Framboðið „verður að koma í ljós“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 17:05 Sanna Magdalena Mörudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, sagði það hafa verið orðaleik að titla sig sem „sósíalískan borgarfulltrúa.“ Vísir/Ívar Fannar Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði sig fram fyrir flokkinn í komandi sveitastjórnarkosningum. Mikið hefur gengið á innan stjórnar flokksins eftir stjórnarskipti í vor. Hún segist opin fyrir samtali um samstarf við aðra flokka. Það vakti athygli blaðamanns þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, titlaði sig sem „sósíalískur borgarfulltrúi“ í aðsendri skoðanagrein á Vísi. „Ég var bara að leika mér með orðalag,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Ég er hluti af þessum framboði sem náði inn þó það sé augljóst hver skoðun mín er á núverandi stjórn.“ Mikið hefur gengið á í flokknum í sumar eftir að ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins var kjörin. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar flokksins, hlaut ekki kjör þar sem hópur stillti sér upp gegn honum. Sjá nánar: Gunnar Smári féll í stjórnarkjör: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sanna var endurkjörin pólitískur leiðtogi flokksins en sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum innan flokksins eftir áðurnefndan fund. Þá sagði hún nýju forystuna stefna í ranga átt. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún ætli að bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningunum sem nálgast óðum. Þær fara fram 16. maí, sama dag og úrslitakvöld Eurovision. Þannig, ef þú myndir bjóða þig fram í komandi sveitastjórnarkosningum þá væri það fyrir Sósíalistaflokkinn? „Það verður að koma í ljós, ég hef ekki tekið ákvörðun.“ Sjálfsagt að ræða samstarf Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur sagst vera að skoða samstarf við aðra flokka fyrir komandi kosningar. „Mér finnst sjálfsagt að ræða hvort að það gæti gengið upp, mér fyndist eðlilegt og sjálfsagt að ræða það,“ segir Sanna. „Mér fyndist athyglisvert ef við gætum komið á einhverjum vettvangi þar sem að kjósendur sem aðhyllast sömu hugmyndir geti rætt saman.“ Engin formleg skref hafa verið tekin en að sögn Sönnu hafa Píratar verið nefndir en hún hafi sjálf ekki tekið þátt í slíkum samtölum. Hún vill efla grasrót flokkanna og koma af stað samtali. „Auðvitað er maður að heyra í fólki úr öðrum flokkum, það hefur átt sér stað, en það þarf að fara fram meira samtal um þetta,“ segir Sanna. „Það er mikið verið að spyrja mig þau sem að leiða störfin rir sína flokkanna hvernig ég sjái framtíðina fyrir mér. Mér fyndist svo athyglisvert og mikilvægt að heyra hvað grasrót flokkanna er að segja og ég vil heyra frá þeim.“ Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Það vakti athygli blaðamanns þegar Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, titlaði sig sem „sósíalískur borgarfulltrúi“ í aðsendri skoðanagrein á Vísi. „Ég var bara að leika mér með orðalag,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Ég er hluti af þessum framboði sem náði inn þó það sé augljóst hver skoðun mín er á núverandi stjórn.“ Mikið hefur gengið á í flokknum í sumar eftir að ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins var kjörin. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar flokksins, hlaut ekki kjör þar sem hópur stillti sér upp gegn honum. Sjá nánar: Gunnar Smári féll í stjórnarkjör: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sanna var endurkjörin pólitískur leiðtogi flokksins en sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum innan flokksins eftir áðurnefndan fund. Þá sagði hún nýju forystuna stefna í ranga átt. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún ætli að bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningunum sem nálgast óðum. Þær fara fram 16. maí, sama dag og úrslitakvöld Eurovision. Þannig, ef þú myndir bjóða þig fram í komandi sveitastjórnarkosningum þá væri það fyrir Sósíalistaflokkinn? „Það verður að koma í ljós, ég hef ekki tekið ákvörðun.“ Sjálfsagt að ræða samstarf Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur sagst vera að skoða samstarf við aðra flokka fyrir komandi kosningar. „Mér finnst sjálfsagt að ræða hvort að það gæti gengið upp, mér fyndist eðlilegt og sjálfsagt að ræða það,“ segir Sanna. „Mér fyndist athyglisvert ef við gætum komið á einhverjum vettvangi þar sem að kjósendur sem aðhyllast sömu hugmyndir geti rætt saman.“ Engin formleg skref hafa verið tekin en að sögn Sönnu hafa Píratar verið nefndir en hún hafi sjálf ekki tekið þátt í slíkum samtölum. Hún vill efla grasrót flokkanna og koma af stað samtali. „Auðvitað er maður að heyra í fólki úr öðrum flokkum, það hefur átt sér stað, en það þarf að fara fram meira samtal um þetta,“ segir Sanna. „Það er mikið verið að spyrja mig þau sem að leiða störfin rir sína flokkanna hvernig ég sjái framtíðina fyrir mér. Mér fyndist svo athyglisvert og mikilvægt að heyra hvað grasrót flokkanna er að segja og ég vil heyra frá þeim.“
Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent