Leik lokið: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Árni Gísli Magnússon skrifar 21. ágúst 2025 19:52 Sandra María Jessen skoraði í kvöld en klikkaði líka á víti. Vísir/Diego Þór/KA vann 4-0 heimasigur á FHL í Boganum í kvöld í fjórtándu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. FHL vann fyrsta sigur sumarsins í síðasta leik en voru lentar undir snemma leiks í kvöld. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir komu Þór/KA í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútunum og Sandra María Jessen skoraði þriðja markið snemma í seinni hálfleik. Sandra María lét síðan verja frá sér vítaspyrnu. Hin unga Bríet Fjóla Bjarnadóttir innsiglaði sigurinn í blálokin. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA FHL
Þór/KA vann 4-0 heimasigur á FHL í Boganum í kvöld í fjórtándu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. FHL vann fyrsta sigur sumarsins í síðasta leik en voru lentar undir snemma leiks í kvöld. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir komu Þór/KA í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútunum og Sandra María Jessen skoraði þriðja markið snemma í seinni hálfleik. Sandra María lét síðan verja frá sér vítaspyrnu. Hin unga Bríet Fjóla Bjarnadóttir innsiglaði sigurinn í blálokin. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.