Skattakóngurinn flytur úr landi Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2025 06:31 Árni Sigurðsson er aðstoðarforstjóri JBT Marel. Marel Skattakóngur síðasta árs miðað við launatekjur, Árni Sigurðsson hjá JBT Marel, hyggst flytjast búferlum til Chicago í Bandaríkjunum. Þar eru höfuðstöðvar JBT Marel en félagið er enn með starfstöðvar í Garðabæ eftir samruna John Bean Technologies og Marel í fyrra. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Árni tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra með rúmlega fjörutíu milljónir króna í tekjur á mánuði. Rétt er að árétta að þar er um allar útsvarsskyldar tekjur að ræða og þær þurfa ekki að endurspegla föst laun Árna. Þá má nefna að fjármagnstekjuskattur er tekinn út fyrir sviga í samantekt Frjálsrar verslunar og því er ekki loku fyrir það skotið að einhver annar en Árni hafi lagt mest til samneyslunnar í fyrra. Marel hf. sameinaðist John Bean Technologies Corporation á árinu en risasamruni félaganna kláraðist formlega í byrjun þessa árs. Árni var ráðinn aðstoðarforstjóri sameinaðs félags og hlaut bónusgreiðslur upp á um 330 milljónir króna við það tilefni, að því er segir í umfjöllun Innherja. Þá hlaut hann veglegar árangurstengdar greiðslur vegna síðasta árs og rekja má drjúgan hluta tekna hans í fyrra til þeirra. Líka af persónulegum ástæðum Það mun ekki væsa um Árna hjá sameinuðu félagi enda verður hann með 750 þúsund Bandaríkjadali, um 93 milljónir króna, á ári í grunnlaun auk möguleika á ríkulegum árangurstengdum greiðslum. Því gæti tölvubréf sem hann sendi samstarfsfólki sínu í lok júlí orðið þeim sem halda á pyngju ríkisins örlítið áhyggjuefni. Hann ætlar nefnilega að flytja úr landi. Í bréfinu, sem ritað er á ensku, segir hann að hann og fjölskylda hans hafi ákveðið að flytja til Chicago í Bandaríkjunum, að vel ígrunduðu máli. „Þetta er skref sem við höfum ákveðið að taka saman, með hag fjölskyldunnar fyrir brjósti og vegna nýrra tækifæra, bæði persónulega og í starfi. Ísland verður ávallt heimili okkar.“ Verður ekki langt undan Þá segir Árni að á sama tíma og fjölskyldan hlakki til þessa næsta kafla muni hann þó halda áfram að verja talsverðum tíma á Íslandi, koma reglulega í heimsókn til að vera með í áframhaldandi þróun félagsins á Íslandi. Þá verði hann í nánu sambandi við íslenska hluthafa í félaginu, sem hann muni funda með á hverjum ársfjórðungi. „Þessir búferlaflutningar veita mér gott tækifæri til að öðlast dýpri skilning á hinu rótgróna JBT. Að kynnast hvert öðru, þvert á nýlega sameinað félag, er nauðsynlegt vel heppnuðum samruna. Ég hlakka mikið til að verja tíma á starfsstöðvum okkar um allan heim, að hitta nýja samstarfsmenn og að styrkja sambönd þvert á félagið.“ Þá ítrekar hann að flutningarnir muni ekki hafa áhrif á það hversu auðvelt sé að ná í hann, dyr hans standi áfram opnar og samstarfsfólk megi búast við áframhaldandi góðum samskiptum og samstarfi. Árni baðst undan viðtali vegna flutninganna JBT Marel Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir Uppgjör JBTM yfir væntingum og stjórnendur birta afkomuspá vegna minni óvissu Afkoma JBT Marels á öðrum fjórðungi var yfir væntingum greinenda og aðlagaður rekstrarhagnaður hækkaði talsvert frá fyrstu þremur mánuðum ársins. Vegna minnkandi óvissu hafa stjórnendur félagsins treyst sér til að birta á nýjan leik afkomuspá fyrir árið 2025, en hækkandi tollar hafa þar lítilleg áhrif á afkomuna. 5. ágúst 2025 11:26 Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Alvotech hefur ráðið Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Linda tekur við starfinu af Joel Morales sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech. 10. júlí 2025 09:11 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Árni tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra með rúmlega fjörutíu milljónir króna í tekjur á mánuði. Rétt er að árétta að þar er um allar útsvarsskyldar tekjur að ræða og þær þurfa ekki að endurspegla föst laun Árna. Þá má nefna að fjármagnstekjuskattur er tekinn út fyrir sviga í samantekt Frjálsrar verslunar og því er ekki loku fyrir það skotið að einhver annar en Árni hafi lagt mest til samneyslunnar í fyrra. Marel hf. sameinaðist John Bean Technologies Corporation á árinu en risasamruni félaganna kláraðist formlega í byrjun þessa árs. Árni var ráðinn aðstoðarforstjóri sameinaðs félags og hlaut bónusgreiðslur upp á um 330 milljónir króna við það tilefni, að því er segir í umfjöllun Innherja. Þá hlaut hann veglegar árangurstengdar greiðslur vegna síðasta árs og rekja má drjúgan hluta tekna hans í fyrra til þeirra. Líka af persónulegum ástæðum Það mun ekki væsa um Árna hjá sameinuðu félagi enda verður hann með 750 þúsund Bandaríkjadali, um 93 milljónir króna, á ári í grunnlaun auk möguleika á ríkulegum árangurstengdum greiðslum. Því gæti tölvubréf sem hann sendi samstarfsfólki sínu í lok júlí orðið þeim sem halda á pyngju ríkisins örlítið áhyggjuefni. Hann ætlar nefnilega að flytja úr landi. Í bréfinu, sem ritað er á ensku, segir hann að hann og fjölskylda hans hafi ákveðið að flytja til Chicago í Bandaríkjunum, að vel ígrunduðu máli. „Þetta er skref sem við höfum ákveðið að taka saman, með hag fjölskyldunnar fyrir brjósti og vegna nýrra tækifæra, bæði persónulega og í starfi. Ísland verður ávallt heimili okkar.“ Verður ekki langt undan Þá segir Árni að á sama tíma og fjölskyldan hlakki til þessa næsta kafla muni hann þó halda áfram að verja talsverðum tíma á Íslandi, koma reglulega í heimsókn til að vera með í áframhaldandi þróun félagsins á Íslandi. Þá verði hann í nánu sambandi við íslenska hluthafa í félaginu, sem hann muni funda með á hverjum ársfjórðungi. „Þessir búferlaflutningar veita mér gott tækifæri til að öðlast dýpri skilning á hinu rótgróna JBT. Að kynnast hvert öðru, þvert á nýlega sameinað félag, er nauðsynlegt vel heppnuðum samruna. Ég hlakka mikið til að verja tíma á starfsstöðvum okkar um allan heim, að hitta nýja samstarfsmenn og að styrkja sambönd þvert á félagið.“ Þá ítrekar hann að flutningarnir muni ekki hafa áhrif á það hversu auðvelt sé að ná í hann, dyr hans standi áfram opnar og samstarfsfólk megi búast við áframhaldandi góðum samskiptum og samstarfi. Árni baðst undan viðtali vegna flutninganna
JBT Marel Bandaríkin Skattar og tollar Tengdar fréttir Uppgjör JBTM yfir væntingum og stjórnendur birta afkomuspá vegna minni óvissu Afkoma JBT Marels á öðrum fjórðungi var yfir væntingum greinenda og aðlagaður rekstrarhagnaður hækkaði talsvert frá fyrstu þremur mánuðum ársins. Vegna minnkandi óvissu hafa stjórnendur félagsins treyst sér til að birta á nýjan leik afkomuspá fyrir árið 2025, en hækkandi tollar hafa þar lítilleg áhrif á afkomuna. 5. ágúst 2025 11:26 Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Alvotech hefur ráðið Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Linda tekur við starfinu af Joel Morales sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech. 10. júlí 2025 09:11 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Uppgjör JBTM yfir væntingum og stjórnendur birta afkomuspá vegna minni óvissu Afkoma JBT Marels á öðrum fjórðungi var yfir væntingum greinenda og aðlagaður rekstrarhagnaður hækkaði talsvert frá fyrstu þremur mánuðum ársins. Vegna minnkandi óvissu hafa stjórnendur félagsins treyst sér til að birta á nýjan leik afkomuspá fyrir árið 2025, en hækkandi tollar hafa þar lítilleg áhrif á afkomuna. 5. ágúst 2025 11:26
Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Alvotech hefur ráðið Lindu Jónsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Linda tekur við starfinu af Joel Morales sem verið hefur framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech. 10. júlí 2025 09:11