Innlent

Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða

Bjarki Sigurðsson skrifar
Það urðu miklar breytingar hjá Strætó í gær.
Það urðu miklar breytingar hjá Strætó í gær. Vísir/Sigurjón

Vonast er til að stórfelldar breytingar hjá Strætó verði til þess að fleiri nýti sér þjónustuna og að hún verði mun áreiðanlegri. Tíðni ferða hefur stóraukist.

Í gær tók þjónusta Strætó stórum breytingum. Tíðni fjölda leiða á höfuðborgarsvæðinu er aukinn og hlutfall íbúa sem búa innan 400 metra frá stoppistöð með 10 mínútna tíðni á háannatíma fer úr um 18% í rúmlega 50%.

Hér má sjá helstu breytingar.

„Þetta er í rauninni stærsta þjónustuaukningin hjá Strætó í langan langan tíma. Þetta er að gerast núna út af samgöngusáttmálanum. Þetta eru peningar sem eru búnir að sitja fastir meðan allt saman var í endurskoðun. Nú er ríkið að koma inn í þetta með okkur af miklu meiri krafti og við erum loksins farin að keyra þetta plan um aukna þjónustu sem er hluti af nýja leiðarkerfinu sem leggur grunninn að borgarlínu,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi og stjórnarformaður Stætó.

„Þetta er sennilega stærsta breytingin sálfræðilega sem við getum farið í til þess að gera almenningssamgöngur aðgengilegri fyrir venjulegt fólk, að þú þurfir ekki að vera eitthvað sérstaklega mikið að hugsa út í hvenær þú átt að mæta út í stoppistöð.“

Alexandra Briem er stjórnarformaður Strætó.Vísir/Sigurjón




Fleiri fréttir

Sjá meira


×