Sport

Dag­skráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason fara yfir síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni á glettinn og gáskafullan hátt.
Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason fara yfir síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni á glettinn og gáskafullan hátt. Sýn Sport

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á þriðjudögum.

Í kvöld verður frumsýning á þættinum VARsjáin þar sem Stefán Árni Pálsson og Albert Brynjar Ingason fara yfir síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni á glettinn og gáskafullan hátt.

Það verða einnig sýndir þrír leikir beint úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu en nú er barist um eftirsótt sæti í riðlakeppninni.

Það verður líka sýnt frá afmælismóti Ryderbikarsins í golfi sem fagnar fertugsafmæli sínu í ár.

Kvöldið endar síðan með leik í bandaríska hafnaboltanum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Sýn Sport

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik Rauðu Stjörnunnar og Pafos í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Klukkan 21.05 hefst VARsjáin sem er skemmtiþáttur um ensku úrvalsdeildina.

Sýn Sport 2

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik Ferencvaros og Qarabag í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

SÝN Sport 4

Klukkan 15.00 hefst útsending frá afmæslismóti Ryderbikarsins í golfi, Ryder Cup 40th Anniversary Match.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik Rangers og Club Brugge í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Klukkan 22.30 hefst bein útsending frá leik Philadelphia Phillies og Seattle Mariners í bandaríska hafnaboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×