Ný dýrasta knattspyrnukona heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 18:02 Lizbeth Ovalle var mjög sigursæl með Tigres UANL og hér er hún með einn af mörgum bikurum sem hún vann með félaginu. EPA/MIGUEL SIERRA Olivia Smith er ekki lengur dýrasta knattspyrnukona heims. Metið hefur skipt ört um hendur síðustu misseri og nú er það komið í hendurnar á mexíkóskri landsliðskonu aðeins mánuði eftir að Smith eignaðist það. Bandaríska félagið Orlando Pride er að gera Lizbeth Ovalle að dýrustu knattspyrnukonu heims með því að kaupa hana frá Femenil Tigres í Mexikó fyrir 1,5 milljónir Bandaríkjadala. Orðrómur var uppi að hún kostaði tvær milljónir dala en samkvæmt heimildum ESPN er upphæðin aðeins lægri en það. Smith kostaði Arsenal 1,3 milljónir dala þegar Evrópumeistararnir keyptu hana frá Liverpool í síðasta mánuði og Chelsea keypti bandaríska varnarmanninn Naomi Girma fyir 1,1 milljón dala í janúar. Heimsmetið er því að falla í þriðja sinn á þessu ári. Ovalle er 25 ára gömul og spilar sem vængmaður. Hún hefur skorað 136 mörk og gefið 107 stoðsendingar í 294 leikjum fyrir Tigres liðið síðan hún spilaði sinn fyrsta leik árið 2017. The world transfer record in women's football is set to be shattered again 💥💸Mexican Lizbeth Ovalle will sign for Orlando Pride from Tigres for a reported $1.5 million ✍️Here's what she's capable of 👇🤯pic.twitter.com/AqhgUg3Biz— DW Sports (@dw_sports) August 20, 2025 Hún vakti heimsathygli í mars fyrir að skora magnað mark þegar hún tók boltann viðstöðulaust á lofti með hælnum. Markið má sjá hér fyrir ofan. Það var eins og Ovalle hafi þarna sameinað alla erfiðustu aðferðirnar til að skora fótboltamark. Hefði þetta verið fimleikaæfing þá hefði erfiðleikastuðullinn líklegast sprengt alla skala. Ovalle skoraði nefnilega með því að taka boltann viðstöðulaust á lofti, hún snéri öfugt og skoraði með því að skjóta aftur fyrir sig og með því að skora með hælnum. Þetta væri vanalega kallað sporðdrekaspark en hún snéri samt öfugt og tókst einhvern veginn að fleyta boltanum í fjærhornið með einhverskonar karatesparki. The record transfer fee for a women's football player is about to be broken for the third time in 2025.The Orlando Pride are set to pay $1.5 million for Mexican international Lizbeth Ovalle.The record has nearly doubled over the course of 2025. pic.twitter.com/Aq0zOJGJUf— Dylan Dittrich (@DylanDittrich) August 20, 2025 Það er ekkert skrýtið að mönnum skorti lýsingarorðin en hún sjálf talaði um að kalla þetta La gamba eða rækjuna. Ovalle verður með þessu fyrsti leikmaðurinn frá Mexíkó, karl eða kona, til að halda titlinum sem sá dýrasti í heimi. Femenil Tigres fær líka ekki aðeins þessar 186 milljónir íslenskra króna því mexíkóska félagið tryggði sér einnig tíu prósent af framtíðarsölu á Ovalle. Ovalle hefur sex sinnum orðið meistari í Mexíkó og var valin í úrvalslið Gullbikarsins í sumar þar sem hún spilaði mjög vel með landsliðinu. Nú ætlar hún að reyna sig í bandarísku atvinnumannadeildinni og þar verður pressa á henni frá fyrsta leik. Bienvenida a Orlando ✨ The Orlando Pride have signed Mexican forward Jacquie Ovalle to a world-record deal through 2027, with a mutual option for 2028.READ MORE: https://t.co/4jcWiHmngN pic.twitter.com/302FKwres6— Orlando Pride (@ORLPride) August 21, 2025 Bandaríski fótboltinn Mexíkó Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sjá meira
Bandaríska félagið Orlando Pride er að gera Lizbeth Ovalle að dýrustu knattspyrnukonu heims með því að kaupa hana frá Femenil Tigres í Mexikó fyrir 1,5 milljónir Bandaríkjadala. Orðrómur var uppi að hún kostaði tvær milljónir dala en samkvæmt heimildum ESPN er upphæðin aðeins lægri en það. Smith kostaði Arsenal 1,3 milljónir dala þegar Evrópumeistararnir keyptu hana frá Liverpool í síðasta mánuði og Chelsea keypti bandaríska varnarmanninn Naomi Girma fyir 1,1 milljón dala í janúar. Heimsmetið er því að falla í þriðja sinn á þessu ári. Ovalle er 25 ára gömul og spilar sem vængmaður. Hún hefur skorað 136 mörk og gefið 107 stoðsendingar í 294 leikjum fyrir Tigres liðið síðan hún spilaði sinn fyrsta leik árið 2017. The world transfer record in women's football is set to be shattered again 💥💸Mexican Lizbeth Ovalle will sign for Orlando Pride from Tigres for a reported $1.5 million ✍️Here's what she's capable of 👇🤯pic.twitter.com/AqhgUg3Biz— DW Sports (@dw_sports) August 20, 2025 Hún vakti heimsathygli í mars fyrir að skora magnað mark þegar hún tók boltann viðstöðulaust á lofti með hælnum. Markið má sjá hér fyrir ofan. Það var eins og Ovalle hafi þarna sameinað alla erfiðustu aðferðirnar til að skora fótboltamark. Hefði þetta verið fimleikaæfing þá hefði erfiðleikastuðullinn líklegast sprengt alla skala. Ovalle skoraði nefnilega með því að taka boltann viðstöðulaust á lofti, hún snéri öfugt og skoraði með því að skjóta aftur fyrir sig og með því að skora með hælnum. Þetta væri vanalega kallað sporðdrekaspark en hún snéri samt öfugt og tókst einhvern veginn að fleyta boltanum í fjærhornið með einhverskonar karatesparki. The record transfer fee for a women's football player is about to be broken for the third time in 2025.The Orlando Pride are set to pay $1.5 million for Mexican international Lizbeth Ovalle.The record has nearly doubled over the course of 2025. pic.twitter.com/Aq0zOJGJUf— Dylan Dittrich (@DylanDittrich) August 20, 2025 Það er ekkert skrýtið að mönnum skorti lýsingarorðin en hún sjálf talaði um að kalla þetta La gamba eða rækjuna. Ovalle verður með þessu fyrsti leikmaðurinn frá Mexíkó, karl eða kona, til að halda titlinum sem sá dýrasti í heimi. Femenil Tigres fær líka ekki aðeins þessar 186 milljónir íslenskra króna því mexíkóska félagið tryggði sér einnig tíu prósent af framtíðarsölu á Ovalle. Ovalle hefur sex sinnum orðið meistari í Mexíkó og var valin í úrvalslið Gullbikarsins í sumar þar sem hún spilaði mjög vel með landsliðinu. Nú ætlar hún að reyna sig í bandarísku atvinnumannadeildinni og þar verður pressa á henni frá fyrsta leik. Bienvenida a Orlando ✨ The Orlando Pride have signed Mexican forward Jacquie Ovalle to a world-record deal through 2027, with a mutual option for 2028.READ MORE: https://t.co/4jcWiHmngN pic.twitter.com/302FKwres6— Orlando Pride (@ORLPride) August 21, 2025
Bandaríski fótboltinn Mexíkó Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sjá meira