KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. ágúst 2025 15:30 Gul spjöld gefa ekki sjálfkrafa bann, en rauð spjöld setja menn í sjálfkrafa bann. Í dag líkt og aðra þriðjudaga kemur aga- og úrskurðanefnd KSÍ saman á fundi, þar sem leikmenn eru dæmdir í leikbann. Þetta ósjálfvirka fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt mikið og sagt í engum takti við nútímann. Lögfræðingur KSÍ segir engan í Laugardalnum á móti því að gera bönnin sjálfvirk og að með haustinu komi nýtt tölvukerfi sem gæti haldið utan um það. Stjórnin sé hins vegar ekki að vinna að breytingum, það þyrfti að vera gert með reglugerðarbreytingu á ársþingi KSÍ. Mega spila þrátt fyrir spjaldasöfnun Mýmörg dæmi eru um að leikmenn eigi að vera komnir í leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda, en fái að spila næsta leik á eftir vegna þess að hann lendir á undan þriðjudagsfundinum. Afturelding mátti til dæmis spila þeim Hrannari Snæ Magnússyni og Bjarti Bjarma Barkarsyni í leik gegn KR þarsíðasta mánudag, þrátt fyrir að þeir hafi báðir fengið sitt fjórða gula spjald í leik gegn Vestra á miðvikudeginum áður. Sömuleiðis mátti Stjarnan spila Guðmundi Baldvin Nökkvasyni gegn Víkingi á sunnudag, þrátt fyrir að hann hafi fengið sitt fjórða gula spjald gegn Vestra síðasta miðvikudag. Guðmundur fékk svo sitt fimmta spjald í Víkingsleiknum en verður ekki úrskurðaður í bann fyrr en á eftir, þegar aga- og úrskurðarnefnd kemur saman. Guðmundur Baldvin hló að gulu spjöldunum og spilaði samt. Hann fékk svo annað gult spjald í næsta leik. vísir / diego Guðmundur mætti spila í kvöld, ef Stjarnan ætti leik, vegna þess að bannið mun ekki taka formlega gildi fyrr en í hádeginu á morgun. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke vakti athygli á því í pistli sínum „Getum við stigið inn í nútímann?“ sem birtist á Fótbolti.net í gær. Þá er einnig áhugavert að liðsfélagi Guðmundar, Þorri Mar Þórisson, fékk rautt spjald í sama leik gegn Víkingi og var sjálfkrafa úrskurðaður í bann. Sama gildir ekki um uppsöfnuð gul spjöld og rauð spjöld. KSÍ með nýtt kerfi og ekki á móti breytingum Vísir ræddi við lögfræðing KSÍ, Axel Kára Vignisson, sem segir breytingu á þessum reglum ekki standa til og sú breyting þyrfti að fara fram á ársþingi KSÍ. Stjórnin megi vissulega gera reglugerðarbreytingar en venjan hafi verið sú að stórar breytingar séu gerðar á ársþinginu. Þá segir Axel einnig að sjálfkrafa bönn vegna uppsafnaðra spjalda séu ekki framkvæmanleg að svo stöddu, en nýtt tölvukerfi verði tekið upp í haust. „Við erum að taka upp nýtt kerfi í haust, sem ég held og mér sýnist að gæti séð um þetta, en auðvitað þarf reglugerðarbreytingu til og það hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið á ársþinginu. Félögin hafa það í sinni hendi að breyta reglunum. Auðvitað breytir stjórnin líka reglum af og til en það hefur verið lenskan hjá okkur að stærri breytingar hafa verið á þinginu. Það er ekkert formlega farið af stað en auðvitað er bara allt til skoðunar sem getur verið til bóta“ segir Axel. Ársþing KSÍ verður haldið í febrúar á næsta ári, þannig að það yrði í fyrsta lagi á næsta tímabili sem bönnin yrðu sjálfvirk. „Þetta er eitthvað sem þarf að skoða fyrir næsta tímabil, hvort það sé vilji til að breyta þessu og þá held ég að það sé enginn hérna hjá KSÍ sem muni standa í vegi fyrir því“ segir Axel. Axel Kári Vignisson tók til starfa sem lögfræðingur KSÍ fyrr á árinu.KSÍ KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Mega spila þrátt fyrir spjaldasöfnun Mýmörg dæmi eru um að leikmenn eigi að vera komnir í leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda, en fái að spila næsta leik á eftir vegna þess að hann lendir á undan þriðjudagsfundinum. Afturelding mátti til dæmis spila þeim Hrannari Snæ Magnússyni og Bjarti Bjarma Barkarsyni í leik gegn KR þarsíðasta mánudag, þrátt fyrir að þeir hafi báðir fengið sitt fjórða gula spjald í leik gegn Vestra á miðvikudeginum áður. Sömuleiðis mátti Stjarnan spila Guðmundi Baldvin Nökkvasyni gegn Víkingi á sunnudag, þrátt fyrir að hann hafi fengið sitt fjórða gula spjald gegn Vestra síðasta miðvikudag. Guðmundur fékk svo sitt fimmta spjald í Víkingsleiknum en verður ekki úrskurðaður í bann fyrr en á eftir, þegar aga- og úrskurðarnefnd kemur saman. Guðmundur Baldvin hló að gulu spjöldunum og spilaði samt. Hann fékk svo annað gult spjald í næsta leik. vísir / diego Guðmundur mætti spila í kvöld, ef Stjarnan ætti leik, vegna þess að bannið mun ekki taka formlega gildi fyrr en í hádeginu á morgun. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke vakti athygli á því í pistli sínum „Getum við stigið inn í nútímann?“ sem birtist á Fótbolti.net í gær. Þá er einnig áhugavert að liðsfélagi Guðmundar, Þorri Mar Þórisson, fékk rautt spjald í sama leik gegn Víkingi og var sjálfkrafa úrskurðaður í bann. Sama gildir ekki um uppsöfnuð gul spjöld og rauð spjöld. KSÍ með nýtt kerfi og ekki á móti breytingum Vísir ræddi við lögfræðing KSÍ, Axel Kára Vignisson, sem segir breytingu á þessum reglum ekki standa til og sú breyting þyrfti að fara fram á ársþingi KSÍ. Stjórnin megi vissulega gera reglugerðarbreytingar en venjan hafi verið sú að stórar breytingar séu gerðar á ársþinginu. Þá segir Axel einnig að sjálfkrafa bönn vegna uppsafnaðra spjalda séu ekki framkvæmanleg að svo stöddu, en nýtt tölvukerfi verði tekið upp í haust. „Við erum að taka upp nýtt kerfi í haust, sem ég held og mér sýnist að gæti séð um þetta, en auðvitað þarf reglugerðarbreytingu til og það hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið á ársþinginu. Félögin hafa það í sinni hendi að breyta reglunum. Auðvitað breytir stjórnin líka reglum af og til en það hefur verið lenskan hjá okkur að stærri breytingar hafa verið á þinginu. Það er ekkert formlega farið af stað en auðvitað er bara allt til skoðunar sem getur verið til bóta“ segir Axel. Ársþing KSÍ verður haldið í febrúar á næsta ári, þannig að það yrði í fyrsta lagi á næsta tímabili sem bönnin yrðu sjálfvirk. „Þetta er eitthvað sem þarf að skoða fyrir næsta tímabil, hvort það sé vilji til að breyta þessu og þá held ég að það sé enginn hérna hjá KSÍ sem muni standa í vegi fyrir því“ segir Axel. Axel Kári Vignisson tók til starfa sem lögfræðingur KSÍ fyrr á árinu.KSÍ
KSÍ Besta deild karla Besta deild kvenna Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki