Ný dýrasta knattspyrnukona heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 18:02 Lizbeth Ovalle var mjög sigursæl með Tigres UANL og hér er hún með einn af mörgum bikurum sem hún vann með félaginu. EPA/MIGUEL SIERRA Olivia Smith er ekki lengur dýrasta knattspyrnukona heims. Metið hefur skipt ört um hendur síðustu misseri og nú er það komið í hendurnar á mexíkóskri landsliðskonu aðeins mánuði eftir að Smith eignaðist það. Bandaríska félagið Orlando Pride er að gera Lizbeth Ovalle að dýrustu knattspyrnukonu heims með því að kaupa hana frá Femenil Tigres í Mexikó fyrir 1,5 milljónir Bandaríkjadala. Orðrómur var uppi að hún kostaði tvær milljónir dala en samkvæmt heimildum ESPN er upphæðin aðeins lægri en það. Smith kostaði Arsenal 1,3 milljónir dala þegar Evrópumeistararnir keyptu hana frá Liverpool í síðasta mánuði og Chelsea keypti bandaríska varnarmanninn Naomi Girma fyir 1,1 milljón dala í janúar. Heimsmetið er því að falla í þriðja sinn á þessu ári. Ovalle er 25 ára gömul og spilar sem vængmaður. Hún hefur skorað 136 mörk og gefið 107 stoðsendingar í 294 leikjum fyrir Tigres liðið síðan hún spilaði sinn fyrsta leik árið 2017. The world transfer record in women's football is set to be shattered again 💥💸Mexican Lizbeth Ovalle will sign for Orlando Pride from Tigres for a reported $1.5 million ✍️Here's what she's capable of 👇🤯pic.twitter.com/AqhgUg3Biz— DW Sports (@dw_sports) August 20, 2025 Hún vakti heimsathygli í mars fyrir að skora magnað mark þegar hún tók boltann viðstöðulaust á lofti með hælnum. Markið má sjá hér fyrir ofan. Það var eins og Ovalle hafi þarna sameinað alla erfiðustu aðferðirnar til að skora fótboltamark. Hefði þetta verið fimleikaæfing þá hefði erfiðleikastuðullinn líklegast sprengt alla skala. Ovalle skoraði nefnilega með því að taka boltann viðstöðulaust á lofti, hún snéri öfugt og skoraði með því að skjóta aftur fyrir sig og með því að skora með hælnum. Þetta væri vanalega kallað sporðdrekaspark en hún snéri samt öfugt og tókst einhvern veginn að fleyta boltanum í fjærhornið með einhverskonar karatesparki. The record transfer fee for a women's football player is about to be broken for the third time in 2025.The Orlando Pride are set to pay $1.5 million for Mexican international Lizbeth Ovalle.The record has nearly doubled over the course of 2025. pic.twitter.com/Aq0zOJGJUf— Dylan Dittrich (@DylanDittrich) August 20, 2025 Það er ekkert skrýtið að mönnum skorti lýsingarorðin en hún sjálf talaði um að kalla þetta La gamba eða rækjuna. Ovalle verður með þessu fyrsti leikmaðurinn frá Mexíkó, karl eða kona, til að halda titlinum sem sá dýrasti í heimi. Femenil Tigres fær líka ekki aðeins þessar 186 milljónir íslenskra króna því mexíkóska félagið tryggði sér einnig tíu prósent af framtíðarsölu á Ovalle. Ovalle hefur sex sinnum orðið meistari í Mexíkó og var valin í úrvalslið Gullbikarsins í sumar þar sem hún spilaði mjög vel með landsliðinu. Nú ætlar hún að reyna sig í bandarísku atvinnumannadeildinni og þar verður pressa á henni frá fyrsta leik. Bienvenida a Orlando ✨ The Orlando Pride have signed Mexican forward Jacquie Ovalle to a world-record deal through 2027, with a mutual option for 2028.READ MORE: https://t.co/4jcWiHmngN pic.twitter.com/302FKwres6— Orlando Pride (@ORLPride) August 21, 2025 Bandaríski fótboltinn Mexíkó Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjá meira
Bandaríska félagið Orlando Pride er að gera Lizbeth Ovalle að dýrustu knattspyrnukonu heims með því að kaupa hana frá Femenil Tigres í Mexikó fyrir 1,5 milljónir Bandaríkjadala. Orðrómur var uppi að hún kostaði tvær milljónir dala en samkvæmt heimildum ESPN er upphæðin aðeins lægri en það. Smith kostaði Arsenal 1,3 milljónir dala þegar Evrópumeistararnir keyptu hana frá Liverpool í síðasta mánuði og Chelsea keypti bandaríska varnarmanninn Naomi Girma fyir 1,1 milljón dala í janúar. Heimsmetið er því að falla í þriðja sinn á þessu ári. Ovalle er 25 ára gömul og spilar sem vængmaður. Hún hefur skorað 136 mörk og gefið 107 stoðsendingar í 294 leikjum fyrir Tigres liðið síðan hún spilaði sinn fyrsta leik árið 2017. The world transfer record in women's football is set to be shattered again 💥💸Mexican Lizbeth Ovalle will sign for Orlando Pride from Tigres for a reported $1.5 million ✍️Here's what she's capable of 👇🤯pic.twitter.com/AqhgUg3Biz— DW Sports (@dw_sports) August 20, 2025 Hún vakti heimsathygli í mars fyrir að skora magnað mark þegar hún tók boltann viðstöðulaust á lofti með hælnum. Markið má sjá hér fyrir ofan. Það var eins og Ovalle hafi þarna sameinað alla erfiðustu aðferðirnar til að skora fótboltamark. Hefði þetta verið fimleikaæfing þá hefði erfiðleikastuðullinn líklegast sprengt alla skala. Ovalle skoraði nefnilega með því að taka boltann viðstöðulaust á lofti, hún snéri öfugt og skoraði með því að skjóta aftur fyrir sig og með því að skora með hælnum. Þetta væri vanalega kallað sporðdrekaspark en hún snéri samt öfugt og tókst einhvern veginn að fleyta boltanum í fjærhornið með einhverskonar karatesparki. The record transfer fee for a women's football player is about to be broken for the third time in 2025.The Orlando Pride are set to pay $1.5 million for Mexican international Lizbeth Ovalle.The record has nearly doubled over the course of 2025. pic.twitter.com/Aq0zOJGJUf— Dylan Dittrich (@DylanDittrich) August 20, 2025 Það er ekkert skrýtið að mönnum skorti lýsingarorðin en hún sjálf talaði um að kalla þetta La gamba eða rækjuna. Ovalle verður með þessu fyrsti leikmaðurinn frá Mexíkó, karl eða kona, til að halda titlinum sem sá dýrasti í heimi. Femenil Tigres fær líka ekki aðeins þessar 186 milljónir íslenskra króna því mexíkóska félagið tryggði sér einnig tíu prósent af framtíðarsölu á Ovalle. Ovalle hefur sex sinnum orðið meistari í Mexíkó og var valin í úrvalslið Gullbikarsins í sumar þar sem hún spilaði mjög vel með landsliðinu. Nú ætlar hún að reyna sig í bandarísku atvinnumannadeildinni og þar verður pressa á henni frá fyrsta leik. Bienvenida a Orlando ✨ The Orlando Pride have signed Mexican forward Jacquie Ovalle to a world-record deal through 2027, with a mutual option for 2028.READ MORE: https://t.co/4jcWiHmngN pic.twitter.com/302FKwres6— Orlando Pride (@ORLPride) August 21, 2025
Bandaríski fótboltinn Mexíkó Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjá meira