Innlent

Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningar­nótt og hrútaþukl

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Akstursíþróttasamfélagið er harmi slegið vegna slyss sem átti sér stað í gær þar sem ökutæki hafnaði ofan á tveimur starfsmönnum. 

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar og rætt við forsvarsmenn Akstursíþróttafélags sem telja það kraftaverki líkast að ekki hafi farið verr. Verkferlar verði endurskoðaðir.

Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Menningarnótt og nokkuð var um minni pústra. Sjö gistu í fangaklefa og voru um 140 mál skráð í kerfi lögreglu. Sérstakt eftirlit var haft með unglingadrykkju og voru ríflega tuttugu ungmennum undir lögaldri færð í unglingaathvarf. Að öðru leyti gekk Menningarnótt heilt yfir vel fyrir sig að sögn yfirlögregluþjóns.

Vatnshæð í Hvítá hefur lækkað nokkuð eftir töluverða hækkun vegna jökulhlaupsins í nótt. Hlaupið úr Hafrafellslóni hófst á föstudag og Veðurstofan fylgist grannt með þróuninni.

Íslandsmeistari í hrútaþukli verður krýndur í dag en mikil hrútahátíð fer fram á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þennan sunnudaginn og vestur á Ísafirði verður bikarmeisturum Vestra vel fagnað í kvöld.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×