Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 13:03 Erling Haaland er oft góður kostur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Michael Regan Bukayo Saka gæti verið orðinn að ansi lélegum kosti í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar en er þó einn þeirra sem helst koma til greina til að fá fyrirliðabandið í dag hjá spilurum leiksins. Þetta segir sérfræðingurinn Albert Þór Guðmundsson í nýjasta hlaðvarpsþætti Fantasýn þar sem þeir Sindri Kamban fjalla um draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar og allt sem honum viðkemur. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en spilarar eru minntir á að klukkan hálfsex rennur út fresturinn til að stilla upp liði helgarinnar. Enn er hægt að skrá ný lið til leiks og fara öll lið sjálfkrafa í Sýn Sport-deildina þar sem veglegir vinningar eru í boði. Albert segir menn almennt vilja varast það að treysta á leikmenn sem spili klukkan 11:30 á laugardegi, eins og Erling Haaland mun gera með Manchester City gegn Tottenham á morgun. En eftir tvö mörk frá Norðmanninum í fyrstu umferð er valið skýrt að hans mati: „Ef einhver er með Haaland í sínu liði þá myndi ég klárlega captaina Haaland. Heimaleikur á móti Spurs. Reyndar brýtur þetta gegn vinsælli reglu í fantasy-samfélaginu sem snýst um að veðja aldrei á einhvern í hádegisleiknum á laugardegi.“ „Ef ég væri ekki með Haaland en ætti Saka eða Gyökeres þá myndi ég alveg íhuga þá báða alvarlega,“ sagði Albert svo en Arsenal mætir nýliðum Leeds á heimavelli síðdegis á morgun. Albert benti á að haft hefði verið eftir Gyökeres í viðtali við sænskan blaðamann að hann yrði vítaskytta Arsenal í stað Saka: „Ef satt reynist þá yrði það auðvitað þvílík búbót fyrir Gyökeres. Við höfum haft þennan möguleika á bakvið eyrað, að hann gæti fengið vítin, en líka gefið Saka það að hann gæti enn verið með þau. Ef að það er staðfest að Gyökeres sé með vítin þá held ég að Saka sé orðinn ansi lélegt val, og öfugt með Gyökeres,“ sagði Albert. Palmer fram yfir Salah? Hann er hins vegar hvorki með Haaland, Saka eða Gyökeres í sínu liði og mun því velja annan fyrirliða: „Ég er að velja á milli Palmer og Salah. Það er skrýtið að segja það en ég er alvarlega að spá í að captaina mann sem hefur ekki skorað úr opnum leik síðan í janúar [Palmer]. Það er kvöldleikur á föstudegi, Lundúnaslagur, en Salah á útileik gegn Newcastle á mánudagskvöld. Það verður örugglega mikill hiti í þessum leik á mánudaginn, út af Isak, og þetta verður ansi löng bið fram á mánudag ef að Palmer blankar [nær hvorki marki né stoðsendingu] gegn West Ham. Mögulega bara út af því mun ég velja Salah en ég hef ekki alveg myndað mér skoðun.“ Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fleiri fréttir Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Sjá meira
Þetta segir sérfræðingurinn Albert Þór Guðmundsson í nýjasta hlaðvarpsþætti Fantasýn þar sem þeir Sindri Kamban fjalla um draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar og allt sem honum viðkemur. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en spilarar eru minntir á að klukkan hálfsex rennur út fresturinn til að stilla upp liði helgarinnar. Enn er hægt að skrá ný lið til leiks og fara öll lið sjálfkrafa í Sýn Sport-deildina þar sem veglegir vinningar eru í boði. Albert segir menn almennt vilja varast það að treysta á leikmenn sem spili klukkan 11:30 á laugardegi, eins og Erling Haaland mun gera með Manchester City gegn Tottenham á morgun. En eftir tvö mörk frá Norðmanninum í fyrstu umferð er valið skýrt að hans mati: „Ef einhver er með Haaland í sínu liði þá myndi ég klárlega captaina Haaland. Heimaleikur á móti Spurs. Reyndar brýtur þetta gegn vinsælli reglu í fantasy-samfélaginu sem snýst um að veðja aldrei á einhvern í hádegisleiknum á laugardegi.“ „Ef ég væri ekki með Haaland en ætti Saka eða Gyökeres þá myndi ég alveg íhuga þá báða alvarlega,“ sagði Albert svo en Arsenal mætir nýliðum Leeds á heimavelli síðdegis á morgun. Albert benti á að haft hefði verið eftir Gyökeres í viðtali við sænskan blaðamann að hann yrði vítaskytta Arsenal í stað Saka: „Ef satt reynist þá yrði það auðvitað þvílík búbót fyrir Gyökeres. Við höfum haft þennan möguleika á bakvið eyrað, að hann gæti fengið vítin, en líka gefið Saka það að hann gæti enn verið með þau. Ef að það er staðfest að Gyökeres sé með vítin þá held ég að Saka sé orðinn ansi lélegt val, og öfugt með Gyökeres,“ sagði Albert. Palmer fram yfir Salah? Hann er hins vegar hvorki með Haaland, Saka eða Gyökeres í sínu liði og mun því velja annan fyrirliða: „Ég er að velja á milli Palmer og Salah. Það er skrýtið að segja það en ég er alvarlega að spá í að captaina mann sem hefur ekki skorað úr opnum leik síðan í janúar [Palmer]. Það er kvöldleikur á föstudegi, Lundúnaslagur, en Salah á útileik gegn Newcastle á mánudagskvöld. Það verður örugglega mikill hiti í þessum leik á mánudaginn, út af Isak, og þetta verður ansi löng bið fram á mánudag ef að Palmer blankar [nær hvorki marki né stoðsendingu] gegn West Ham. Mögulega bara út af því mun ég velja Salah en ég hef ekki alveg myndað mér skoðun.“
Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fleiri fréttir Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Sjá meira