Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2025 11:02 Að undanförnu hefur sú hugmynd skotið upp í kollinum að ríkisstjórnin vilji tryggja einokun sína á tóbaki í sessi og gera tóbak að fýsilegri kosti en miklu skaðminni níkótínvörur. Ríkisstjórnin reynir nú að ýta undir samkeppnishæfni tóbaks með lagabreytingu. Það er að minnsta kosti erfitt að skilja nýtt frumvarp öðruvísi. Mögulega er það ekki ætlunin en verður mjög líklega niðurstaðan. Ríkið sem birgi og löggjafi Íslenska ríkið er með einkarétt á innflutningi og heildsölu tóbaks og rekur jafnframt eigin vöru, Neftóbak. Slíkur hagsmunaárekstur, þar sem ríkið gegnir bæði hlutverki birgis og löggjafa, kallar á aukna aðgæslu og gagnsæi. Með lagasetningu á síðustu öld var samkeppni við Neftóbak útilokuð með banni við sölu annarra nef- og munntóbaksvara. Þetta fyrirkomulag hefur haldist óbreytt þrátt fyrir miklar breytingar á hegðun og vali neytenda síðustu ár. Frá því nikótínpúðar komu fyrst á markað hérlendis fyrir rúmum áratug hafa rúmlega 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala á neftóbaki um 80%. Slík þróun er jákvæð út frá lýðheilsusjónarmiðum og staðfestir vilja fólks til að velja skaðminni valkosti. Löggjöf sem gengur þvert á jákvæða þróun Þrátt fyrir þennan ávinning í baráttunni við tóbakið virðist nýboðuð löggjöf ganga þvert á þessa jákvæðu þróun. Um síðustu áramót var lagður á sérstakur skattur á nikótínpúða sem dró úr verðmun milli tóbaks og skaðminni tóbakslausra nikótínvara. Í kjölfarið varð lítið sem ekkert fjárhagslegt aðhald fyrir neytendur til að velja heilsusamlegri valkost. Skattheimtan jók þannig samkeppnishæfni tóbaks. Að auki hefur ríkisvaldið takmarkað leyfilegan styrk nikótínpúða, sem hljómar skynsamlega, en er sjálft um leið með einkaleyfi hér á landi fyrir vörumerkinu Neftóbak, sem er með 40% meira nikótínmagn en leyfilegt er í öðrum nikótínvörum. Þetta veitir vörum ríkisins augljóst markaðsforskot og samræmist illa hlutleysi í lagasetningu. Tengingunni við tóbak viðhaldið Áform eru uppi um að banna flest bragðefni í nikótínvörum, fyrir utan mintu- og tóbaksbragð. Það vekur spurningar um hvort ætlunin sé ómeðvitað að viðhalda eða styrkja tilfinningalega tengingu við tóbak. Fjöldi fyrrverandi reykingamanna sem notað hafa rafrettur til að hætta neyslu hafa lýst því hversu mikilvægt er að ná að losa sig við tóbaksbragð. Með því að þrengja bragðvalið getur lagasetningin þannig ýtt undir að fólk leiti aftur í tóbakið. Niðurstaða: Gáleysi eða stefnumarkandi afturför? Þó svo að yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar sé að draga úr notkun á tóbaki og nikótíni, má með sanni segja að fyrirhuguð lagabreyting veiki stöðu þeirra vara sem þegar hafa sannað gildi sitt við að draga úr tóbaksneyslu. Lagabreytingin skerðir jafnframt frelsi einstaklinga til að velja sér skaðminni valkosti og viðhalda lífsstíl án tóbaks. Löggjafarvaldið ber ríka ábyrgð á að forgangsraða lýðheilsusjónarmiðum. Á Íslandi er umhverfi þar sem hagsmunir ríkis, sem birgis, og hagsmunir almennings sem neytenda fara ekki alltaf saman. Það er tímabært að endurmeta hvers konar hlutverki íslenska ríkið á að gegna í sölu á skaðlegum vörum og hvort hlutleysi og heilbrigðismarkmið eigi jafnvel undir högg að sækja. Höfundur er framkvæmdastjóri Duflands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tóbak