Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 15:44 Huld Magnúsdóttir er forstjóri Trygginastofnunarinnar. Aðsend/Silla Páls Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. Þetta kemur fram í skýrslu Félagsvísindastofnunar sem unnin var að beiðni Tryggingastofnunar í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á málþingi í dag. Ákveðið var að framkvæma rannsóknina vegna yfirvofandi breytinga á almannatryggingakerfinu sem taka gildi 1. september. Tæplega tveir þriðju þeirra með örorkulífeyri eru konur, en sextíu prósent allra kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtugt. Í nokkrum árgöngum kvenna sem eru yfir sextugt er fjórða hver kona öryrki. Forstjóri Tryggingastofnunar segir um samfélagslegt mál að ræða. „Það er nauðsynlegt til að meta áhrifin af nýju kerfi að fá grunnlínu upplýsinga svo við getum tekið afstöðu til þess hvort kerfisbreytingin hafði áhrif, sérlega þar sem margt nýtt er í farvatninu svo sem hvatar til atvinnuþátttöku fólks með örorkumat, nýtt samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi og aukin þjónusta,“ er haft eftir Huld Magnúsdóttur, forstjóra Tryggingastofnunarinnar í fréttatilkynningu. Líklegri til að hafa orðið fyrir ofbeldi Í skýrslunni kemur fram að konur með örorkulífeyri standi almennt hallari fæti en aðrir. Til að mynda sýna niðurstöðurnar að mun fleiri konur sem hafa einungis lokið grunnámi eða minna eru líklegri til að vera með örorkulífeyri. Fjórðungur kvenna með örorkulífeyri sem tók þátt í könnunni var með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði og töldu 34 prósent þeirra frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega. Konur sem hafa átt barn sem átti við áfengis- eða fíkniefnavanda að stríða, hefur verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst íbúðarhúsnæði, orðið reglulega fyrir líkamlegu ofbeldi sem barn og að hafa orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi eru líklegri til að þiggja örorkulífeyri. Á málþinginu benti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, á að tenging væri á milli niðurstaðna varðandi álag á konum á vinnumarkaði, umönnunarábyrgð og kynbundið ofbeldi. „Í rannsókninni megi glögglega sjá hver áhrif af erfiðum aðstæðum á vinnumarkaði og heima fyrir eru á konur sem geti svo leitt til þess að þær fari mun frekar á örorkulífeyri en karlar,“ segir í fréttatilkynningu. Skýrsluna má lesa hér. Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Félagsvísindastofnunar sem unnin var að beiðni Tryggingastofnunar í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar á málþingi í dag. Ákveðið var að framkvæma rannsóknina vegna yfirvofandi breytinga á almannatryggingakerfinu sem taka gildi 1. september. Tæplega tveir þriðju þeirra með örorkulífeyri eru konur, en sextíu prósent allra kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtugt. Í nokkrum árgöngum kvenna sem eru yfir sextugt er fjórða hver kona öryrki. Forstjóri Tryggingastofnunar segir um samfélagslegt mál að ræða. „Það er nauðsynlegt til að meta áhrifin af nýju kerfi að fá grunnlínu upplýsinga svo við getum tekið afstöðu til þess hvort kerfisbreytingin hafði áhrif, sérlega þar sem margt nýtt er í farvatninu svo sem hvatar til atvinnuþátttöku fólks með örorkumat, nýtt samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi og aukin þjónusta,“ er haft eftir Huld Magnúsdóttur, forstjóra Tryggingastofnunarinnar í fréttatilkynningu. Líklegri til að hafa orðið fyrir ofbeldi Í skýrslunni kemur fram að konur með örorkulífeyri standi almennt hallari fæti en aðrir. Til að mynda sýna niðurstöðurnar að mun fleiri konur sem hafa einungis lokið grunnámi eða minna eru líklegri til að vera með örorkulífeyri. Fjórðungur kvenna með örorkulífeyri sem tók þátt í könnunni var með heimilistekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði og töldu 34 prósent þeirra frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega. Konur sem hafa átt barn sem átti við áfengis- eða fíkniefnavanda að stríða, hefur verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst íbúðarhúsnæði, orðið reglulega fyrir líkamlegu ofbeldi sem barn og að hafa orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi eru líklegri til að þiggja örorkulífeyri. Á málþinginu benti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, á að tenging væri á milli niðurstaðna varðandi álag á konum á vinnumarkaði, umönnunarábyrgð og kynbundið ofbeldi. „Í rannsókninni megi glögglega sjá hver áhrif af erfiðum aðstæðum á vinnumarkaði og heima fyrir eru á konur sem geti svo leitt til þess að þær fari mun frekar á örorkulífeyri en karlar,“ segir í fréttatilkynningu. Skýrsluna má lesa hér.
Félagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira