Wirtz strax kominn á hættusvæði Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2025 09:07 Á að halda Florian Wirtz eða selja? Strákarnir í Fantasýn hafa mikla reynslu af fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar og sögðu sína skoðun. Getty/Sýn Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hafa um margt að hugsa eftir fyrstu umferðina, til að mynda varðandi nýju Liverpool-stjörnuna Florian Wirtz, og þá er gott að geta leitað til sérfræðinga í þessum skemmtilega leik. Strákarnir í Fantasýn-hlaðvarpinu, þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban, rýndu í það sem á gekk í fyrstu umferð í þættinum sem hlusta má á hér að neðan. Þeir hvöttu fólk eindregið til að halda að sér höndum og bregðast ekki of harkalega við eftir fyrstu leikvikuna. Þó eru strax uppi efasemdir um að Wirtz standi undir sínum verðmiða í leiknum sem 8,5 milljóna punda miðjumaður. Hann sló að minnsta kosti ekki í gegn í fyrsta leik, í 4-2 sigrinum gegn Bournemouth: „Hann var mjög vinsæll og ég er með hann í mínu liði. En þetta var fyrsta tilfinningin á þessu tímabili þar sem maður hugsaði: „Æ, hvað var ég að hugsa?“,“ sagði Albert í þættinum. „Hann er á 8,5, ekki með vítin og var ekki að ógna mikið í þessum leik. Mér fannst hann ekki hrikalegur í þessum leik en ég veit um marga aðra, sem horfðu ekki á þetta með mínum Liverpool-gleraugum, sem fannst hann alveg hrikalegur,“ sagði Albert sem ætlar ekki að selja Wirtz, að minnsta kosti ekki strax. „Ég sá einhver gæði þarna sem ég hef trú á. Auðvitað vonar maður að maður sjái eitthvað í honum þegar Liverpool er að borga svona gríðarháa upphæð fyrir leikmann. En hann er leikmaður sem er kominn á hættusvæði hjá mér. Ég gef honum klárlega næsta leik en ef hann sýnir ekki fleiri jákvæð merki þá fer ég að endurskoða stöðuna,“ sagði Albert en hér að neðan má sjá liðið sem hann tefldi fram í fyrstu umferð. View this post on Instagram A post shared by Fantasýn (@fantasynpod) Hægt er að skrá sig í leikinn með því að smella hér og fara þátttakendur sjálfkrafa í Sýn Sport deildina þar sem vinningar verða veittir í hverjum mánuði. Hér má svo finna heimavöll Fantasýn en strákarnir eru líka á Instagram og X og veita þar einnig ráðleggingar. Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. 15. ágúst 2025 07:03 Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
Strákarnir í Fantasýn-hlaðvarpinu, þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban, rýndu í það sem á gekk í fyrstu umferð í þættinum sem hlusta má á hér að neðan. Þeir hvöttu fólk eindregið til að halda að sér höndum og bregðast ekki of harkalega við eftir fyrstu leikvikuna. Þó eru strax uppi efasemdir um að Wirtz standi undir sínum verðmiða í leiknum sem 8,5 milljóna punda miðjumaður. Hann sló að minnsta kosti ekki í gegn í fyrsta leik, í 4-2 sigrinum gegn Bournemouth: „Hann var mjög vinsæll og ég er með hann í mínu liði. En þetta var fyrsta tilfinningin á þessu tímabili þar sem maður hugsaði: „Æ, hvað var ég að hugsa?“,“ sagði Albert í þættinum. „Hann er á 8,5, ekki með vítin og var ekki að ógna mikið í þessum leik. Mér fannst hann ekki hrikalegur í þessum leik en ég veit um marga aðra, sem horfðu ekki á þetta með mínum Liverpool-gleraugum, sem fannst hann alveg hrikalegur,“ sagði Albert sem ætlar ekki að selja Wirtz, að minnsta kosti ekki strax. „Ég sá einhver gæði þarna sem ég hef trú á. Auðvitað vonar maður að maður sjái eitthvað í honum þegar Liverpool er að borga svona gríðarháa upphæð fyrir leikmann. En hann er leikmaður sem er kominn á hættusvæði hjá mér. Ég gef honum klárlega næsta leik en ef hann sýnir ekki fleiri jákvæð merki þá fer ég að endurskoða stöðuna,“ sagði Albert en hér að neðan má sjá liðið sem hann tefldi fram í fyrstu umferð. View this post on Instagram A post shared by Fantasýn (@fantasynpod) Hægt er að skrá sig í leikinn með því að smella hér og fara þátttakendur sjálfkrafa í Sýn Sport deildina þar sem vinningar verða veittir í hverjum mánuði. Hér má svo finna heimavöll Fantasýn en strákarnir eru líka á Instagram og X og veita þar einnig ráðleggingar.
Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. 15. ágúst 2025 07:03 Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
„Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. 15. ágúst 2025 07:03