Skattakóngurinn flytur úr landi Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2025 06:31 Árni Sigurðsson er aðstoðarforstjóri JBT Marel. Marel Skattakóngur síðasta árs miðað við launatekjur, Árni Sigurðsson hjá JBT Marel, hyggst flytjast búferlum til Chicago í Bandaríkjunum. Þar eru höfuðstöðvar JBT Marel en félagið er enn með starfstöðvar í Garðabæ eftir samruna John Bean Technologies og Marel í fyrra. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Árni tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra með rúmlega fjörutíu milljónir króna í tekjur á mánuði. Rétt er að árétta að þar er um allar útsvarsskyldar tekjur að ræða og þær þurfa ekki að endurspegla föst laun Árna. Þá má nefna að fjármagnstekjuskattur er tekinn út fyrir sviga í samantekt Frjálsrar verslunar og því er ekki loku fyrir það skotið að einhver annar en Árni hafi lagt mest til samneyslunnar í fyrra. Marel hf. sameinaðist John Bean Technologies Corporation á árinu en risasamruni félaganna kláraðist formlega í byrjun þessa árs. Árni var ráðinn aðstoðarforstjóri sameinaðs félags og hlaut bónusgreiðslur upp á um 330 milljónir króna við það tilefni, að því er segir í umfjöllun Innherja. Þá hlaut hann veglegar árangurstengdar greiðslur vegna síðasta árs og rekja má drjúgan hluta tekna hans í fyrra til þeirra. Líka af persónulegum ástæðum Það mun ekki væsa um Árna hjá sameinuðu félagi enda verður hann með 750 þúsund Bandaríkjadali, um 93 milljónir króna, á ári í grunnlaun auk möguleika á ríkulegum árangurstengdum greiðslum. Því gæti tölvubréf sem hann sendi samstarfsfólki sínu í lok júlí orðið þeim sem halda á pyngju ríkisins örlítið áhyggjuefni. Hann ætlar nefnilega að flytja úr landi. Í bréfinu, sem ritað er á ensku, segir hann að hann og fjölskylda hans hafi ákveðið að flytja til Chicago í Bandaríkjunum, að vel ígrunduðu máli. „Þetta er skref sem við höfum ákveðið að taka saman, með hag fjölskyldunnar fyrir brjósti og vegna nýrra tækifæra, bæði persónulega og í starfi. Ísland verður ávallt heimili okkar.“ Verður ekki langt undan Þá segir Árni að á sama tíma og fjölskyldan hlakki til þessa næsta kafla muni hann þó halda áfram að verja talsverðum tíma á Íslandi, koma reglulega í heimsókn til að vera með í áframhaldandi þróun félagsins á Íslandi. Þá verði hann í nánu sambandi við íslenska hluthafa í félaginu, sem hann muni funda með á hverjum ársfjórðungi. „Þessir búferlaflutningar veita mér gott tækifæri til að öðlast dýpri skilning á hinu rótgróna JBT. Að kynnast hvert öðru, þvert á nýlega sameinað félag, er nauðsynlegt vel heppnuðum samruna. Ég hlakka mikið til að verja tíma á starfsstöðvum okkar um allan heim, að hitta nýja samstarfsmenn og að styrkja sambönd þvert á félagið.“ Þá ítrekar hann að flutningarnir muni ekki hafa áhrif á það hversu auðvelt sé að ná í hann, dyr hans standi áfram opnar og samstarfsfólk megi búast við áframhaldandi góðum samskiptum og samstarfi. Árni baðst undan viðtali vegna flutninganna JBT Marel Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir Uppgjör JBTM yfir væntingum og stjórnendur birta afkomuspá vegna minni óvissu Afkoma JBT Marels á öðrum fjórðungi var yfir væntingum greinenda og aðlagaður rekstrarhagnaður hækkaði talsvert frá fyrstu þremur mánuðum ársins. Vegna minnkandi óvissu hafa stjórnendur félagsins treyst sér til að birta á nýjan leik afkomuspá fyrir árið 2025, en hækkandi tollar hafa þar lítilleg áhrif á afkomuna. 5. ágúst 2025 11:26 Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Alvotech hefur ráðið Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Linda tekur við starfinu af Joel Morales sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech. 10. júlí 2025 09:11 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Árni tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra með rúmlega fjörutíu milljónir króna í tekjur á mánuði. Rétt er að árétta að þar er um allar útsvarsskyldar tekjur að ræða og þær þurfa ekki að endurspegla föst laun Árna. Þá má nefna að fjármagnstekjuskattur er tekinn út fyrir sviga í samantekt Frjálsrar verslunar og því er ekki loku fyrir það skotið að einhver annar en Árni hafi lagt mest til samneyslunnar í fyrra. Marel hf. sameinaðist John Bean Technologies Corporation á árinu en risasamruni félaganna kláraðist formlega í byrjun þessa árs. Árni var ráðinn aðstoðarforstjóri sameinaðs félags og hlaut bónusgreiðslur upp á um 330 milljónir króna við það tilefni, að því er segir í umfjöllun Innherja. Þá hlaut hann veglegar árangurstengdar greiðslur vegna síðasta árs og rekja má drjúgan hluta tekna hans í fyrra til þeirra. Líka af persónulegum ástæðum Það mun ekki væsa um Árna hjá sameinuðu félagi enda verður hann með 750 þúsund Bandaríkjadali, um 93 milljónir króna, á ári í grunnlaun auk möguleika á ríkulegum árangurstengdum greiðslum. Því gæti tölvubréf sem hann sendi samstarfsfólki sínu í lok júlí orðið þeim sem halda á pyngju ríkisins örlítið áhyggjuefni. Hann ætlar nefnilega að flytja úr landi. Í bréfinu, sem ritað er á ensku, segir hann að hann og fjölskylda hans hafi ákveðið að flytja til Chicago í Bandaríkjunum, að vel ígrunduðu máli. „Þetta er skref sem við höfum ákveðið að taka saman, með hag fjölskyldunnar fyrir brjósti og vegna nýrra tækifæra, bæði persónulega og í starfi. Ísland verður ávallt heimili okkar.“ Verður ekki langt undan Þá segir Árni að á sama tíma og fjölskyldan hlakki til þessa næsta kafla muni hann þó halda áfram að verja talsverðum tíma á Íslandi, koma reglulega í heimsókn til að vera með í áframhaldandi þróun félagsins á Íslandi. Þá verði hann í nánu sambandi við íslenska hluthafa í félaginu, sem hann muni funda með á hverjum ársfjórðungi. „Þessir búferlaflutningar veita mér gott tækifæri til að öðlast dýpri skilning á hinu rótgróna JBT. Að kynnast hvert öðru, þvert á nýlega sameinað félag, er nauðsynlegt vel heppnuðum samruna. Ég hlakka mikið til að verja tíma á starfsstöðvum okkar um allan heim, að hitta nýja samstarfsmenn og að styrkja sambönd þvert á félagið.“ Þá ítrekar hann að flutningarnir muni ekki hafa áhrif á það hversu auðvelt sé að ná í hann, dyr hans standi áfram opnar og samstarfsfólk megi búast við áframhaldandi góðum samskiptum og samstarfi. Árni baðst undan viðtali vegna flutninganna
JBT Marel Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir Uppgjör JBTM yfir væntingum og stjórnendur birta afkomuspá vegna minni óvissu Afkoma JBT Marels á öðrum fjórðungi var yfir væntingum greinenda og aðlagaður rekstrarhagnaður hækkaði talsvert frá fyrstu þremur mánuðum ársins. Vegna minnkandi óvissu hafa stjórnendur félagsins treyst sér til að birta á nýjan leik afkomuspá fyrir árið 2025, en hækkandi tollar hafa þar lítilleg áhrif á afkomuna. 5. ágúst 2025 11:26 Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Alvotech hefur ráðið Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Linda tekur við starfinu af Joel Morales sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech. 10. júlí 2025 09:11 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Uppgjör JBTM yfir væntingum og stjórnendur birta afkomuspá vegna minni óvissu Afkoma JBT Marels á öðrum fjórðungi var yfir væntingum greinenda og aðlagaður rekstrarhagnaður hækkaði talsvert frá fyrstu þremur mánuðum ársins. Vegna minnkandi óvissu hafa stjórnendur félagsins treyst sér til að birta á nýjan leik afkomuspá fyrir árið 2025, en hækkandi tollar hafa þar lítilleg áhrif á afkomuna. 5. ágúst 2025 11:26
Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Alvotech hefur ráðið Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Linda tekur við starfinu af Joel Morales sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech. 10. júlí 2025 09:11