Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Kjartan Kjartansson skrifar 25. ágúst 2025 09:23 Sjókvíar í Skutulsfirði á Vestfjörðum. Verulegur munur er á afstöðu svarenda í könnuninni gagnvart laxastofninum eftir því hvort þeir búa þar sem fiskeldi er stundað eða ekki. Vísir/Anton Rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun segist hafa miklar áhyggjur á því að íslenski laxastofninn sé í hættu. Afgerandi munur er hins vegar á afstöðu eftir landhlutum. Íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi þar sjóeldi á laxi er mest stundað hafa áberandi minnstar áhyggjur af stofninum. Sjókvíaeldi hefur verið heitt deiluefni á sumum stöðum á landinu. Stangveiðimenn hafa þannig verið með böggum hildar yfir því að eldilax sem losnar í sjókvíum geti ratað upp í ár og spillt villta laxastofninum. Nýlega voru fréttir um að eldislax hefði fundist í Haukadalsá á Vesturlandi. Í skoðanakönnun Maskínu sem var gerð í síðustu viku sögðust 56 prósent svarenda hafa miklar áhyggjur af framtíð íslenska laxastofnsins. Tæpur fjórðungur sagðist litlar eða engar áhyggjur hafa. Vestfirðingar afgerandi áhyggjulausastir Meirihluti svarenda í öllum landshlutum utan Vestfjarða og Austurland sagðist hafa miklar áhyggjur af stofninum. Hæst var hlutfallið í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur (60 prósent) og í Reykjavík sjálfri (58 prósent). Allt aðra sögu var að segja af Vestfjörðum og Austurlandi. Í báðum landshlutum er lax alinn í sjókvíum í fjörðum. Á Austurlandi höfðu engu að síður flestir áhyggjur af laxastofninum, 38 prósent. Rúmur þriðjungur sagðist hafa litlar eða engar áhyggjur. Vestfirðingar voru mun afdráttarlausari. Aðeins 29 prósent þeirra lýstu áhyggjum af laxastofninum en 63 prósent sögðust litlar eða engar áhyggjur hafa. Vinstri græn með mestar áhyggjur en sjálfstæðismenn minnstar Töluverður munur var á afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðunum. Kjósendur Vinstri grænna (77,9 prósent) og Sósíalistaflokksins (73,1 prósent) sögðust hafa afgerandi mestar áhyggjur af laxastofninum. Á hinum endanum sögðust aðeins 29,8 prósent sjálfstæðismanna hafa áhyggjur og 42 prósent framsóknarmanna. Meirihluti stuðningsmanna hinna flokkanna sagðist hafa áhyggjur af stofninum. Skoðanakannanir Lax Fiskeldi Stangveiði Sjókvíaeldi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Sjókvíaeldi hefur verið heitt deiluefni á sumum stöðum á landinu. Stangveiðimenn hafa þannig verið með böggum hildar yfir því að eldilax sem losnar í sjókvíum geti ratað upp í ár og spillt villta laxastofninum. Nýlega voru fréttir um að eldislax hefði fundist í Haukadalsá á Vesturlandi. Í skoðanakönnun Maskínu sem var gerð í síðustu viku sögðust 56 prósent svarenda hafa miklar áhyggjur af framtíð íslenska laxastofnsins. Tæpur fjórðungur sagðist litlar eða engar áhyggjur hafa. Vestfirðingar afgerandi áhyggjulausastir Meirihluti svarenda í öllum landshlutum utan Vestfjarða og Austurland sagðist hafa miklar áhyggjur af stofninum. Hæst var hlutfallið í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur (60 prósent) og í Reykjavík sjálfri (58 prósent). Allt aðra sögu var að segja af Vestfjörðum og Austurlandi. Í báðum landshlutum er lax alinn í sjókvíum í fjörðum. Á Austurlandi höfðu engu að síður flestir áhyggjur af laxastofninum, 38 prósent. Rúmur þriðjungur sagðist hafa litlar eða engar áhyggjur. Vestfirðingar voru mun afdráttarlausari. Aðeins 29 prósent þeirra lýstu áhyggjum af laxastofninum en 63 prósent sögðust litlar eða engar áhyggjur hafa. Vinstri græn með mestar áhyggjur en sjálfstæðismenn minnstar Töluverður munur var á afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðunum. Kjósendur Vinstri grænna (77,9 prósent) og Sósíalistaflokksins (73,1 prósent) sögðust hafa afgerandi mestar áhyggjur af laxastofninum. Á hinum endanum sögðust aðeins 29,8 prósent sjálfstæðismanna hafa áhyggjur og 42 prósent framsóknarmanna. Meirihluti stuðningsmanna hinna flokkanna sagðist hafa áhyggjur af stofninum.
Skoðanakannanir Lax Fiskeldi Stangveiði Sjókvíaeldi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira