Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2025 07:30 Alexander Rafn Pálmason hefur slegið hvert metið á fætur öðru sem yngsti leikmaður efstu deildar hér á landi og mun svo halda áfram að þróast sem leikmaður Nordsjælland frá og með næsta sumri. Samsett/Vísir/FCN Forkólfar danska knattspyrnufélagsins Nordsjælland hrósa happi yfir því að hafa fest kaup á unga methafanum úr KR, Alexander Rafni Pálmasyni, en væntanleg vistaskipti hans voru formlega tilkynnt í gær. Hann mun þó fyrst klára grunnskóla á Íslandi áður en hann heldur út. Alexander er aðeins 15 ára og mun áfram spila með KR en halda svo til Nordsjælland næsta sumar, þegar hann verður orðinn 16 ára. Hann fór til reynslu hjá Nordsjælland og einnig FC Kaupmannahöfn síðastliðinn vetur, og tók þátt í að vinna æfingamót í Hollandi með Nordsjæland, áður en hann skrifaði undir samning við KR sem gildir út árið 2027. Danska félagið þarf því að kaupa hann en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Alexander varð í fyrrasumar yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild karla á Íslandi, þá 14 ára og 147 daga gamall, þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson setti hann inn á í 4-2 sigri gegn ÍA. Pabbi hans, Pálmi Rafn Pálmason, hafði áður verið með Alexander á varamannabekknum þegar hann stýrði KR tímabundið. Alexander hefur síðan orðið yngstur til að vera í byrjunarliði í efstu deild, yngstur til að gefa stoðsendingu og yngstur til að skora, og hrifsað met sem áður voru í eigu sjálfs Eiðs Smára Guðjohnsen (Sigurður Breki Kárason, einnig í KR, var þó á undan til að bæta met Eiðs sem sá yngsti í byrjunarliði, áður en Alexander bætti met Sigurðar). Sló í gegn innan sem utan vallar Juan José Jacob Peñalver, yfirmaður akademíunnar hjá Nordsjælland, og Mirhan Fazliu sem stýrir leikmannakaupum í akademíunni, tala afar vel um Alexander á heimasíðu félagsins: „Alexander er skandinavískt hæfileikabúnt og einn sá mest spennandi frá Íslandi, og við erum afar ánægðir með að hann komi til Nordsjælland frá KR sumarið 2026. Hann hefur þegar heimsótt okkur og tekið þátt í alþjóðlegu móti þar sem hann heillaði með hæfileikum sínum innan vallar en ekki síður með þroska sínum, samskiptum og karakterstyrk utan vallar Við erum sannfærðir um að Alexander hafi þá hæfileika sem til þarf, bæði sem íþróttamaður og manneskja, til að komast með farsælum hætti í gegnum akademíuna okkar. Og við hlökkum til að vera miðpunktur þess að hann þróist, bæði sem leikmaður og manneskja,“ sagði Peñalver og bætti við hve stoltir Nordsjælland-menn mættu vera að Alexander hefði valið félagið. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland) „Alexander er leikmaður með mjög þroskaðan prófíl miðað við aldur. Hann er með góðan tæknilegan grunn, þar sem hann getur bæði farið hratt með boltann og líka haldið ró í þröngum aðstæðum. Ákvarðanatakan sýnir mikinn þroska og yfirvegun, og hann höndlar að aðlagast ólíkum taktískum aðstæðum með mikilli orku og gæðum,“ sgaði Fazliu og tók í sama streng varðandi það hve Alexander sýndi einnig mikla hæfileika í að hafa áhrif á leikmenn í kringum sig. Danski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Alexander er aðeins 15 ára og mun áfram spila með KR en halda svo til Nordsjælland næsta sumar, þegar hann verður orðinn 16 ára. Hann fór til reynslu hjá Nordsjælland og einnig FC Kaupmannahöfn síðastliðinn vetur, og tók þátt í að vinna æfingamót í Hollandi með Nordsjæland, áður en hann skrifaði undir samning við KR sem gildir út árið 2027. Danska félagið þarf því að kaupa hann en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Alexander varð í fyrrasumar yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild karla á Íslandi, þá 14 ára og 147 daga gamall, þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson setti hann inn á í 4-2 sigri gegn ÍA. Pabbi hans, Pálmi Rafn Pálmason, hafði áður verið með Alexander á varamannabekknum þegar hann stýrði KR tímabundið. Alexander hefur síðan orðið yngstur til að vera í byrjunarliði í efstu deild, yngstur til að gefa stoðsendingu og yngstur til að skora, og hrifsað met sem áður voru í eigu sjálfs Eiðs Smára Guðjohnsen (Sigurður Breki Kárason, einnig í KR, var þó á undan til að bæta met Eiðs sem sá yngsti í byrjunarliði, áður en Alexander bætti met Sigurðar). Sló í gegn innan sem utan vallar Juan José Jacob Peñalver, yfirmaður akademíunnar hjá Nordsjælland, og Mirhan Fazliu sem stýrir leikmannakaupum í akademíunni, tala afar vel um Alexander á heimasíðu félagsins: „Alexander er skandinavískt hæfileikabúnt og einn sá mest spennandi frá Íslandi, og við erum afar ánægðir með að hann komi til Nordsjælland frá KR sumarið 2026. Hann hefur þegar heimsótt okkur og tekið þátt í alþjóðlegu móti þar sem hann heillaði með hæfileikum sínum innan vallar en ekki síður með þroska sínum, samskiptum og karakterstyrk utan vallar Við erum sannfærðir um að Alexander hafi þá hæfileika sem til þarf, bæði sem íþróttamaður og manneskja, til að komast með farsælum hætti í gegnum akademíuna okkar. Og við hlökkum til að vera miðpunktur þess að hann þróist, bæði sem leikmaður og manneskja,“ sagði Peñalver og bætti við hve stoltir Nordsjælland-menn mættu vera að Alexander hefði valið félagið. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland) „Alexander er leikmaður með mjög þroskaðan prófíl miðað við aldur. Hann er með góðan tæknilegan grunn, þar sem hann getur bæði farið hratt með boltann og líka haldið ró í þröngum aðstæðum. Ákvarðanatakan sýnir mikinn þroska og yfirvegun, og hann höndlar að aðlagast ólíkum taktískum aðstæðum með mikilli orku og gæðum,“ sgaði Fazliu og tók í sama streng varðandi það hve Alexander sýndi einnig mikla hæfileika í að hafa áhrif á leikmenn í kringum sig.
Danski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira