„Ég biðst afsökunar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. ágúst 2025 14:31 Martin Hermansson skoraði aðeins fjögur stig úr fjórtán skotum. vísir / hulda margret „Mér líður persónulega alveg ömurlega. Ég er hrikalega svekktur með sjálfan mig, fyrst og fremst“ sagði Martin Hermannsson eftir 83-71 tap Íslands gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. Klippa: Martin Hermannsson eftir tapið gegn Ísrael „Strákarnir stóðu sig allir eins og hetjur, voru allir að leggja allt í þetta. Ég biðst afsökunar, að hafa ekki hitt þessum skotum. Ætlaði alveg að hitta þeim, en stundum er þetta svona… Fyrsta sem maður hugsar er bara: Ef maður hefði verið á pari, þá hefðum við verið í bullandi séns“ hélt Martin svo áfram, augljóslega mjög svekktur með sína frammistöðu. Martin er leikstjórnandi og besti leikmaður liðsins en átti slakan leik í dag og skoraði ekki nema fjögur stig úr fjórtán skotum. „Þetta er erfitt en ég er sem betur fer ekki að byrja í þessu. Maður hefur gengið í gegnum dimman dal áður, stundum er þetta bara svona. Svona eru þessar blessuðu íþróttir, það eru engar útskýringar. Maður er búinn að undirbúa sig í allt sumar og kannski ætlaði maður sér of mikið í byrjun, í staðinn fyrir að láta leikinn koma til sín.“ Hann reyndi þó að láta til sín taka annars staðar og leggja sig fram varnarlega, það dugði ekki til sigurs gegn Ísrael, en Martin segir liðið vel statt. „Smá heppni í dag, þá hefði þetta verið allt annar leikur.“ Martin Hermannsson var vel dekkaður og átti erfitt uppdráttar. vísir / hulda margrét Það sem fór með leikinn var ekki frammistaða Martins heldur slæm byrjun Íslands í seinni hálfleik. „Þeir settu þarna tvo þrista bara strax og á sama tíma fengum við galopin skot sem fóru ekki ofan í, þá varð þetta erfiður leikur. Við komum seint út á völlinn í seinni hálfleik, við þurfum að vera fljótari að koma okkur í gang. Við megum alls ekki við svona kafla í svona leik, þetta er alltof dýrt.“ Fyrsti leikur að baki en framundan eru fjórir leikir næstu vikuna gegn Belgíu, Póllandi, Slóveníu og Frakklandi. „Það er kannski ástæðan fyrir því að ég hitti ekki neitt, ég hef ekki verið jafn spenntur fyrir leik í langan tíma… En ég mæti tvíefldur í næsta leik, það er klárt mál.“ EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Sjá meira
Klippa: Martin Hermannsson eftir tapið gegn Ísrael „Strákarnir stóðu sig allir eins og hetjur, voru allir að leggja allt í þetta. Ég biðst afsökunar, að hafa ekki hitt þessum skotum. Ætlaði alveg að hitta þeim, en stundum er þetta svona… Fyrsta sem maður hugsar er bara: Ef maður hefði verið á pari, þá hefðum við verið í bullandi séns“ hélt Martin svo áfram, augljóslega mjög svekktur með sína frammistöðu. Martin er leikstjórnandi og besti leikmaður liðsins en átti slakan leik í dag og skoraði ekki nema fjögur stig úr fjórtán skotum. „Þetta er erfitt en ég er sem betur fer ekki að byrja í þessu. Maður hefur gengið í gegnum dimman dal áður, stundum er þetta bara svona. Svona eru þessar blessuðu íþróttir, það eru engar útskýringar. Maður er búinn að undirbúa sig í allt sumar og kannski ætlaði maður sér of mikið í byrjun, í staðinn fyrir að láta leikinn koma til sín.“ Hann reyndi þó að láta til sín taka annars staðar og leggja sig fram varnarlega, það dugði ekki til sigurs gegn Ísrael, en Martin segir liðið vel statt. „Smá heppni í dag, þá hefði þetta verið allt annar leikur.“ Martin Hermannsson var vel dekkaður og átti erfitt uppdráttar. vísir / hulda margrét Það sem fór með leikinn var ekki frammistaða Martins heldur slæm byrjun Íslands í seinni hálfleik. „Þeir settu þarna tvo þrista bara strax og á sama tíma fengum við galopin skot sem fóru ekki ofan í, þá varð þetta erfiður leikur. Við komum seint út á völlinn í seinni hálfleik, við þurfum að vera fljótari að koma okkur í gang. Við megum alls ekki við svona kafla í svona leik, þetta er alltof dýrt.“ Fyrsti leikur að baki en framundan eru fjórir leikir næstu vikuna gegn Belgíu, Póllandi, Slóveníu og Frakklandi. „Það er kannski ástæðan fyrir því að ég hitti ekki neitt, ég hef ekki verið jafn spenntur fyrir leik í langan tíma… En ég mæti tvíefldur í næsta leik, það er klárt mál.“
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Sjá meira