Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 12:34 Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson hrósuðu ÍBV í hástert en það var ekkert gott að segja um Val. Sýn Sport „Þetta voru ótrúlegir yfirburðir,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um frammistöðu ÍBV gegn Val í 4-1 sigri Eyjamanna á toppliðinu í Bestu deildinni í fótbolta. Sérfræðingarnir í Stúkunni vildu helst sem minnst segja um Valsliðið því frammistaðan var svo slök að það hefði endað í allt of löngum þætti að byrja að ræða hana. Þetta var í það minnsta mál manna í Stúkunni en hægt er að sjá umræðuna hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um Val „Það var eins og allir leikmenn Vals væru…“ byrjaði Sigurbjörn og Gummi Ben greip þá inn í, með vísan í ábendingu um að sjóferðin til Eyja hefði reynst Valsmönnum erfið: „Sjóveikir!“ „Nánast sjóveikir já, eða að bíða eftir [bikarúrslitaleiknum]. Bara „heyrðu, ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna, eða einn sprett. Ég er að spara mig fyrir næstu helgi.“ Eyjamenn keyrðu yfir þá,“ sagði Sigurbjörn. „Tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara“ Hann dásamaði Eyjaliðið og frammistöðu þess sérstaklega á heimavelli, þar sem engu máli virðist skipta hvort liðið spilar á grasi eins og framan af móti eða nýja gervigrasinu á Hásteinsvelli eins og núna: „Eftir að þeir fóru á gervigrasið – ég hélt að þeir yrðu létt fallbyssufóður fyrir liðin þegar þeir færu á gervigrasið – þeir eru búnir að vinna þrjá og gera eitt jafntefli. Fá á sig tvö mörk eftir að þeir byrjuðu þarna á gervigrasinu. Þeir eru með 24 stig en samt bara búnir að skora 20 mörk. Það er ágætis nýting. Láki [Þorlákur Árnason] má eiga það að hann er búinn að gera virkilega vel með þetta Eyjalið. Ég tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara. Þeir virka samheldnir og eru með góð vopn inn á milli. Góð vopn í sínum röðum. Að því sögðu var þetta fullauðvelt því Valur gat nákvæmlega ekkert í þessum leik. Þetta er annar svona leikurinn í sumar, eins og í 3-0 gegn FH í sumar. Þá komu þeir til baka með einhverja tíu sigurleiki í röð. Nú er bara að sjá. Þarna buðu þeir liðunum aftur í alvöru keppni með sér,“ sagði Sigurbjörn. „Þeir eru mannlegir“ Valsmenn gætu hins vegar hafa verið með hugann við stórleikinn við Vestra á föstudag: „Það er bikarúrslitaleikur á föstudaginn. Þeir eru með fimm stiga forskot. Þeir eru mannlegir,“ sagði Gummi og Baldur Sigurðsson greip boltann: „Getur verið að þetta hafi verið það léleg frammistaða að þeir geti eiginlega bara gleymt henni? Eins og Túfa sagði; við þurfum bara að gleyma þessu, núllstillum okkur og förum og vinnum þennan bikarúrslitaleik. Það er varla hægt að byrja að tala um hversu slakt þetta var. Þá gætum við talað í hálftíma og tekið alla leikmennina fyrir. Þetta var það lélegt. Hrósum ÍBV, þeir voru góðir.“ Besta deild karla Stúkan Valur ÍBV Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Þetta var í það minnsta mál manna í Stúkunni en hægt er að sjá umræðuna hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um Val „Það var eins og allir leikmenn Vals væru…“ byrjaði Sigurbjörn og Gummi Ben greip þá inn í, með vísan í ábendingu um að sjóferðin til Eyja hefði reynst Valsmönnum erfið: „Sjóveikir!“ „Nánast sjóveikir já, eða að bíða eftir [bikarúrslitaleiknum]. Bara „heyrðu, ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna, eða einn sprett. Ég er að spara mig fyrir næstu helgi.“ Eyjamenn keyrðu yfir þá,“ sagði Sigurbjörn. „Tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara“ Hann dásamaði Eyjaliðið og frammistöðu þess sérstaklega á heimavelli, þar sem engu máli virðist skipta hvort liðið spilar á grasi eins og framan af móti eða nýja gervigrasinu á Hásteinsvelli eins og núna: „Eftir að þeir fóru á gervigrasið – ég hélt að þeir yrðu létt fallbyssufóður fyrir liðin þegar þeir færu á gervigrasið – þeir eru búnir að vinna þrjá og gera eitt jafntefli. Fá á sig tvö mörk eftir að þeir byrjuðu þarna á gervigrasinu. Þeir eru með 24 stig en samt bara búnir að skora 20 mörk. Það er ágætis nýting. Láki [Þorlákur Árnason] má eiga það að hann er búinn að gera virkilega vel með þetta Eyjalið. Ég tek hatt minn ofan fyrir mínum gamla þjálfara. Þeir virka samheldnir og eru með góð vopn inn á milli. Góð vopn í sínum röðum. Að því sögðu var þetta fullauðvelt því Valur gat nákvæmlega ekkert í þessum leik. Þetta er annar svona leikurinn í sumar, eins og í 3-0 gegn FH í sumar. Þá komu þeir til baka með einhverja tíu sigurleiki í röð. Nú er bara að sjá. Þarna buðu þeir liðunum aftur í alvöru keppni með sér,“ sagði Sigurbjörn. „Þeir eru mannlegir“ Valsmenn gætu hins vegar hafa verið með hugann við stórleikinn við Vestra á föstudag: „Það er bikarúrslitaleikur á föstudaginn. Þeir eru með fimm stiga forskot. Þeir eru mannlegir,“ sagði Gummi og Baldur Sigurðsson greip boltann: „Getur verið að þetta hafi verið það léleg frammistaða að þeir geti eiginlega bara gleymt henni? Eins og Túfa sagði; við þurfum bara að gleyma þessu, núllstillum okkur og förum og vinnum þennan bikarúrslitaleik. Það er varla hægt að byrja að tala um hversu slakt þetta var. Þá gætum við talað í hálftíma og tekið alla leikmennina fyrir. Þetta var það lélegt. Hrósum ÍBV, þeir voru góðir.“
Besta deild karla Stúkan Valur ÍBV Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira