Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Jónas Sen skrifar 29. ágúst 2025 07:00 Tónleikarnir fóru fram í Laugardalshöllinni síðastliðið þriðjudagskvöld. Jónas Sen Á tónleikum Smashing Pumpkins í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið hitaði Elín Hall upp fyrir hljómsveitina goðsagnakenndu. Hún átti góð augnablik en slæma stundarfjórðunga – eins og sagt var um Wagner einu sinni. Lögin, sem voru í sjálfu sér falleg, fóru einstöku sinnum á flug, en heilt yfir virkuðu þau ekki. Ástæðan var sú að Elín raulaði megnið af þeim frekar en beinlínis að syngja. Það getur komið ágætlega út á plötu, þar sem hægt er að þjappa hljóðinu og blanda rödd og hljóðfærum saman eftir öllum kúnstarinnar reglum. Í gímaldi á borð við Laugardalshöllina skilar sér hins vegar ekki svona raul. Æpandi rafgítar og háværar trommur völtuðu yfir rödd Elínar aftur og aftur, og það var aðeins þegar hún söng hárri raustu að maður fékk að njóta fallegrar raddarinnar. Því miður gerðist það allt of sjaldan. Sennilega var valið á Elínu til að hita upp fyrir brjálað rokkband heldur vanhugsað. Nostalgía X kynslóðarinnar Og þá að aðalréttinum. Fátt kallar jafn skýrt fram nostalgíu X kynslóðarinnar eins og rödd Billys Corgan í Smashing Pumpkins. Hún hljómar eins og gargandi köttur á fjögurra tíma fundi hjá sálfræðingi. Enda á Billy það til að grenja út úr sér allri unglingaangist sem til er í heiminum. En þegar þessi rödd hljómaði í Laugardalshöllinni og var látin fljóta á ofboðslegum drunum í tvo tíma, þá urðu mörg blæbrigði sem finna má á plötunum ekki lengur greinanleg. Dulúðin og heiðindómurinn var víðs fjarri. Krafturinn var í fyrirrúmi; skítt með allan skáldskap. Þetta varð sérstaklega áberandi á tónleikunum sem hér um ræðir, þegar Smashing Pumpkins héldu íslenskum rokkhundum í gíslingu. Það var eins og hjartsláttur þjóðarinnar væri sleginn í takt við sneril Jimmy Chamberlin, sem lamdi trommurnar af sama ákafa og túristi í miðbænum að berja hraðbanka sem hefur gleypt kortið hans. Fjölbreytnin var víðs fjarri Á plötum hefur hljómsveitin sýnt fjölbreytni sem minnir á draugahús með tugum herbergja. Eitt er sinfónískt, í öðru lekur síróp niður veggina og það þriðja er dimmt grunge þar sem skítugir og bjagaðir gítarhljómar draga angistarfulla söngtexta niður til helvítis. En hér var öllu blandað saman í eitt brjálæði með endalausum blikkandi neonljósum. Það voru drunur og öskur, drunur og öskur, uns maður vissi varla hvort verið væri að hlusta á alla þessa frægu slagara hljómsveitarinnar eða bara þriggja tíma útgáfu af jarðýtum á malarnámu. Já, kraftinn vantaði sko ekki. Hljóðbylgjurnar flæddu yfir mann og það var engin leið að verjast. Vandamálið er að þegar hvert lag er blásið upp í sömu stærðargráðu, þá missir maður sjónar á því sem áður var sérstakt. „1979“, eitt mesta popplag tíunda áratugarins, hljómaði eins og það væri í herklæðum, tilbúið að ráðast á óvinaher í stað þess að kalla fram draumkennda sýn af unglingum á hjólabretti. Billy Corgan öskraði sig hásan af sama ákafa og fyrir þrjátíu árumJónas Sen Minnti á leikrit Billy Corgan öskraði sig hásan af sama ákafa og fyrir þrjátíu árum, en nú virtist þetta minna á leikrit frekar en ekta angist. Kannski var það vegna þess að þessi fjölbreytti lagaheimur, frá nýju efni til hinna gömlu klassíkera, var soðinn saman í eina marengstertu af hávaða. Þegar öskrin sjálf verða fyrirsjáanleg, þá hefur eitthvað farið úrskeiðis. Smashing Pumpkins er svo miklu meira en það sem heyrðist í Laugardalshöllinni. Það sem bjargaði kvöldinu var auðvitað orkustigið. Seint verða Pumpkins sakaðir um að skorta karakter. Líkt og áður sagði sló Chamberlin trommurnar eins og hann væri í keppni um að brjóta hljóðmúrinn, en James Iha lék á gítarinn með fjarlægu brosi. Mögulega var hann að hugsa um hvað hann ætti að hafa í morgunmat næsta dag. Það var orka, það var kraftur… og kúlheit líka. Áheyrendur öskruðu og sungu Það er til marks um styrk Pumpkins að þrátt fyrir að „Cherub Rock“ og öll nýju lögin hafi hljómað eins, þá var fjöldinn í salnum í algjöru uppnámi – hoppandi, öskrandi, syngjandi með. Hugsanlega er það bara kjarni Pumpkins anno 2025: að skapa yfirþyrmandi hljóðflóð sem lítið pláss gefur fyrir fíngerða túlkun, en hellist yfir mann eins og ljón sem gleypir heilt naut í einum bita. Spurningin er þá hvort þetta sé sú hljómsveit sem fólk man eftir. Er þetta enn sama bandið sem leyfði manni að dreyma sig út í geim með „Tonight, Tonight“ eða finna angistina speglast í „Disarm“? Eða erum við komin með endurhitað magnararokk þar sem nostalgían heldur fólki við efnið en listin sjálf er löngu farin heim að sofa? Hvað sem því líður: þetta var eftirminnilegt. Það var ekki fínlegt, það var ekki fallegt, og það var ekki fjölbreytt. En það var stórt, hávært og yfirþyrmandi. Eins og að standa á barminum á eldgosgíg og horfa hraunflóðin renna að sér. Ekki nákvæmlega skemmtilegt – en maður gleymir því ekki. Niðurstaða: Orkustigið á tónleikunum var óumdeilanlegt og áheyrendur tóku við orkunni og skiluðu henni margfalt til baka með söng, öskrum og hoppandi fótum sem létu Laugardalshöllina titra. Hins vegar var of mikil áhersla á magn og hávaða á kostnað blæbrigða og fjölbreytni. Hljómsveitin hefur á plötum sínum sýnt getu til að sameina grunge-þunga, fallega melódíu og jafnvel sinfónískt drama, en allt þetta hvarf þegar lögin voru soðin saman í eina endalausa sprengju af drunum og öskrum. Þannig varð tónlist sem áður var marglaga og litrík að einhliða og grimmum hávaðavegg. Þeir sem komu fyrst og fremst til að upplifa hráan kraft og tilfinningalegt „slag í magann“ fengu fyllilega sitt. En þeir sem væntu þess að Pumpkins myndu draga fram eðlislæga sálræna vídd tónlistarinnar og leyfa áheyrendum að týnast í fjölbreyttum tónaheimi stóðu eftir með svolitla tómleikakennd. Að lokum skal geta þess að skipulagið á tónleikunum var aðdáunarvert, her af fólki til aðstoðar, allt skýrt og klárt og tímasetningar stóðust fullkomlega. Miðað við ringuleiðina á nýlegum tónleikum FM95BLÖ í höllinni, þá er það væntanlega ekki sjálfsagt. Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Reykjavík Tengdar fréttir Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Mig hálflangaði til að koma í náttslopp á tónleika Noruh Jones á miðvikudagskvöldið í Eldborg í Hörpu. Jones, eða Nóra eins og ég ætla að kalla hana hér, er drottning hins svokallaða djasspopp-svefnherbergis. Það er tónlist sem notalegt er að hlusta á eftir annasaman dag, þegar maður þráir ekkert heitar en að slaka á í inniskóm með kanínueyru, lavenderte við hendina og sjal kyrfilega vafið um sig. Enda hefur platan Come Away With Me verið skráð sem svefnlyf í mörgum löndum. 4. júlí 2025 07:02 Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Ég fann hálfpartinn vodkalyktina á tónleikunum. 18. júní 2025 07:00 Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Það er til ákveðin tegund af íslenskum karlmanni sem fær kökk í hálsinn við fyrstu línuna í Heaven eftir Bryan Adams og segir þá: „Æ, þetta lag var alltaf í bílnum hjá mömmu.“ Og svo byrjar hann að hugsa um hvað hefði orðið úr honum ef hann hefði farið í nám í stað þess að byrja bara í bílaviðgerðum með Gumma frænda. 24. apríl 2025 09:01 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Lögin, sem voru í sjálfu sér falleg, fóru einstöku sinnum á flug, en heilt yfir virkuðu þau ekki. Ástæðan var sú að Elín raulaði megnið af þeim frekar en beinlínis að syngja. Það getur komið ágætlega út á plötu, þar sem hægt er að þjappa hljóðinu og blanda rödd og hljóðfærum saman eftir öllum kúnstarinnar reglum. Í gímaldi á borð við Laugardalshöllina skilar sér hins vegar ekki svona raul. Æpandi rafgítar og háværar trommur völtuðu yfir rödd Elínar aftur og aftur, og það var aðeins þegar hún söng hárri raustu að maður fékk að njóta fallegrar raddarinnar. Því miður gerðist það allt of sjaldan. Sennilega var valið á Elínu til að hita upp fyrir brjálað rokkband heldur vanhugsað. Nostalgía X kynslóðarinnar Og þá að aðalréttinum. Fátt kallar jafn skýrt fram nostalgíu X kynslóðarinnar eins og rödd Billys Corgan í Smashing Pumpkins. Hún hljómar eins og gargandi köttur á fjögurra tíma fundi hjá sálfræðingi. Enda á Billy það til að grenja út úr sér allri unglingaangist sem til er í heiminum. En þegar þessi rödd hljómaði í Laugardalshöllinni og var látin fljóta á ofboðslegum drunum í tvo tíma, þá urðu mörg blæbrigði sem finna má á plötunum ekki lengur greinanleg. Dulúðin og heiðindómurinn var víðs fjarri. Krafturinn var í fyrirrúmi; skítt með allan skáldskap. Þetta varð sérstaklega áberandi á tónleikunum sem hér um ræðir, þegar Smashing Pumpkins héldu íslenskum rokkhundum í gíslingu. Það var eins og hjartsláttur þjóðarinnar væri sleginn í takt við sneril Jimmy Chamberlin, sem lamdi trommurnar af sama ákafa og túristi í miðbænum að berja hraðbanka sem hefur gleypt kortið hans. Fjölbreytnin var víðs fjarri Á plötum hefur hljómsveitin sýnt fjölbreytni sem minnir á draugahús með tugum herbergja. Eitt er sinfónískt, í öðru lekur síróp niður veggina og það þriðja er dimmt grunge þar sem skítugir og bjagaðir gítarhljómar draga angistarfulla söngtexta niður til helvítis. En hér var öllu blandað saman í eitt brjálæði með endalausum blikkandi neonljósum. Það voru drunur og öskur, drunur og öskur, uns maður vissi varla hvort verið væri að hlusta á alla þessa frægu slagara hljómsveitarinnar eða bara þriggja tíma útgáfu af jarðýtum á malarnámu. Já, kraftinn vantaði sko ekki. Hljóðbylgjurnar flæddu yfir mann og það var engin leið að verjast. Vandamálið er að þegar hvert lag er blásið upp í sömu stærðargráðu, þá missir maður sjónar á því sem áður var sérstakt. „1979“, eitt mesta popplag tíunda áratugarins, hljómaði eins og það væri í herklæðum, tilbúið að ráðast á óvinaher í stað þess að kalla fram draumkennda sýn af unglingum á hjólabretti. Billy Corgan öskraði sig hásan af sama ákafa og fyrir þrjátíu árumJónas Sen Minnti á leikrit Billy Corgan öskraði sig hásan af sama ákafa og fyrir þrjátíu árum, en nú virtist þetta minna á leikrit frekar en ekta angist. Kannski var það vegna þess að þessi fjölbreytti lagaheimur, frá nýju efni til hinna gömlu klassíkera, var soðinn saman í eina marengstertu af hávaða. Þegar öskrin sjálf verða fyrirsjáanleg, þá hefur eitthvað farið úrskeiðis. Smashing Pumpkins er svo miklu meira en það sem heyrðist í Laugardalshöllinni. Það sem bjargaði kvöldinu var auðvitað orkustigið. Seint verða Pumpkins sakaðir um að skorta karakter. Líkt og áður sagði sló Chamberlin trommurnar eins og hann væri í keppni um að brjóta hljóðmúrinn, en James Iha lék á gítarinn með fjarlægu brosi. Mögulega var hann að hugsa um hvað hann ætti að hafa í morgunmat næsta dag. Það var orka, það var kraftur… og kúlheit líka. Áheyrendur öskruðu og sungu Það er til marks um styrk Pumpkins að þrátt fyrir að „Cherub Rock“ og öll nýju lögin hafi hljómað eins, þá var fjöldinn í salnum í algjöru uppnámi – hoppandi, öskrandi, syngjandi með. Hugsanlega er það bara kjarni Pumpkins anno 2025: að skapa yfirþyrmandi hljóðflóð sem lítið pláss gefur fyrir fíngerða túlkun, en hellist yfir mann eins og ljón sem gleypir heilt naut í einum bita. Spurningin er þá hvort þetta sé sú hljómsveit sem fólk man eftir. Er þetta enn sama bandið sem leyfði manni að dreyma sig út í geim með „Tonight, Tonight“ eða finna angistina speglast í „Disarm“? Eða erum við komin með endurhitað magnararokk þar sem nostalgían heldur fólki við efnið en listin sjálf er löngu farin heim að sofa? Hvað sem því líður: þetta var eftirminnilegt. Það var ekki fínlegt, það var ekki fallegt, og það var ekki fjölbreytt. En það var stórt, hávært og yfirþyrmandi. Eins og að standa á barminum á eldgosgíg og horfa hraunflóðin renna að sér. Ekki nákvæmlega skemmtilegt – en maður gleymir því ekki. Niðurstaða: Orkustigið á tónleikunum var óumdeilanlegt og áheyrendur tóku við orkunni og skiluðu henni margfalt til baka með söng, öskrum og hoppandi fótum sem létu Laugardalshöllina titra. Hins vegar var of mikil áhersla á magn og hávaða á kostnað blæbrigða og fjölbreytni. Hljómsveitin hefur á plötum sínum sýnt getu til að sameina grunge-þunga, fallega melódíu og jafnvel sinfónískt drama, en allt þetta hvarf þegar lögin voru soðin saman í eina endalausa sprengju af drunum og öskrum. Þannig varð tónlist sem áður var marglaga og litrík að einhliða og grimmum hávaðavegg. Þeir sem komu fyrst og fremst til að upplifa hráan kraft og tilfinningalegt „slag í magann“ fengu fyllilega sitt. En þeir sem væntu þess að Pumpkins myndu draga fram eðlislæga sálræna vídd tónlistarinnar og leyfa áheyrendum að týnast í fjölbreyttum tónaheimi stóðu eftir með svolitla tómleikakennd. Að lokum skal geta þess að skipulagið á tónleikunum var aðdáunarvert, her af fólki til aðstoðar, allt skýrt og klárt og tímasetningar stóðust fullkomlega. Miðað við ringuleiðina á nýlegum tónleikum FM95BLÖ í höllinni, þá er það væntanlega ekki sjálfsagt.
Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Reykjavík Tengdar fréttir Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Mig hálflangaði til að koma í náttslopp á tónleika Noruh Jones á miðvikudagskvöldið í Eldborg í Hörpu. Jones, eða Nóra eins og ég ætla að kalla hana hér, er drottning hins svokallaða djasspopp-svefnherbergis. Það er tónlist sem notalegt er að hlusta á eftir annasaman dag, þegar maður þráir ekkert heitar en að slaka á í inniskóm með kanínueyru, lavenderte við hendina og sjal kyrfilega vafið um sig. Enda hefur platan Come Away With Me verið skráð sem svefnlyf í mörgum löndum. 4. júlí 2025 07:02 Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Ég fann hálfpartinn vodkalyktina á tónleikunum. 18. júní 2025 07:00 Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Það er til ákveðin tegund af íslenskum karlmanni sem fær kökk í hálsinn við fyrstu línuna í Heaven eftir Bryan Adams og segir þá: „Æ, þetta lag var alltaf í bílnum hjá mömmu.“ Og svo byrjar hann að hugsa um hvað hefði orðið úr honum ef hann hefði farið í nám í stað þess að byrja bara í bílaviðgerðum með Gumma frænda. 24. apríl 2025 09:01 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Mig hálflangaði til að koma í náttslopp á tónleika Noruh Jones á miðvikudagskvöldið í Eldborg í Hörpu. Jones, eða Nóra eins og ég ætla að kalla hana hér, er drottning hins svokallaða djasspopp-svefnherbergis. Það er tónlist sem notalegt er að hlusta á eftir annasaman dag, þegar maður þráir ekkert heitar en að slaka á í inniskóm með kanínueyru, lavenderte við hendina og sjal kyrfilega vafið um sig. Enda hefur platan Come Away With Me verið skráð sem svefnlyf í mörgum löndum. 4. júlí 2025 07:02
Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Ég fann hálfpartinn vodkalyktina á tónleikunum. 18. júní 2025 07:00
Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Það er til ákveðin tegund af íslenskum karlmanni sem fær kökk í hálsinn við fyrstu línuna í Heaven eftir Bryan Adams og segir þá: „Æ, þetta lag var alltaf í bílnum hjá mömmu.“ Og svo byrjar hann að hugsa um hvað hefði orðið úr honum ef hann hefði farið í nám í stað þess að byrja bara í bílaviðgerðum með Gumma frænda. 24. apríl 2025 09:01
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist