Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2025 09:00 Það var gaman hjá Anníe Mist Þórisdóttur og Katrín Tönju Davíðsdóttur en það var heldur ekkert gefið eftir. @anniethorisdottir Vinkonurnar og CrossFit goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru núna báðar ófrískar á sama tíma. Þær hafa fylgst að svo lengi á sínum glæsilegum ferlum, keppt bæði við hvora aðra og með hvorri annarri en nú fá þær að upplifa það að vera ófrískar á sama tíma. Katrín Tanja á von á sínu fyrsta barni en Anníe Mist á von á sínu þriðja barni á fimm árum. Anníe á fyrir Freyju Mist Ægidius Frederiksdóttur (ágúst 2020) og Atlas Týr Ægidius Frederiksson (maí 2024). Katrín Tanja hefur gefið það út að hún sé hætt að keppa í CrossFit íþróttinni en Anníe Mist er ekki búin að loka neinum dyrum enn. Það bendir þó flest til þess að hún einbeiti sér að öðru enda ekkert auðvelt að æfa mikið þegar þú ert orðin þriggja barna móðir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Þessar afrekskonur voru um tíma þær einu í heiminum sem höfðu unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit íþróttinni en síðan hefur hin ástralska Tia-Clair Toomey unnið átta heimsmeistaratitla þar af tvo þeirra sem móðir. Katrín er búsett í Bandaríkjunum en Anníe á Íslandi. Þær hittust í Bandaríkjunum og æfðu saman. Ófrískar afrekskonur gefa nefnilega ekkert eftir í æfingasalnum. Það má sjá þær æfa saman hér fyrir ofan og kúlan er orðin myndarleg hjá þeim báðum. Þær kalla bumburnar þyngingarvestin sín en auðvitað í léttum tón. Þær hittu einnig aðra ófríska CrossFit vinkonu en Lauren Fisher á einnig von á sér. Fisher var í liði CrossFit Reykjavíkur á heimsleikunum fyrir nokkrum árum ásamt Anníe og þeim Khan Porter og Tola Morakinyo. Á þeim tíma æfðu þessar þrjár og skemmtu sér saman á Íslandi. Þær notuðu nú tækifærið til að taka upp samskonar hluti nú þegar þær eru allar óléttar og má sjá það hér fyrir neðan. Alltaf létt og skemmtileg stemmning þegar þessar þrjár hittast. View this post on Instagram A post shared by Lauren Fisher Andersen (@laurenfisher) CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Sjá meira
Þær hafa fylgst að svo lengi á sínum glæsilegum ferlum, keppt bæði við hvora aðra og með hvorri annarri en nú fá þær að upplifa það að vera ófrískar á sama tíma. Katrín Tanja á von á sínu fyrsta barni en Anníe Mist á von á sínu þriðja barni á fimm árum. Anníe á fyrir Freyju Mist Ægidius Frederiksdóttur (ágúst 2020) og Atlas Týr Ægidius Frederiksson (maí 2024). Katrín Tanja hefur gefið það út að hún sé hætt að keppa í CrossFit íþróttinni en Anníe Mist er ekki búin að loka neinum dyrum enn. Það bendir þó flest til þess að hún einbeiti sér að öðru enda ekkert auðvelt að æfa mikið þegar þú ert orðin þriggja barna móðir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Þessar afrekskonur voru um tíma þær einu í heiminum sem höfðu unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit íþróttinni en síðan hefur hin ástralska Tia-Clair Toomey unnið átta heimsmeistaratitla þar af tvo þeirra sem móðir. Katrín er búsett í Bandaríkjunum en Anníe á Íslandi. Þær hittust í Bandaríkjunum og æfðu saman. Ófrískar afrekskonur gefa nefnilega ekkert eftir í æfingasalnum. Það má sjá þær æfa saman hér fyrir ofan og kúlan er orðin myndarleg hjá þeim báðum. Þær kalla bumburnar þyngingarvestin sín en auðvitað í léttum tón. Þær hittu einnig aðra ófríska CrossFit vinkonu en Lauren Fisher á einnig von á sér. Fisher var í liði CrossFit Reykjavíkur á heimsleikunum fyrir nokkrum árum ásamt Anníe og þeim Khan Porter og Tola Morakinyo. Á þeim tíma æfðu þessar þrjár og skemmtu sér saman á Íslandi. Þær notuðu nú tækifærið til að taka upp samskonar hluti nú þegar þær eru allar óléttar og má sjá það hér fyrir neðan. Alltaf létt og skemmtileg stemmning þegar þessar þrjár hittast. View this post on Instagram A post shared by Lauren Fisher Andersen (@laurenfisher)
CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Sjá meira