Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2025 11:30 Tommy Fleetwood hefur FedEx bikarinn á loft. epa/ERIK S. LESSER Hún var tilfinningarík stundin þegar Tommy Fleetwood vann loks PGA-mót. Enski kylfingurinn vann Tour Championship í gær en það var fyrsta sigur hans á PGA-móti í 164. tilraun. Fleetwood hefur oft misstigið sig á ögurstundu en hélt haus á lokametrunum á Tour Championship og tryggði sér sigurinn með því að setja niður pútt á 18. holu. Hann lék hringina fjóra á samtals átján höggum undir pari og var þremur höggum á undan Bandaríkjamönnunum Patrick Cantley og Russell Henley. „Þegar þú hefur tapað svona oft er þriggja högga forysta á síðustu holunni ekki mikið,“ grínaðist Fleetwood með gleðitár í augunum eftir að hann tryggði sér sigurinn á Tour Championship í gær. IT HAPPENED! TOMMY FLEETWOOD IS A PGA TOUR WINNER! pic.twitter.com/9A5BA5NQMo— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2025 Ekki nóg með að Fleetwood hafi loksins unnið PGA-mót heldur stóð hann uppi sem sigurvegari á PGA-mótaröðinni í ár. Fyrir það fær hann tíu milljónir Bandaríkjadala, eða 1,2 milljarð íslenskra króna. Tvisvar sinnum á þessu tímabili hefur Fleetwood mistekist að vinna mót eftir að hafa verið með forystu eftir þrjá hringi. Hann hefur þrjátíu sinnum endað í fimm efstu sætum á PGA-mótinu, þar af sex sinnum í ár. „Þú heldur bara áfram að læra. Þetta var ekki þægilegast, sérstaklega þegar þetta safnast saman þá ferðu að hugsa um hluti. En mér finnst viðhorfð mitt hafa verið gott í gegnum þetta allt. Þú getur ekki unnið marga titla ef þú vinnur ekki þann fyrsta,“ sagði Fleetwood. "You can’t win plenty if you don’t win the first one." pic.twitter.com/mFIpaqfUfe— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2025 Hrós frá stjörnunum Þessi 34 ára Englendingur er gríðarlega vinsæll og fjölmargir þekktir einstaklingar samglöddust honum á samfélagsmiðlum í gær, þar á meðal LeBron James, Tiger Woods, Justin Rose og Caitlin Clark. „Vegferðin þín er áminning um að dugnaður og þrautseigja borga sig. Enginn á þetta meira skilið. Til hamingju,“ skrifaði Tiger á X. Your journey is a reminder that hard work, resilience, and heart do pay off. No one deserves it more. Congrats @TommyFleetwood1!— Tiger Woods (@TigerWoods) August 24, 2025 Congrats and 🫡 @TommyFleetwood1!!! That first one feeling is something else! Especially after dealing with adversity and shortcomings. Too 🔥🔥🔥🔥🔥🏆— LeBron James (@KingJames) August 24, 2025 This felt as good as winning myself! So happy for my man @TommyFleetwood1 for enduring the relentless pressure cooker his quality golf has put him in during these playoffs and there is no more deserving champ. 🏆 pic.twitter.com/SWn6xtQbNB— Justin ROSE (@JustinRose99) August 24, 2025 Awesome. Sports rock https://t.co/tF6hyMPq0P— Caitlin Clark (@CaitlinClark22) August 24, 2025 Næsta stóra verkefni á dagskrá hjá Fleetwood er Ryder-bikarinn eftir mánuð. Leikið verður í New York. Evrópa á titil að verja eftir að hafa unnið Ryder-bikarinn fyrir tveimur árum. Golf Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Fleetwood hefur oft misstigið sig á ögurstundu en hélt haus á lokametrunum á Tour Championship og tryggði sér sigurinn með því að setja niður pútt á 18. holu. Hann lék hringina fjóra á samtals átján höggum undir pari og var þremur höggum á undan Bandaríkjamönnunum Patrick Cantley og Russell Henley. „Þegar þú hefur tapað svona oft er þriggja högga forysta á síðustu holunni ekki mikið,“ grínaðist Fleetwood með gleðitár í augunum eftir að hann tryggði sér sigurinn á Tour Championship í gær. IT HAPPENED! TOMMY FLEETWOOD IS A PGA TOUR WINNER! pic.twitter.com/9A5BA5NQMo— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2025 Ekki nóg með að Fleetwood hafi loksins unnið PGA-mót heldur stóð hann uppi sem sigurvegari á PGA-mótaröðinni í ár. Fyrir það fær hann tíu milljónir Bandaríkjadala, eða 1,2 milljarð íslenskra króna. Tvisvar sinnum á þessu tímabili hefur Fleetwood mistekist að vinna mót eftir að hafa verið með forystu eftir þrjá hringi. Hann hefur þrjátíu sinnum endað í fimm efstu sætum á PGA-mótinu, þar af sex sinnum í ár. „Þú heldur bara áfram að læra. Þetta var ekki þægilegast, sérstaklega þegar þetta safnast saman þá ferðu að hugsa um hluti. En mér finnst viðhorfð mitt hafa verið gott í gegnum þetta allt. Þú getur ekki unnið marga titla ef þú vinnur ekki þann fyrsta,“ sagði Fleetwood. "You can’t win plenty if you don’t win the first one." pic.twitter.com/mFIpaqfUfe— PGA TOUR (@PGATOUR) August 24, 2025 Hrós frá stjörnunum Þessi 34 ára Englendingur er gríðarlega vinsæll og fjölmargir þekktir einstaklingar samglöddust honum á samfélagsmiðlum í gær, þar á meðal LeBron James, Tiger Woods, Justin Rose og Caitlin Clark. „Vegferðin þín er áminning um að dugnaður og þrautseigja borga sig. Enginn á þetta meira skilið. Til hamingju,“ skrifaði Tiger á X. Your journey is a reminder that hard work, resilience, and heart do pay off. No one deserves it more. Congrats @TommyFleetwood1!— Tiger Woods (@TigerWoods) August 24, 2025 Congrats and 🫡 @TommyFleetwood1!!! That first one feeling is something else! Especially after dealing with adversity and shortcomings. Too 🔥🔥🔥🔥🔥🏆— LeBron James (@KingJames) August 24, 2025 This felt as good as winning myself! So happy for my man @TommyFleetwood1 for enduring the relentless pressure cooker his quality golf has put him in during these playoffs and there is no more deserving champ. 🏆 pic.twitter.com/SWn6xtQbNB— Justin ROSE (@JustinRose99) August 24, 2025 Awesome. Sports rock https://t.co/tF6hyMPq0P— Caitlin Clark (@CaitlinClark22) August 24, 2025 Næsta stóra verkefni á dagskrá hjá Fleetwood er Ryder-bikarinn eftir mánuð. Leikið verður í New York. Evrópa á titil að verja eftir að hafa unnið Ryder-bikarinn fyrir tveimur árum.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira