær fari í samsetningu í haust í verksmiðjunum í Hamborg. „Við reiknum með að taka þær í rekstur, hverja af annarri, öðru hvoru megin við áramótin,“ segir Guðni. Tvær vélanna eiga að koma á síðasta fjórðungi þessa árs og sú þriðja á fyrsta fjórðungi þess næsta. Hér má sjá kafla úr þættinum Flugþjóðin um Airbus-kaupin: Icelandair skoðar jafnframt að fá fleiri A321LR-þotur áður en fyrstu XLR-vélarnar eiga að koma árið 2029. LR stendur fyrir „long range“ og XLR fyrir „extra long range“ en þær eru með lengsta flugdrægi mjórra farþegaflugvéla í heiminum. „Airbus A321LR vélarnar eru að koma mjög vel út í rekstri hjá okkur og félagið er að skoða möguleika á að bæta við fleiri slíkum vélum,“ segir upplýsingafulltrúinn. Tvö ár eru frá því Icelandair skrifaði undir samning um kaup á þrettán Airbus A321XLR-þotum og um kauprétt á tólf slíkum þotum til viðbótar. Jafnframt gerði félagið leigusamning A321LR-vélarnar, sem allar koma nýsmíðaðar. Airbus-þota Icelandair númer tvö. Hún fékk heitið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB.Icelandair Fyrstu Airbus-þotuna, TF-IAA, fékk Icelandair í byrjun desember síðastliðinn og hlaut hún nafnið Esja. Önnur þotan, TF-IAB, kom í lok febrúar og hlaut nafnið Lómagnúpur. Sú þriðja, TF-IAC, Dynjandi, var afhent í apríl. Fjórða þotan, TF-IAD, var afhent í maí og hlaut nafnið Ásbyrgi. Samhliða fjölgun Airbus-véla er þessa dagana verið að setja upp nýjan Airbus-flughermi í þjálfunarsetri Icelandair í höfuðstöðvunum á Flugvöllum í Hafnarfirði. Að sögn Guðna er búist við að hann verði tekinn í notkun í kringum næstu mánaðamót; í lok ágúst eða í byrjun september. Icelandair er enn með tíu Boeing 757-þotur í rekstri en Airbus-þoturnar leysa þær af hólmi jafnt og þétt. „Við höfum verið að miða við að síðustu 757-vélarnar fari úr rekstri í leiðarkerfinu á síðari hluta árs 2027, það hefur ekki breyst,“ segir Guðni. Hér má sjá kafla úr þætti Flugþjóðarinnar um 757-þotuna:
Icelandair Airbus Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Flugþjóðin Tengdar fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum. 10. maí 2025 22:11 Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum. 10. maí 2025 22:11
Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40
Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30
Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. 3. desember 2024 22:10
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur