Innlent

Ögur­stund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningar­nótt

Auðun Georg Ólafsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Nú styttst í fund Volodomírs Selenskí forseta Úkraínu með Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem fram fer í Washington. Evrópuleiðtogar verða einnig viðstaddir fundinn. Rætt verður við Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing sem leggur mat á hvað muni bíða Selenskís á fundinum. 

Í hádegisfréttum segjum við einnig frá aukinni gæslu sem er fyrirhöguð á Menningarnótt í ár í kjölfar þess að ung stúlka var myrt í fyrra. Dagskrá Menningarnætur lýkur klukkutíma fyrr en fyrir ári. 

Rætt verður við Daníel Þór Ólason prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands sem segir sífellt fleiri unga karlmenn lenda í spilavanda eftir að hafa stundað veðmál á ólöglegum veðmálasíðum. 

Þá fjöllum við um aukna tíðni strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Vonir standa til að fleiri nýti sér strætó í kjölfar breytinganna en fjölga á strætisvögnum í umferð.

Nóg er um að vera í sportinu en óvænt úrslit urðu í Bestu deild karla í gær. Fornfjendurnir Fram og KR mætast í kvöld. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×