Veður

Líkur á helli­dembu, þrumum og eldingum suðvestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu tólf til nítján stig, hlýjast á Suðvesturlandi.
Hiti á landinu verður á bilinu tólf til nítján stig, hlýjast á Suðvesturlandi. Vísir/Vilhelm

Hægur vindur er nú á landinu og verður skýjað með köflum og smá skúrir á víð og dreif. Líkur eru á hellidembu suðvestantil seinnipartinn og er ekki útilokað að vart verði við þrumur og eldingar um tíma.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að það verði þokuloft eða súld úti við norður og austurströndina.

Hiti á landinu verður á bilinu tólf til nítján stig, hlýjast á Suðvesturlandi.

„Á morgun kemur djúp lægð upp að Skotlandi, en snýst þá í norðaustan golu eða kalda með súld eða dálítiili rigningu víða á landinu. Lengst af þurrt suðvestanlands, en líkur á síðdegisskúrum. Svipað veður á sunnudag, en áfram fremur hlýtt í veðri, einkum þó syðra,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðaustan 5-10 m/s og súld eða rigning með köflum, en stöku skúrir suðvestantil. Hiti 11 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á sunnudag: Norðlæg átt, 5-13 m/s og rigning á austanverðu landinu, súld norðvestantil, en bjart um landið suðvestanvert. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast syðst.

Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt og rigning eða súld í flestum landshlutum, en þurrt að kalla suðvestanlands. Áfram fremur hlýtt í veðri.

Á miðvikudag: Útlit fyrir breytilega átt með vætu öðru hvoru, en milt veður.

Á fimmtudag: Snýst líkleg í suðvestanátt með rigningu, en lengst af þurrviðri eystra. Áfram milt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×