Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 13:03 Erling Haaland er oft góður kostur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Michael Regan Bukayo Saka gæti verið orðinn að ansi lélegum kosti í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar en er þó einn þeirra sem helst koma til greina til að fá fyrirliðabandið í dag hjá spilurum leiksins. Þetta segir sérfræðingurinn Albert Þór Guðmundsson í nýjasta hlaðvarpsþætti Fantasýn þar sem þeir Sindri Kamban fjalla um draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar og allt sem honum viðkemur. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en spilarar eru minntir á að klukkan hálfsex rennur út fresturinn til að stilla upp liði helgarinnar. Enn er hægt að skrá ný lið til leiks og fara öll lið sjálfkrafa í Sýn Sport-deildina þar sem veglegir vinningar eru í boði. Albert segir menn almennt vilja varast það að treysta á leikmenn sem spili klukkan 11:30 á laugardegi, eins og Erling Haaland mun gera með Manchester City gegn Tottenham á morgun. En eftir tvö mörk frá Norðmanninum í fyrstu umferð er valið skýrt að hans mati: „Ef einhver er með Haaland í sínu liði þá myndi ég klárlega captaina Haaland. Heimaleikur á móti Spurs. Reyndar brýtur þetta gegn vinsælli reglu í fantasy-samfélaginu sem snýst um að veðja aldrei á einhvern í hádegisleiknum á laugardegi.“ „Ef ég væri ekki með Haaland en ætti Saka eða Gyökeres þá myndi ég alveg íhuga þá báða alvarlega,“ sagði Albert svo en Arsenal mætir nýliðum Leeds á heimavelli síðdegis á morgun. Albert benti á að haft hefði verið eftir Gyökeres í viðtali við sænskan blaðamann að hann yrði vítaskytta Arsenal í stað Saka: „Ef satt reynist þá yrði það auðvitað þvílík búbót fyrir Gyökeres. Við höfum haft þennan möguleika á bakvið eyrað, að hann gæti fengið vítin, en líka gefið Saka það að hann gæti enn verið með þau. Ef að það er staðfest að Gyökeres sé með vítin þá held ég að Saka sé orðinn ansi lélegt val, og öfugt með Gyökeres,“ sagði Albert. Palmer fram yfir Salah? Hann er hins vegar hvorki með Haaland, Saka eða Gyökeres í sínu liði og mun því velja annan fyrirliða: „Ég er að velja á milli Palmer og Salah. Það er skrýtið að segja það en ég er alvarlega að spá í að captaina mann sem hefur ekki skorað úr opnum leik síðan í janúar [Palmer]. Það er kvöldleikur á föstudegi, Lundúnaslagur, en Salah á útileik gegn Newcastle á mánudagskvöld. Það verður örugglega mikill hiti í þessum leik á mánudaginn, út af Isak, og þetta verður ansi löng bið fram á mánudag ef að Palmer blankar [nær hvorki marki né stoðsendingu] gegn West Ham. Mögulega bara út af því mun ég velja Salah en ég hef ekki alveg myndað mér skoðun.“ Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Þetta segir sérfræðingurinn Albert Þór Guðmundsson í nýjasta hlaðvarpsþætti Fantasýn þar sem þeir Sindri Kamban fjalla um draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar og allt sem honum viðkemur. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en spilarar eru minntir á að klukkan hálfsex rennur út fresturinn til að stilla upp liði helgarinnar. Enn er hægt að skrá ný lið til leiks og fara öll lið sjálfkrafa í Sýn Sport-deildina þar sem veglegir vinningar eru í boði. Albert segir menn almennt vilja varast það að treysta á leikmenn sem spili klukkan 11:30 á laugardegi, eins og Erling Haaland mun gera með Manchester City gegn Tottenham á morgun. En eftir tvö mörk frá Norðmanninum í fyrstu umferð er valið skýrt að hans mati: „Ef einhver er með Haaland í sínu liði þá myndi ég klárlega captaina Haaland. Heimaleikur á móti Spurs. Reyndar brýtur þetta gegn vinsælli reglu í fantasy-samfélaginu sem snýst um að veðja aldrei á einhvern í hádegisleiknum á laugardegi.“ „Ef ég væri ekki með Haaland en ætti Saka eða Gyökeres þá myndi ég alveg íhuga þá báða alvarlega,“ sagði Albert svo en Arsenal mætir nýliðum Leeds á heimavelli síðdegis á morgun. Albert benti á að haft hefði verið eftir Gyökeres í viðtali við sænskan blaðamann að hann yrði vítaskytta Arsenal í stað Saka: „Ef satt reynist þá yrði það auðvitað þvílík búbót fyrir Gyökeres. Við höfum haft þennan möguleika á bakvið eyrað, að hann gæti fengið vítin, en líka gefið Saka það að hann gæti enn verið með þau. Ef að það er staðfest að Gyökeres sé með vítin þá held ég að Saka sé orðinn ansi lélegt val, og öfugt með Gyökeres,“ sagði Albert. Palmer fram yfir Salah? Hann er hins vegar hvorki með Haaland, Saka eða Gyökeres í sínu liði og mun því velja annan fyrirliða: „Ég er að velja á milli Palmer og Salah. Það er skrýtið að segja það en ég er alvarlega að spá í að captaina mann sem hefur ekki skorað úr opnum leik síðan í janúar [Palmer]. Það er kvöldleikur á föstudegi, Lundúnaslagur, en Salah á útileik gegn Newcastle á mánudagskvöld. Það verður örugglega mikill hiti í þessum leik á mánudaginn, út af Isak, og þetta verður ansi löng bið fram á mánudag ef að Palmer blankar [nær hvorki marki né stoðsendingu] gegn West Ham. Mögulega bara út af því mun ég velja Salah en ég hef ekki alveg myndað mér skoðun.“
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira