Fótbolti

Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það voru læti á hliðarlínunni í leik Universitatea Craiova og Istanbul Basaksehir enda var vallarþulurinn búinn að æsa gestina mikið upp.
Það voru læti á hliðarlínunni í leik Universitatea Craiova og Istanbul Basaksehir enda var vallarþulurinn búinn að æsa gestina mikið upp. Getty/Cemal Yurttas

Rúmenska félagið Universitatea Craiova tryggði sér í gærkvöldi sæti í aðalhluta Sambandsdeildarinnar eftir frábæran heimasigur á tyrkneska félaginu İstanbul Basaksehir

Universitatea Craiova vann fyrri leikinn 2-1 í Tyrklandi og fylgdi því eftir með 3-1 sigri í gær.

Basaksehir komst reyndar yfir í upphafi leiks en eftir 27 mínútur voru heimamenn búnir að snúa við leiknum. Þeir innsigluðu síðan sigurinn undir loksins.

Þýski dómarinn Daniel Schlager þurfti að taka á óvenjulegu vandamáli í leiknum.

Leikurinn fór fram á Ion Oblemenco leikvanginum í Craiova, leikvangi sem tekur yfir þrjátíu þúsund manns í sæti.

Af einhverjum ástæðum þá missti vallarþulurinn sig algjörlega á meðan leiknum stóð. Hann var síðan mættur niður á hliðarlínuna með hljóðnemann í hendi og öskraði á bæði mótherja og dómara leiksins.

Dómarinn ákvað skiljanlega að taka upp rauða spjaldið og reka vallarþulurinn af svæðinu.

Það verður kannski enginn leikmaður Universitatea Craiova í leikbanni í Sambandsdeildinni en þessi skapmikli og ókurteisi vallarþulur er væntanlega að fara í langt bann hjá UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×