Nikótínpúðar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur sú hugmynd skotið upp í kollinum að ríkisstjórnin vilji tryggja einokun sína á tóbaki í sessi og gera tóbak að fýsilegri kosti en miklu skaðminni níkótínvörur. Ríkisstjórnin reynir nú að ýta undir samkeppnishæfni tóbaks með lagabreytingu. Það er að minnsta kosti erfitt að skilja nýtt frumvarp öðruvísi. Mögulega er það ekki ætlunin en verður mjög líklega niðurstaðan. Ríkið sem birgi og löggjafi Íslenska ríkið er með einkarétt á innflutningi og heildsölu tóbaks og rekur jafnframt eigin vöru, Neftóbak. Slíkur hagsmunaárekstur, þar sem ríkið gegnir bæði hlutverki birgis og löggjafa, kallar á aukna aðgæslu og gagnsæi. Með lagasetningu á síðustu öld var samkeppni við Neftóbak útilokuð með banni við sölu annarra nef- og munntóbaksvara. Þetta fyrirkomulag hefur haldist óbreytt þrátt fyrir miklar breytingar á hegðun og vali neytenda síðustu ár. Frá því nikótínpúðar komu fyrst á markað hérlendis fyrir rúmum áratug hafa rúmlega 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala á neftóbaki um 80%. Slík þróun er jákvæð út frá lýðheilsusjónarmiðum og staðfestir vilja fólks til að velja skaðminni valkosti. Löggjöf sem gengur þvert á jákvæða þróun Þrátt fyrir þennan ávinning í baráttunni við tóbakið virðist nýboðuð löggjöf ganga þvert á þessa jákvæðu þróun. Um síðustu áramót var lagður á sérstakur skattur á nikótínpúða sem dró úr verðmun milli tóbaks og skaðminni tóbakslausra nikótínvara. Í kjölfarið varð lítið sem ekkert fjárhagslegt aðhald fyrir neytendur til að velja heilsusamlegri valkost. Skattheimtan jók þannig samkeppnishæfni tóbaks. Að auki hefur ríkisvaldið takmarkað leyfilegan styrk nikótínpúða, sem hljómar skynsamlega, en er sjálft um leið með einkaleyfi hér á landi fyrir vörumerkinu Neftóbak, sem er með 40% meira nikótínmagn en leyfilegt er í öðrum nikótínvörum. Þetta veitir vörum ríkisins augljóst markaðsforskot og samræmist illa hlutleysi í lagasetningu. Tengingunni við tóbak viðhaldið Áform eru uppi um að banna flest bragðefni í nikótínvörum, fyrir utan mintu- og tóbaksbragð. Það vekur spurningar um hvort ætlunin sé ómeðvitað að viðhalda eða styrkja tilfinningalega tengingu við tóbak. Fjöldi fyrrverandi reykingamanna sem notað hafa rafrettur til að hætta neyslu hafa lýst því hversu mikilvægt er að ná að losa sig við tóbaksbragð. Með því að þrengja bragðvalið getur lagasetningin þannig ýtt undir að fólk leiti aftur í tóbakið. Niðurstaða: Gáleysi eða stefnumarkandi afturför? Þó svo að yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar sé að draga úr notkun á tóbaki og nikótíni, má með sanni segja að fyrirhuguð lagabreyting veiki stöðu þeirra vara sem þegar hafa sannað gildi sitt við að draga úr tóbaksneyslu. Lagabreytingin skerðir jafnframt frelsi einstaklinga til að velja sér skaðminni valkosti og viðhalda lífsstíl án tóbaks. Löggjafarvaldið ber ríka ábyrgð á að forgangsraða lýðheilsusjónarmiðum. Á Íslandi er umhverfi þar sem hagsmunir ríkis, sem birgis, og hagsmunir almennings sem neytenda fara ekki alltaf saman. Það er tímabært að endurmeta hvers konar hlutverki íslenska ríkið á að gegna í sölu á skaðlegum vörum og hvort hlutleysi og heilbrigðismarkmið eigi jafnvel undir högg að sækja. Höfundur er framkvæmdastjóri Duflands.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun