Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2025 07:18 Gunnar Björn Guðmundsson, Þorsteinn Bachmann, Jonathan Devaney og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson. Kvikmyndaskólinn Þeir Þorsteinn Bachmann, Gunnar Björn Guðmundsson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Jonathan Devaney hafa verið ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu en haustönn skólans hefst 8. september næstkomandi. Þar segir jafnframt að skólinn hafi nú fengið framtíðarhúsnæði í kvikmyndaveri Stúdíó Sýrlands, Vatnagörðum 4 í Reykjavík. „Kvikmyndaskóli Íslands hefur fjögur fagsvið, Leikstjórn og framleiðsla, Handrit og leikstjórn, Skapandi tækni og Leiklist. Nýir fagstjórar sviðanna fjögurra eru: Þorsteinn Bachmann – Leiklist, Gunnar Björn Guðmundsson – Leikstjórn og framleiðsla / Handrit og leikstjórn, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson – Leikstjórn og framleiðsla / Handrit og leikstjórn og Jonathan Devaney – Skapandi tækni og yfirkennari KÍ. Þá hefur Þórunn Clausen verið ráðin sem leiklistarkennari við skólann. Þorsteinn Bachmann – Leiklist fyrir kvikmyndir Þorsteinn Bachmann er landsþekktur leikari og margverðlaunaður fyrir list sína. Hann hefur fjölbreytta reynslu tengda leiklistinni sem leikari, leikhússtjóri, leiklistarkennari, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Þorsteinn útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1991. Hann fékk diplólma frá Kvikmyndaskóla Íslands 1992 og hefur síðan sótt fjölda námskeiða í list sinni hérlendis auk þess að afla sér framhaldsmenntunar í kennslu og listsköpun hjá Míchael Chekhov Association í Bandaríkjunum frá árinu 2018. Gunnar Björn Guðmundsson – Leikstjórn og framleiðsla / Handrit og leikstjórn Gunnar Björn lauk námi í kvikmyndagerð frá Kvikmyndaskóla Íslands árið 1992 og hefur síðan þá starfað sem leikstjóri og handritshöfundur í kvikmyndum, sjónvarpi og leikhúsi. Hann lagði stund á nám við Listaháskóla Íslands árið 2005 í faginu Fræði og framkvæmd (sviðslistabraut). Hann hefur leikstýrt fjórum kvikmyndum í fullri lengd: Konunglegt bros (2004), Astrópía (2007), Gauragangur (2010) og Amma Hófí (2019), auk fjölda stuttmynda, þar á meðal Karamellumyndinni sem hlaut Edduverðlaun 2003. Í sjónvarpi skrifaði og leikstýrði hann áramótaskaupum RÚV fjögur ár í röð (2009–2012) og vann að þáttum fyrir Ævar vísindamann, Latabæ og Björgunarbátuinn Elías. Hann stofnaði framleiðslufyrirtækið Þeir Tveir og hefur skrifað og leikstýrt yfir 400 auglýsingum. Í leikhúsi hefur Gunnar leikstýrt yfir fjörutíu sýningum um allt land, bæði fyrir atvinnu- og áhugaleikhús. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson – Leikstjórn og framleiðsla / Handrit og leikstjórn Hafsteinn Gunnar er margverðlaunaður leikstjóri og handritshöfundur sem hefur átt stóran þátt í uppgangi íslenskrar kvikmyndagerðar síðustu ár. Hann hefur leikstýrt kvikmyndunum Á annan veg (2011), París norðursins (2014), Undir trénu (2017), Last Call (2018) og Northern Comfort (2023). Verk hans hafa verið sýnd á virtum alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og hlotið lof fyrir einstakan stíl og samhengi. Jonathan Devaney – Skapandi tækni / Yfirkennari Jonathan hefur starfað í kvikmyndagerð í yfir 30 ár. Starfað við fjölmörg stór alþjóðleg kvikmyndaverkefni, kvikmyndir, sjónvarpsþætti, auglýsingar og tónlistarmyndbönd. Hann hefur starfað sem fyrirlesari, ráðgjafi og kennari í kvikmyndatækni í meira en áratug. Í kennslu leggur hann áherslu á að efla bæði skapandi og tæknilega færni kvikmyndagerðafólks,“ segir í tilkynningunni. Um skólann segir ennfremur að til viðbótar við vandaða aðstöðu, hafi orðið afar jákvæðar breytingar á högum Kvikmyndaskólans síðan í vor. „Í sumar gerði Mennta- og barnamálaráðuneytið samning við skólann um stuðning við námið, námið er aftur orðið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna og rekstraraðilum skólans tókst að lækka skólagjöld úr 690 þúsund krónum í 390 þúsund á önn.“ Skóla- og menntamál Vistaskipti Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu en haustönn skólans hefst 8. september næstkomandi. Þar segir jafnframt að skólinn hafi nú fengið framtíðarhúsnæði í kvikmyndaveri Stúdíó Sýrlands, Vatnagörðum 4 í Reykjavík. „Kvikmyndaskóli Íslands hefur fjögur fagsvið, Leikstjórn og framleiðsla, Handrit og leikstjórn, Skapandi tækni og Leiklist. Nýir fagstjórar sviðanna fjögurra eru: Þorsteinn Bachmann – Leiklist, Gunnar Björn Guðmundsson – Leikstjórn og framleiðsla / Handrit og leikstjórn, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson – Leikstjórn og framleiðsla / Handrit og leikstjórn og Jonathan Devaney – Skapandi tækni og yfirkennari KÍ. Þá hefur Þórunn Clausen verið ráðin sem leiklistarkennari við skólann. Þorsteinn Bachmann – Leiklist fyrir kvikmyndir Þorsteinn Bachmann er landsþekktur leikari og margverðlaunaður fyrir list sína. Hann hefur fjölbreytta reynslu tengda leiklistinni sem leikari, leikhússtjóri, leiklistarkennari, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Þorsteinn útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1991. Hann fékk diplólma frá Kvikmyndaskóla Íslands 1992 og hefur síðan sótt fjölda námskeiða í list sinni hérlendis auk þess að afla sér framhaldsmenntunar í kennslu og listsköpun hjá Míchael Chekhov Association í Bandaríkjunum frá árinu 2018. Gunnar Björn Guðmundsson – Leikstjórn og framleiðsla / Handrit og leikstjórn Gunnar Björn lauk námi í kvikmyndagerð frá Kvikmyndaskóla Íslands árið 1992 og hefur síðan þá starfað sem leikstjóri og handritshöfundur í kvikmyndum, sjónvarpi og leikhúsi. Hann lagði stund á nám við Listaháskóla Íslands árið 2005 í faginu Fræði og framkvæmd (sviðslistabraut). Hann hefur leikstýrt fjórum kvikmyndum í fullri lengd: Konunglegt bros (2004), Astrópía (2007), Gauragangur (2010) og Amma Hófí (2019), auk fjölda stuttmynda, þar á meðal Karamellumyndinni sem hlaut Edduverðlaun 2003. Í sjónvarpi skrifaði og leikstýrði hann áramótaskaupum RÚV fjögur ár í röð (2009–2012) og vann að þáttum fyrir Ævar vísindamann, Latabæ og Björgunarbátuinn Elías. Hann stofnaði framleiðslufyrirtækið Þeir Tveir og hefur skrifað og leikstýrt yfir 400 auglýsingum. Í leikhúsi hefur Gunnar leikstýrt yfir fjörutíu sýningum um allt land, bæði fyrir atvinnu- og áhugaleikhús. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson – Leikstjórn og framleiðsla / Handrit og leikstjórn Hafsteinn Gunnar er margverðlaunaður leikstjóri og handritshöfundur sem hefur átt stóran þátt í uppgangi íslenskrar kvikmyndagerðar síðustu ár. Hann hefur leikstýrt kvikmyndunum Á annan veg (2011), París norðursins (2014), Undir trénu (2017), Last Call (2018) og Northern Comfort (2023). Verk hans hafa verið sýnd á virtum alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og hlotið lof fyrir einstakan stíl og samhengi. Jonathan Devaney – Skapandi tækni / Yfirkennari Jonathan hefur starfað í kvikmyndagerð í yfir 30 ár. Starfað við fjölmörg stór alþjóðleg kvikmyndaverkefni, kvikmyndir, sjónvarpsþætti, auglýsingar og tónlistarmyndbönd. Hann hefur starfað sem fyrirlesari, ráðgjafi og kennari í kvikmyndatækni í meira en áratug. Í kennslu leggur hann áherslu á að efla bæði skapandi og tæknilega færni kvikmyndagerðafólks,“ segir í tilkynningunni. Um skólann segir ennfremur að til viðbótar við vandaða aðstöðu, hafi orðið afar jákvæðar breytingar á högum Kvikmyndaskólans síðan í vor. „Í sumar gerði Mennta- og barnamálaráðuneytið samning við skólann um stuðning við námið, námið er aftur orðið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna og rekstraraðilum skólans tókst að lækka skólagjöld úr 690 þúsund krónum í 390 þúsund á önn.“
Skóla- og menntamál Vistaskipti Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira