„Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. ágúst 2025 10:31 Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason spiluðu lengi saman en eru hættir í handbolta og keppa nú á móti hvorum öðrum í golfi og padel. Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason hafa fylgst að nánast allan handboltaferilinn og eru nú báðir búnir að leggja skóna á hilluna. Þeir hafa ekki enn fengið nóg af hvorum öðrum og eru jafnvel meira saman eftir að hafa hætt í handbolta, en hvorugur er góður í golfi. Þeir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil en hafa báðir glímt við mikil meiðsli undanfarið og fannst tími til kominn að hætta í handbolta. Báðir eiga langan, tæplega tveggja áratuga, feril að baki og hafa fylgst að nánast alla tíð. „Það er ekkert sjálfgefið að frændur, þó við séum systkinabörn, séu svona mikið saman. Við erum búnir að vera saman öll þessi ár, utan við fimm, í sama liði. Það er eiginlega magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ segir Guðmundur og báðir glotta við, greinilega ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. Þeir ólust upp saman á Akureyri, fóru þaðan í Val og síðan saman í atvinnumennsku til Frakklands. Leiðir þeirra skildust svo í fimm ár, sem Geir segir hafa verið erfitt. „Hræðileg, óhugsandi að vera ekki með honum í liði. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, að hafa frænda með sér í liði. Ég fagnaði manna mest þegar hann kom í Hauka“ segir Geir léttur í lund. Leiðir frændanna skildust í fimm ár. Guðmundur fór til Austurríkis og síðan í Selfoss þegar hann sneri heim en hitti Geir aftur í Haukum. Vísir/Hulda Margrét Fjölskyldan fylgdi Frændurnir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil og enduðu ferilinn í sameiningu. En þeir tveir hafa ekki bara fylgst að heldur dregið alla fjölskylduna með í handboltann. „Þau mættu á alla leiki, bæði í yngri flokkum og meistaraflokki. Voru dugleg að koma út og komu suður þegar það voru stórir leikir hér. Alltaf þegar við fórum norður þá buðu þau alltaf í mat. Þau eru búin að vera mjög góð og við höfum fengið mikinn stuðning frá þeim“ segir Geir. Geir kastar sér á eftir bolta í leik með Haukum. Vísir/Hulda Margrét „Finnum okkur alltaf eitthvað að gera“ Nú þegar skórnir eru komnir upp á hillu og harpixið hefur verið hreinsað af puttunum eru frændurnir samt ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. „Við erum jafn mikið saman, ef ekki meira, eftir að við hættum í handbolta. Finnum okkur alltaf eitthvað að gera, förum í padel og erum miklir golfarar, þó við séum ekkert sérstaklega góðir golfarar“ segir Geir og Guðmundur tekur undir að skortur sé á golfkunnáttu. Handbolti Haukar Olís-deild karla Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Sjá meira
Þeir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil en hafa báðir glímt við mikil meiðsli undanfarið og fannst tími til kominn að hætta í handbolta. Báðir eiga langan, tæplega tveggja áratuga, feril að baki og hafa fylgst að nánast alla tíð. „Það er ekkert sjálfgefið að frændur, þó við séum systkinabörn, séu svona mikið saman. Við erum búnir að vera saman öll þessi ár, utan við fimm, í sama liði. Það er eiginlega magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ segir Guðmundur og báðir glotta við, greinilega ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. Þeir ólust upp saman á Akureyri, fóru þaðan í Val og síðan saman í atvinnumennsku til Frakklands. Leiðir þeirra skildust svo í fimm ár, sem Geir segir hafa verið erfitt. „Hræðileg, óhugsandi að vera ekki með honum í liði. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, að hafa frænda með sér í liði. Ég fagnaði manna mest þegar hann kom í Hauka“ segir Geir léttur í lund. Leiðir frændanna skildust í fimm ár. Guðmundur fór til Austurríkis og síðan í Selfoss þegar hann sneri heim en hitti Geir aftur í Haukum. Vísir/Hulda Margrét Fjölskyldan fylgdi Frændurnir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil og enduðu ferilinn í sameiningu. En þeir tveir hafa ekki bara fylgst að heldur dregið alla fjölskylduna með í handboltann. „Þau mættu á alla leiki, bæði í yngri flokkum og meistaraflokki. Voru dugleg að koma út og komu suður þegar það voru stórir leikir hér. Alltaf þegar við fórum norður þá buðu þau alltaf í mat. Þau eru búin að vera mjög góð og við höfum fengið mikinn stuðning frá þeim“ segir Geir. Geir kastar sér á eftir bolta í leik með Haukum. Vísir/Hulda Margrét „Finnum okkur alltaf eitthvað að gera“ Nú þegar skórnir eru komnir upp á hillu og harpixið hefur verið hreinsað af puttunum eru frændurnir samt ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. „Við erum jafn mikið saman, ef ekki meira, eftir að við hættum í handbolta. Finnum okkur alltaf eitthvað að gera, förum í padel og erum miklir golfarar, þó við séum ekkert sérstaklega góðir golfarar“ segir Geir og Guðmundur tekur undir að skortur sé á golfkunnáttu.
Handbolti Haukar Olís-deild karla Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti